Tekst á við veikindin á eigin forsendum Hallgerður Kolbrún E Jónsdóttir skrifar 20. apríl 2019 14:48 Atli Eðvaldsson fyrrum landsliðsmaður í fótbolta. vísir Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann var kominn með meinvörp í bein og sögðu læknar að sjúkdómurinn myndi draga hann til dauða á allra næstu vikum. Atli ákvað að fara óhefðbundna leið þegar kemur að meðferðarúrræðum og hefur notast við náttúrulyf, breytt mataræði o.fl. Þetta sagði hann í samtali við Heimi Karlsson á Bylgjunni á föstudag. Atli ákvað, tveimur árum áður en hann greindist með meinið, að myndi hann einhvern tímann með sjúkdóminn myndi hann ekki fara í lyfjameðferð, eins og mælt er með, en að eigin sögn fékk hann ákveðna dellu fyrir sjúkdóminum og mögulegum meðferðarúrræðum við honum. Hann sagði öll meðferðarúrræði sem eru til staðar í hinum vestrænu læknavísindum skerða lífsgæði of mikið. Lyfin séu algjört eitur og það sem hann vildi gera væri að byggja upp ónæmiskerfið áður en hann færi í baráttuna við sjúkdóminn. Hann sagði það allra versta við sjúkdóminn vera hve fólk yrði hrætt við hann, sérstaklega ættingjar og vinir. Fólk vildi helst stinga hausnum í sandinn og deyja. Sama ætti við um óhefðbundin úrræði, það erfiðasta væri að sannfæra ættingja og vini um að það væri rétta leiðin og hann hafi verið mjög heppinn hvað börnin hans hafi verið opin fyrir því. Ef hann þyrfti að játa sig sigraðan gerði hann það allavega á sínum forsendum. „Maðurinn með ljáinn kemur, þá ætla ég ekki að lúta höfði, ég fer bara beint í andlitið á honum.“ Íslenski boltinn Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira
Fyrir þremur árum síðan greindist Atli Eðvaldsson, fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, með krabbamein í blöðruhálskirtli. Hann var kominn með meinvörp í bein og sögðu læknar að sjúkdómurinn myndi draga hann til dauða á allra næstu vikum. Atli ákvað að fara óhefðbundna leið þegar kemur að meðferðarúrræðum og hefur notast við náttúrulyf, breytt mataræði o.fl. Þetta sagði hann í samtali við Heimi Karlsson á Bylgjunni á föstudag. Atli ákvað, tveimur árum áður en hann greindist með meinið, að myndi hann einhvern tímann með sjúkdóminn myndi hann ekki fara í lyfjameðferð, eins og mælt er með, en að eigin sögn fékk hann ákveðna dellu fyrir sjúkdóminum og mögulegum meðferðarúrræðum við honum. Hann sagði öll meðferðarúrræði sem eru til staðar í hinum vestrænu læknavísindum skerða lífsgæði of mikið. Lyfin séu algjört eitur og það sem hann vildi gera væri að byggja upp ónæmiskerfið áður en hann færi í baráttuna við sjúkdóminn. Hann sagði það allra versta við sjúkdóminn vera hve fólk yrði hrætt við hann, sérstaklega ættingjar og vinir. Fólk vildi helst stinga hausnum í sandinn og deyja. Sama ætti við um óhefðbundin úrræði, það erfiðasta væri að sannfæra ættingja og vini um að það væri rétta leiðin og hann hafi verið mjög heppinn hvað börnin hans hafi verið opin fyrir því. Ef hann þyrfti að játa sig sigraðan gerði hann það allavega á sínum forsendum. „Maðurinn með ljáinn kemur, þá ætla ég ekki að lúta höfði, ég fer bara beint í andlitið á honum.“
Íslenski boltinn Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Villi Valli fallinn frá Innlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum leikskóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Sjá meira