„Samanlagðar tekjur fjölmiðla námu 27,9 milljörðum króna. Tekjur af notendagjöldum voru tæpir 15 milljarðar og af auglýsingum og kostun rúmlega 13 milljarður króna. Samanlagðar tekjur fjölmiðla árið 2017 eru um 18 af hundraði lægri en er best lét árin 2006 og 2007.“
Í athugun Hagstofu kemur fram að helmingur tekna fjölmiðla falla til sjónvarps og fjórðungur til dagblaða og vikublaða. „Hlutdeild einkarekinna fjölmiðla nam 78 prósent af samanlögðum tekjum á fjölmiðlamarkaði og 84 prósent af auglýsingatekjum á móti 22 og 16 prósenta hlut Ríkisútvarpsins.“
Verulegur samdráttur varð í tekjum prentmiðla í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Frá árunum 2007 til 2010 lækkuðu tekjur fjölmiðla um ríflega fjórðung reiknað á verðlagi ársins 2017. Þær hafa síðan aukist en óverulega og eru á pari við það sem var í kringum aldamót.

