Hin smágerða fegurð hversdagsins Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 5. mars 2019 11:30 Ég teymi sjálfan mig alltaf í átt að nákvæmninni, segir Þorri. Fréttablaðið/Stefán Þorri Hringsson sýnir ný olíumálverk í Galleríi Fold, en sýningin var opnuð á laugardag. „Megnið eru spánnýjar myndir, langflestar málaðar á þessu ári en nokkrar eru frá árinu 2018. Myndefnið er allt frá Aðaldal,“ segir hann. Myndirnar einkennast af mikilli nákvæmni. Þorri er spurður af hverju hann sé svo nákvæmur. „Ég veit það ekki,“ segir hann. „Ég hef reynt að gera myndir sem einkennast af minni nákvæmni en það gengur ekki. Ég teymi sjálfan mig alltaf í átt að nákvæmninni en það hefur líka skilað hlutum sem ég er mjög ánægður með. Það er eitthvað heillandi við smáatriði sem gerir það að verkum að ég geri hluti nákvæmari en þeir þyrftu að vera.“ Spurður hvort hann styðjist við ljósmyndir segir hann: „Ég mála ekki eftir ljósmyndum en í undirbúningsvinnu nýti ég ljósmyndir þegar ég er að reyna að fanga myndefnið.“ Þorri hefur málað náttúrumyndir í rúm tuttugu ár. „Þegar ég byrjaði vissi ég ekkert hvað ég væri að fara út í. Fólk heldur oft að það sé auðveldasti hlutur í heimi að mála landslagsmyndir, en það er það erfiðasta sem ég hef málað, og hef ég þó prófað alls konar hluti.“Þetta fallega olíumálverk er meðal verka á sýningunni í Galleríi Fold.Myndir í höfðinu Þorri er með vinnustofu í Haga í Aðaldal en þar fæddist faðir hans, Hringur Jóhannesson listmálari. Hann segist reyna að vera þar eins mikið og mögulegt sé. „Ég er farinn að þekkja ýmsa staði í Aðaldal mjög vel. Ég mála oft sömu staðina hvað eftir annað af því að fyrir mér eru þeir alltaf nýir. Ég er með ótal myndir í höfðinu en það er ekki endilega þannig að ég sé að leita að náttúrufyrirbæri til að mála, ég þekki það þegar það kallast á við myndina í höfðinu á mér.“ Loftslagsbreytingar valda breytingum á náttúrunni og spurður hvort hann hafi séð breytingar á náttúrunni í Aðaldal segir Þorri: „Eins og er sé ég ekki neitt í kortunum sem mun spilla þeirri náttúru sem ég hef í kringum vinnustofu mína í Haga. Ég sé hins vegar hraðar breytingar á náttúrunni sem eru aðallega fólgnar í því að það er að hlýna, gróðurtímabilið er lengra og á síðustu 20 árum er að myndast skógur þar sem áður voru ekki tré.“Fegurðin í hinu sjónræna Enginn ætti að geta neitað því að mikil fegurð er í olíumálverkum Þorra. Spurður hvort fólk nefni þessa fegurð oft við hann segir hann svo vera. „Ég leita í fegurðina. Útgangspunktur minn í myndlist er fegurðin í hinu sjónræna. Án þess að ég geri lítið úr þeim krafti sem dregur annað fólk að myndlist þá get ég ekki hafnað því sem dregur mig að myndlistinni sem er fegurðin. Þó það sé jarðsprengjusvæði að tala um fegurð á þessum tímum þá stend ég óhræddur með sjálfum mér. Ég viðurkenni samt að til að byrja með var ég svolítið smeykur við þetta. Ég sé kollega mína oft dubba upp landslagsmyndir í einhvern konseptbúning af því þeir eru smeykir um að fegurðin sé ekki nógu merkileg. Ég er búinn að vera að mála í rúm 20 ár og er að færast nær þeirri mynd sem mig langaði til að mála þegar ég var að byrja. Þetta er ekki hin upphafna rómantíska fegurð Ruskins og 19. aldar málaranna. Það er hin smágerða fegurð hversdagsins sem heillar mig. Þar er hverful birta, kyrrð og stemning í hinu smáa sem er svo nálægt. Fólki er svo gjarnt að sjá það ekki af því það er að horfa á fjallið sem er vissulega fallegt líka. Ég er orðinn ósmeykur við að halda fram fegurðinni sem gildi í sjálfu sér.“ Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira
