Erlent

Einn lést þegar slökkviliðsbíll ók af veginum

Gígja Hilmarsdóttir skrifar
Norska lögreglan vinnur nú að rannsókn slyssins
Norska lögreglan vinnur nú að rannsókn slyssins Vísir
Einn er látinn og tveir slösuðust þegar brunabíll í útkalli ók út af veginum í bænum Kvinesdal Noregi í hádeginu í dag.

Slökkviliðið var kallað til um hádegis bil þegar dráttarvél valt. Hálfri klukkustund eftir útkallið barst tilkynning um að slökkviliðsbíllinn hafi ekið af veginum, að því er kemur fram á síðu norska fréttamiðilsins NRK.

Sveinung Alsaker stýrir rannsókninni og sagði í samtali við NRK að unnið væri að því að rannsaka orsakir slyssins.

Fimm voru í slökkviliðsbílnum og lögregla staðfestir að einn hafa látist í slysinu. Tveir voru fluttir slasaðir á sjúkrahús. Samkvæmt sjónarvotti voru tvær þyrlur kallaðar á vettvang.

Kvinesdal er smábær í Vestur-Agder í suðurhluta Noregs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×