Foringjar gætu fallið Kristinn Haukur Guðnason skrifar 19. nóvember 2019 06:00 Stjórnmálaforingjarnir Olaf Scholz og Angela Merkel eiga undir högg að sækja í Þýskalandi. Nordicphotos/Getty Í fylkiskosningunni í Þýringalandi þann 27. október síðastliðinn guldu stjórnarflokkarnir tveir afhroð. Kristilegir demókratar töpuðu þriðjungi af sínu fylgi og höfnuðu í þriðja sæti með innan við 22 prósent. Sósíaldemókratar fengu aðeins rúm 8 prósent. Róttæku flokkarnir unnu kosningarnar, Vinstrið fékk 31 prósent og hinn þjóðernispopúlíski Valkostur fyrir Þýskaland rúmlega 23 prósent. Úrslitin í Þýringalandi ríma vel við önnur kosningaúrslit á árinu, í Brandenburg, Bremen og Saxlandi. Kjósendur eru óánægðir með stóru flokkana tvo og þó svo að langt sé í næstu kosningar, sem fram fara haustið 2021, eru flokksmenn sjálfir einnig farnir að ókyrrast, sér í lagi meðal Sósíaldemókrata. Sósíaldemókratar hafa verið í leiðtogakrísu um þó nokkurt skeið. Andrea Nahles sagði sig frá leiðtogahlutverkinu í júní eftir að flokkurinn tapaði 11 af 27 sætum sínum í kosningum til Evrópusambandsþingsins. Fóru þau sæti að mestu leyti til Græningja. Kosningar standa nú yfir innan flokks um næsta leiðtoga og verða úrslitin ljós þann 8. desember. Samkvæmt könnunum hefur Olaf Scholz, fjármálaráðherra og varakanslari, forystu í kosningunum. Hann er á miðjunni, hefur beitt sér fyrir aðhaldssemi í ríkisrekstrinum og er ekki líklegur til að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu. Með honum býður fram Klara Geywitz, fylkisþingmaður frá Brandenburg. Þeim ógna hins vegar þingmaðurinn Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans, sem eru lengra til vinstri og vilja umtalsvert meiri ríkisútgjöld en Scholz hefur leyft. „Við þurfum 240 milljarða evra fyrir skóla, vegi, járnbrautir. Við þurfum líka 100 milljarða fyrir aukna stafvæðingu,“ sagði Walter-Borjans nýlega. Ef Esken og Walter-Borjans vinna kosningarnar er óvíst að núverandi stjórnarsamstarf haldi og að Sósíaldemókratar leiti frekar til Vinstrisins. Varnarmálaráðherrann Annegret Kramp-Karrenbauer tók við af Angelu Merkel fyrir tæpu ári sem leiðtogi Kristilegra demókrata, en tíð hennar hefur markast af kosningaósigrum. Auk fylkiskosninganna tapaði flokkurinn 5 af 34 þingsætum á Evrópuþinginu, aðallega til Valkosts fyrir Þýskaland. Jafnt og þétt hefur andstaðan við hana byggst upp í flokknum og samkvæmt könnunum nýtur hún aðeins 13 prósenta vinsælda meðal almennings. Landsþing Kristilegra demókrata hefst í borginni Leipzig föstudaginn 22. nóvember og búist er við því að Kramp-Karrenbauer fái töluverða andstöðu þar, jafnvel að henni verði steypt af stóli. Sá sem helst kemur til greina sem arftaki er fyrrverandi þingmaðurinn Friedrich Merz, sem tapaði leiðtogakosningu fyrir Kramp-Karrenbauer í fyrra. Á þessu ári hefur hann nýtt sér kosningaósigrana og gagnrýnt stjórn flokksins, samstarfið við Sósíaldemókrata og Angelu Merkel. Hann hefur ekki sagt það beint út að hann vilji í stjórn með Valkosti fyrir Þýskaland en virðist hallast í þá átt. Eftir kosninguna í Þýringalandi skrifuðu 17 flokksmenn Kristilegra demókrata stjórninni bréf þess efnis að flokkurinn ætti að vera reiðubúinn að starfa með öllum lýðræðislega kjörnum fulltrúum. