Óeðlilegt að velta raforkuskorti á almenning Stefán Ó. Jónsson skrifar 14. júlí 2019 19:45 Yfirvofandi raforkuskortur er til marks um stefnuleysi í orkumálum Íslendinga að mati formanns Ungra umhverfissinna. Staðan sé tilkomin vegna uppbyggingu raforkufreks iðnaðar og þess vegna óeðlilegt að ýja að því almenningur þurfi að taka skortinn á sig. Í nýrri skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi er varað við hugsanlegum orkuskorti á landinu eftir um þrjú ár, aukning rafmagnsnotkunar hafi verið meiri en aukning framleiðslunnar, ekki síst vegna tilkomu gagnavera. Forstjóri Landsnets hefur lýst því yfir að ef til slíks skorts komi þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Lagaramma skorti til að tryggja að skerðingin bitni ekki á almenningi.Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK hefur tekið í sama streng, Ekki hafi fengist leyfi til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að auka raforkuframleiðsluna og beindi hann spjótum sínum að rammaáætlun. Forstjóri HS Orku er sama sinnis og talar fyrir aukinni virkjun vindorku sem lið í því að bregðast við yfirvofandi rafmagnsskorti. Formaður Ungra umhverfissinna segir ákveðið stefnuleysi ríkja í orkumálum þjóðarinnar enda sé enn unnið að mörkun orkustefnu fyrir Ísland. Í þeirri umræðu sé mikilvægt að hafa í huga að um 83 prósent raforkuframleiðslu fari í stóriðju. „Vandamálið í þessari umræðu um orkuskort er spurningin um fyrir hvern. Því þegar það er algjört stefnuleysi þá er mjög auðvelt fyrir suma að ýja að því að almenningur eigi einhvern veginn að taka þennan skort á sig, sem verður eingöngu til vegna þess að það er alltaf verið að reisa fleiri mannvirki sem krefjast mikillar raforku,“ segir Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna. Forstjóri Landsnets telur aðeins tvennt í stöðunni vegna yfirvofandi rafmagnsskorts, annað hvort að auka framleiðsluna eða að draga úr álagi. „Þá þarf nú kannski líka að huga að því að það er verið að bæta við fullt af verkefnum sem krefjast mikillar raforku. Þannig að þeir aðilar sem eru að standa fyrir þeirri aukningu ættu nú kannski aðeins að hugsa sig um, og þau sveitarfélög sem að eru að leyfa slíkt,“ segir Pétur. Hann hvetur stjórnvöld til að hugsa orkustefnuna til lengri tíma og að litið verði á náttúruna, og um leið raforkuframleiðslu, sem takmarkaða auðlind. „Upprunalega var talað um kannski þrjátíu til fjörutíu ár en okkur finnst að þetta ættu kannski að vera tvö, þrjú hundruð ár. Vegna þess að það er verið að raska náttúrunni á óafturkræfan hátt og eftir fimm hundruð ár þá mun fólk vonandi búa hérna enn þá.“ Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Yfirvofandi raforkuskortur er til marks um stefnuleysi í orkumálum Íslendinga að mati formanns Ungra umhverfissinna. Staðan sé tilkomin vegna uppbyggingu raforkufreks iðnaðar og þess vegna óeðlilegt að ýja að því almenningur þurfi að taka skortinn á sig. Í nýrri skýrslu Landsnets um afl- og orkujöfnuð á Íslandi er varað við hugsanlegum orkuskorti á landinu eftir um þrjú ár, aukning rafmagnsnotkunar hafi verið meiri en aukning framleiðslunnar, ekki síst vegna tilkomu gagnavera. Forstjóri Landsnets hefur lýst því yfir að ef til slíks skorts komi þyrfti að skerða rafmagn á álagstímum. Lagaramma skorti til að tryggja að skerðingin bitni ekki á almenningi.Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK hefur tekið í sama streng, Ekki hafi fengist leyfi til að ráðast í nauðsynlegar framkvæmdir til að auka raforkuframleiðsluna og beindi hann spjótum sínum að rammaáætlun. Forstjóri HS Orku er sama sinnis og talar fyrir aukinni virkjun vindorku sem lið í því að bregðast við yfirvofandi rafmagnsskorti. Formaður Ungra umhverfissinna segir ákveðið stefnuleysi ríkja í orkumálum þjóðarinnar enda sé enn unnið að mörkun orkustefnu fyrir Ísland. Í þeirri umræðu sé mikilvægt að hafa í huga að um 83 prósent raforkuframleiðslu fari í stóriðju. „Vandamálið í þessari umræðu um orkuskort er spurningin um fyrir hvern. Því þegar það er algjört stefnuleysi þá er mjög auðvelt fyrir suma að ýja að því að almenningur eigi einhvern veginn að taka þennan skort á sig, sem verður eingöngu til vegna þess að það er alltaf verið að reisa fleiri mannvirki sem krefjast mikillar raforku,“ segir Pétur Halldórsson, formaður Ungra umhverfissinna. Forstjóri Landsnets telur aðeins tvennt í stöðunni vegna yfirvofandi rafmagnsskorts, annað hvort að auka framleiðsluna eða að draga úr álagi. „Þá þarf nú kannski líka að huga að því að það er verið að bæta við fullt af verkefnum sem krefjast mikillar raforku. Þannig að þeir aðilar sem eru að standa fyrir þeirri aukningu ættu nú kannski aðeins að hugsa sig um, og þau sveitarfélög sem að eru að leyfa slíkt,“ segir Pétur. Hann hvetur stjórnvöld til að hugsa orkustefnuna til lengri tíma og að litið verði á náttúruna, og um leið raforkuframleiðslu, sem takmarkaða auðlind. „Upprunalega var talað um kannski þrjátíu til fjörutíu ár en okkur finnst að þetta ættu kannski að vera tvö, þrjú hundruð ár. Vegna þess að það er verið að raska náttúrunni á óafturkræfan hátt og eftir fimm hundruð ár þá mun fólk vonandi búa hérna enn þá.“
Orkumál Stóriðja Tengdar fréttir Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00 Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30 Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og skólastjóri bjartsýnn um framhaldið Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Gæti farið svo að skera þyrfti á rafmagn á mestu álagstímunum Orkumál Samkvæmt árlegri skýrslu Landsnets um afl og orkujöfnuð í landinu er talið að líkur séu á aflskorti árið 2022. Er þetta byggt á núverandi raforkuframleiðslu, fyrirsjáanlegri uppbyggingu og áætlaðri notkun. 9. júlí 2019 07:00
Íbúar verða settir í forgang komi til skerðingar á raforku Rafmagnsveitustjóri hjá RARIK segir að íbúar verði settir í forgang ef til orkuskorts kemur, líkt og varað er við í nýrri skýrslu Landsnets. Forstjóri Landsnets segir fáar góðar lausnir til skemmri tíma og óttast að það þurfi að nota olíu. Iðnaðarráðherra segir þörf á að fyrirbyggja mögulega rafmagnsskerðingu. 12. júlí 2019 06:30
Alþingismaður segir Rammaáætlunina ónýta Brynjar Níelsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Jón Steindór Valdimarsson þingmaður Viðreisnar ræddu um skýrslu Landsnets um meintan orkuskort og þróun orkunýtingu hérlendis í útvarpsþættinum Sprengisandi í dag. 14. júlí 2019 15:00