Árni Mathiesen segir eðlilegt að leita til FAO með Samherjamálið Jakob Bjarnar skrifar 19. nóvember 2019 16:53 Kristján Þór vill að FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum íslenskra útgerða og það erindi ratar á borð Árna Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra. „Alltaf gott þegar aðildarþjóðirnar hafa frumkvæði að uppbyggilegum aðgerðum. Spilling er einn helsti þröskuldur þróunar mjög víða í heiminum,“ segir Árni M. Mathiesen aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni (FAO) í samtali við Vísi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi.Deild Árna leiðandi í málum varðandi ólöglegar fiskveiðar Einhver kynni að segja að heimurinn sé lítill sé litið til þess að erindi sem þetta rati á borð Árna sem er einmitt fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra Íslands. Og flokksbróðir Kristjáns Þórs. „Deildin sem ég stýri í FAO er leiðandi í málefnum sem varða ólöglegar fiskveiðar og erum við með sérstak einingu sem sinnir svo kölluðum IUU málum og PSMA samningnum. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem styðja það verkefni sérstaklega. Deildin er sennilega stærsta alþjóðlega einingin sem sinnir málefnum fiskveiðistjórnunnar í heiminum.“ Ísland oft komið við sögu FAO Árni segir Ísland oft hafa borið upp framfaramál í FAO sem hafa gengið eftir. „Það er því ekki óeðlilegt að íslensk stjórnvöld hafi samband við okkur um svona mál. Þar sem þetta eru mjög flókin mál geri ég ráð fyrir að við leitum samstarfs við aðra alþjóðlega aðila. En þetta er enn þá bara á byrjunarreit.“ Árni segir alveg útilokað að segja til um hvenær einhverrar niðurstöðu sé að vænta í málinu, það þurfi að taka í skrefum. Ár? „Ég geri ekki ráð fyrir að málinu verði lokið á einu ári en að hvað sé rétt og hægt að gera verði ljóst á þó nokkuð skemmri tíma.“ Þá telur Árni, spurður um hvort það hafi ekki komið sér á óvart að mál sem þetta elti hann til FAO frá Íslandi. „Það er eðlilegt að Íslandi geri eitthvað á framhaldi af uppkomu svona máls og FAO eðlilegur aðili til að leita til.“ Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02 Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08 Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. 19. nóvember 2019 12:27 Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi Forseti Íslands áréttar að útgerðin verði að sýna heilindi á erlendum vettvangi. 19. nóvember 2019 09:44 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
„Alltaf gott þegar aðildarþjóðirnar hafa frumkvæði að uppbyggilegum aðgerðum. Spilling er einn helsti þröskuldur þróunar mjög víða í heiminum,“ segir Árni M. Mathiesen aðstoðarframkvæmdastjóri hjá Alþjóðamatvælastofnuninni (FAO) í samtali við Vísi. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. Um er að ræða eina af sjö aðgerðum ríkisstjórnarinnar í kjölfar Samherjamálsins til að auka traust á íslensku atvinnulífi.Deild Árna leiðandi í málum varðandi ólöglegar fiskveiðar Einhver kynni að segja að heimurinn sé lítill sé litið til þess að erindi sem þetta rati á borð Árna sem er einmitt fyrrverandi fjármála- og sjávarútvegsráðherra Íslands. Og flokksbróðir Kristjáns Þórs. „Deildin sem ég stýri í FAO er leiðandi í málefnum sem varða ólöglegar fiskveiðar og erum við með sérstak einingu sem sinnir svo kölluðum IUU málum og PSMA samningnum. Ísland er í hópi þeirra ríkja sem styðja það verkefni sérstaklega. Deildin er sennilega stærsta alþjóðlega einingin sem sinnir málefnum fiskveiðistjórnunnar í heiminum.“ Ísland oft komið við sögu FAO Árni segir Ísland oft hafa borið upp framfaramál í FAO sem hafa gengið eftir. „Það er því ekki óeðlilegt að íslensk stjórnvöld hafi samband við okkur um svona mál. Þar sem þetta eru mjög flókin mál geri ég ráð fyrir að við leitum samstarfs við aðra alþjóðlega aðila. En þetta er enn þá bara á byrjunarreit.“ Árni segir alveg útilokað að segja til um hvenær einhverrar niðurstöðu sé að vænta í málinu, það þurfi að taka í skrefum. Ár? „Ég geri ekki ráð fyrir að málinu verði lokið á einu ári en að hvað sé rétt og hægt að gera verði ljóst á þó nokkuð skemmri tíma.“ Þá telur Árni, spurður um hvort það hafi ekki komið sér á óvart að mál sem þetta elti hann til FAO frá Íslandi. „Það er eðlilegt að Íslandi geri eitthvað á framhaldi af uppkomu svona máls og FAO eðlilegur aðili til að leita til.“
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02 Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08 Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. 19. nóvember 2019 12:27 Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi Forseti Íslands áréttar að útgerðin verði að sýna heilindi á erlendum vettvangi. 19. nóvember 2019 09:44 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Ríkisstjórn kynnir aðgerðir vegna Samherjamálsins: Verjast mútum, hagsmunaárekstrum og auka gagnsæi stærri fyrirtækja Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í morgun að grípa til aðgerða í því skyni að auka traust á íslensku atvinnulífi. Um er að ræða viðbrögð í kjölfar Samherjamálsins. 19. nóvember 2019 12:02
Þorgerður Katrín segir aðgerðaráætlun ríkisstjórnar kattarþvott Formaður Viðreisnar segir áætlunina hvorki fugl né fisk. 19. nóvember 2019 13:08
Kristján Þór óskar eftir úttekt Alþjóðamatvælastofnunar á viðskiptaháttum útgerða Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun hafa frumkvæði að því að Alþjóðamatvælastofnunun (FAO) vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir þ. á m. í þróunarlöndum. 19. nóvember 2019 12:27
Guðni segir blekkingar, svik og mútur óverjandi Forseti Íslands áréttar að útgerðin verði að sýna heilindi á erlendum vettvangi. 19. nóvember 2019 09:44