Þorri Hringsson sýnir ný olíumálverk í Galleríi Fold, en sýningin var opnuð á laugardag. „Megnið eru spánnýjar myndir, langflestar málaðar á þessu ári en nokkrar eru frá árinu 2018. Myndefnið er allt frá Aðaldal,“ segir hann. Myndirnar einkennast af mikilli nákvæmni. Þorri er spurður af hverju hann sé svo nákvæmur. „Ég veit það ekki,“ segir hann. „Ég hef reynt að gera myndir sem einkennast af minni nákvæmni en það gengur ekki. Ég teymi sjálfan mig alltaf í átt að nákvæmninni en það hefur líka skilað hlutum sem ég er mjög ánægður með. Það er eitthvað heillandi við smáatriði sem gerir það að verkum að ég geri hluti nákvæmari en þeir þyrftu að vera.“ Spurður hvort hann styðjist við ljósmyndir segir hann: „Ég mála ekki eftir ljósmyndum en í undirbúningsvinnu nýti ég ljósmyndir þegar ég er að reyna að fanga myndefnið.“ Þorri hefur málað náttúrumyndir í rúm tuttugu ár. „Þegar ég byrjaði vissi ég ekkert hvað ég væri að fara út í. Fólk heldur oft að það sé auðveldasti hlutur í heimi að mála landslagsmyndir, en það er það erfiðasta sem ég hef málað, og hef ég þó prófað alls konar hluti.“Þetta fallega olíumálverk er meðal verka á sýningunni í Galleríi Fold.Myndir í höfðinu Þorri er með vinnustofu í Haga í Aðaldal en þar fæddist faðir hans, Hringur Jóhannesson listmálari. Hann segist reyna að vera þar eins mikið og mögulegt sé. „Ég er farinn að þekkja ýmsa staði í Aðaldal mjög vel. Ég mála oft sömu staðina hvað eftir annað af því að fyrir mér eru þeir alltaf nýir. Ég er með ótal myndir í höfðinu en það er ekki endilega þannig að ég sé að leita að náttúrufyrirbæri til að mála, ég þekki það þegar það kallast á við myndina í höfðinu á mér.“ Loftslagsbreytingar valda breytingum á náttúrunni og spurður hvort hann hafi séð breytingar á náttúrunni í Aðaldal segir Þorri: „Eins og er sé ég ekki neitt í kortunum sem mun spilla þeirri náttúru sem ég hef í kringum vinnustofu mína í Haga. Ég sé hins vegar hraðar breytingar á náttúrunni sem eru aðallega fólgnar í því að það er að hlýna, gróðurtímabilið er lengra og á síðustu 20 árum er að myndast skógur þar sem áður voru ekki tré.“Fegurðin í hinu sjónræna Enginn ætti að geta neitað því að mikil fegurð er í olíumálverkum Þorra. Spurður hvort fólk nefni þessa fegurð oft við hann segir hann svo vera. „Ég leita í fegurðina. Útgangspunktur minn í myndlist er fegurðin í hinu sjónræna. Án þess að ég geri lítið úr þeim krafti sem dregur annað fólk að myndlist þá get ég ekki hafnað því sem dregur mig að myndlistinni sem er fegurðin. Þó það sé jarðsprengjusvæði að tala um fegurð á þessum tímum þá stend ég óhræddur með sjálfum mér. Ég viðurkenni samt að til að byrja með var ég svolítið smeykur við þetta. Ég sé kollega mína oft dubba upp landslagsmyndir í einhvern konseptbúning af því þeir eru smeykir um að fegurðin sé ekki nógu merkileg. Ég er búinn að vera að mála í rúm 20 ár og er að færast nær þeirri mynd sem mig langaði til að mála þegar ég var að byrja. Þetta er ekki hin upphafna rómantíska fegurð Ruskins og 19. aldar málaranna. Það er hin smágerða fegurð hversdagsins sem heillar mig. Þar er hverful birta, kyrrð og stemning í hinu smáa sem er svo nálægt. Fólki er svo gjarnt að sjá það ekki af því það er að horfa á fjallið sem er vissulega fallegt líka. Ég er orðinn ósmeykur við að halda fram fegurðinni sem gildi í sjálfu sér.“
Birtist í Fréttablaðinu Myndlist Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Sjá meira