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Í fylkiskosningunni í Þýringalandi þann 27. október síðastliðinn guldu stjórnarflokkarnir tveir afhroð. Kristilegir demókratar töpuðu þriðjungi af sínu fylgi og höfnuðu í þriðja sæti með innan við 22 prósent. Sósíaldemókratar fengu aðeins rúm 8 prósent. Róttæku flokkarnir unnu kosningarnar, Vinstrið fékk 31 prósent og hinn þjóðernispopúlíski Valkostur fyrir Þýskaland rúmlega 23 prósent. Úrslitin í Þýringalandi ríma vel við önnur kosningaúrslit á árinu, í Brandenburg, Bremen og Saxlandi. Kjósendur eru óánægðir með stóru flokkana tvo og þó svo að langt sé í næstu kosningar, sem fram fara haustið 2021, eru flokksmenn sjálfir einnig farnir að ókyrrast, sér í lagi meðal Sósíaldemókrata. Sósíaldemókratar hafa verið í leiðtogakrísu um þó nokkurt skeið. Andrea Nahles sagði sig frá leiðtogahlutverkinu í júní eftir að flokkurinn tapaði 11 af 27 sætum sínum í kosningum til Evrópusambandsþingsins. Fóru þau sæti að mestu leyti til Græningja. Kosningar standa nú yfir innan flokks um næsta leiðtoga og verða úrslitin ljós þann 8. desember. Samkvæmt könnunum hefur Olaf Scholz, fjármálaráðherra og varakanslari, forystu í kosningunum. Hann er á miðjunni, hefur beitt sér fyrir aðhaldssemi í ríkisrekstrinum og er ekki líklegur til að rugga bátnum í stjórnarsamstarfinu. Með honum býður fram Klara Geywitz, fylkisþingmaður frá Brandenburg. Þeim ógna hins vegar þingmaðurinn Saskia Esken og Norbert Walter-Borjans, sem eru lengra til vinstri og vilja umtalsvert meiri ríkisútgjöld en Scholz hefur leyft. „Við þurfum 240 milljarða evra fyrir skóla, vegi, járnbrautir. Við þurfum líka 100 milljarða fyrir aukna stafvæðingu,“ sagði Walter-Borjans nýlega. Ef Esken og Walter-Borjans vinna kosningarnar er óvíst að núverandi stjórnarsamstarf haldi og að Sósíaldemókratar leiti frekar til Vinstrisins. Varnarmálaráðherrann Annegret Kramp-Karrenbauer tók við af Angelu Merkel fyrir tæpu ári sem leiðtogi Kristilegra demókrata, en tíð hennar hefur markast af kosningaósigrum. Auk fylkiskosninganna tapaði flokkurinn 5 af 34 þingsætum á Evrópuþinginu, aðallega til Valkosts fyrir Þýskaland. Jafnt og þétt hefur andstaðan við hana byggst upp í flokknum og samkvæmt könnunum nýtur hún aðeins 13 prósenta vinsælda meðal almennings. Landsþing Kristilegra demókrata hefst í borginni Leipzig föstudaginn 22. nóvember og búist er við því að Kramp-Karrenbauer fái töluverða andstöðu þar, jafnvel að henni verði steypt af stóli. Sá sem helst kemur til greina sem arftaki er fyrrverandi þingmaðurinn Friedrich Merz, sem tapaði leiðtogakosningu fyrir Kramp-Karrenbauer í fyrra. Á þessu ári hefur hann nýtt sér kosningaósigrana og gagnrýnt stjórn flokksins, samstarfið við Sósíaldemókrata og Angelu Merkel. Hann hefur ekki sagt það beint út að hann vilji í stjórn með Valkosti fyrir Þýskaland en virðist hallast í þá átt. Eftir kosninguna í Þýringalandi skrifuðu 17 flokksmenn Kristilegra demókrata stjórninni bréf þess efnis að flokkurinn ætti að vera reiðubúinn að starfa með öllum lýðræðislega kjörnum fulltrúum.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar í Þýskalandi Þýskaland Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira