Segir of fáa nýta sér séreignarsparnað Helgi Vífill Júlíusson skrifar 11. júlí 2019 06:30 Ólafur Sigurðsson er framkvæmdastjóri Birtu lífeyrissjóðs. Fréttablaðið/Ernir Of fáir eru að nýta séreignarsparnað, að mati Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið um 60 prósent launþega. Einungis 20 prósent þeirra sem greiða í séreignarsparnað nýta heimild til að greiða af húsnæðisláni eða safna fyrir útborgun. Hann slær þann varnagla að mögulega hafi fjöldi erlends vinnuafls áhrif á hlutfall þeirra sem greiða í séreignarsparnað. „Það vekur sérstaka athygli hve fáir nýta sér heimild til að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Það er mikil kjarabót því launþegar fá viðbótarframlag frá vinnuveitanda og sparnaðurinn fer skattfrjálst inn á höfuðstól lánsins. Það má því líta á úrræðið sem launahækkun,“ segir hann. Greiddur er skattur af lífeyrissparnaði við útgreiðslu. Séreignarsparnaður er viðbótarlífeyrissparnaður og séreign viðkomandi. Launþegar leggja fyrir tvö til fjögur prósent af launum sínum og fá tveggja prósenta viðbótarframlag frá vinnuveitanda. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra nýta nú um 30 þúsund manns heimild til að greiða inn á húsnæðislán eða safna fyrir útborgun með séreignarsparnaði. Þar af eru um 23 til 26 þúsund einstaklingar sem nýta leiðina til að greiða inn á húsnæðislán en hinir eru að safna fyrir útborgun til íbúðarkaupa. Miðað við það nýta einungis um 15 prósent fólks á vinnumarkaði þessa leið. Frá árinu 2014 höfðu tæplega 56 þúsund einstaklingar einhvern tímann ráðstafað séreignarsparnaði inn á húsnæðislán, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Ólafur segir að um 120 þúsund einstaklingar greiði í séreign. Um 20 prósent þeirra nýta heimild til að greiða inn á fasteignalán en miðað við það hefur hlutfallið verið tæplega 50 prósent þegar best lét. Samkvæmt greinargerð með lagafrumvarpi sem á að framlengja úrræðið til ársins 2021 hafa Íslendingar nýtt 56 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána sinna frá árinu 2014. Fram kom í skýrslu forsætisráðuneytisins um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem birt var árið 2013 að tekjur þeirra sem spara í séreignarlífeyrissparnaði væru mun hærri en hinna sem gerðu það ekki. „Tæplega 60 prósent þeirra sem ekki spara eru einhleypir meðan hlutfall einhleypra fasteignaeigenda í hópi þeirra sem spara er 30 prósent,“ segir í skýrslunni. Ríkisskattstjóri hafði ekki til reiðu upplýsingar um hvaða tekjubil það sé sem nýti í minnstum mæli þann möguleika að greiða inn á húsnæðislán. Ólafur segir að skynsamlegt sé fyrir alla aldurshópa að greiða inn á lán eða nýta sér úrræðið til að safna fyrir innborgun á heimilið. Ríkisstjórnin ákvað að framlengja heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði á húsnæðislán til ársins 2021. Ólafur bendir á að þeir sem vilja nýta úrræðið áfram verði sjálfir að sækja um það. „Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að gera það fyrir sjóðfélaga,“ segir hann. Í ljósi þess hve lágt hlutfall launamanna safnar séreignarsparnaði vekur Ólafur athygli á að mikið framboð sé af sparnaðarleiðum. „Í boði er að greiða í 74 mismunandi séreignarleiðir hjá 20 vörsluaðilum. Hver og einn ætti að geta valið sér sparnaðarleið sem hentar,“ segir hann. Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira
Of fáir eru að nýta séreignarsparnað, að mati Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs. Frá árinu 2009 hefur hlutfallið verið um 60 prósent launþega. Einungis 20 prósent þeirra sem greiða í séreignarsparnað nýta heimild til að greiða af húsnæðisláni eða safna fyrir útborgun. Hann slær þann varnagla að mögulega hafi fjöldi erlends vinnuafls áhrif á hlutfall þeirra sem greiða í séreignarsparnað. „Það vekur sérstaka athygli hve fáir nýta sér heimild til að greiða séreignarsparnað inn á húsnæðislán. Það er mikil kjarabót því launþegar fá viðbótarframlag frá vinnuveitanda og sparnaðurinn fer skattfrjálst inn á höfuðstól lánsins. Það má því líta á úrræðið sem launahækkun,“ segir hann. Greiddur er skattur af lífeyrissparnaði við útgreiðslu. Séreignarsparnaður er viðbótarlífeyrissparnaður og séreign viðkomandi. Launþegar leggja fyrir tvö til fjögur prósent af launum sínum og fá tveggja prósenta viðbótarframlag frá vinnuveitanda. Samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra nýta nú um 30 þúsund manns heimild til að greiða inn á húsnæðislán eða safna fyrir útborgun með séreignarsparnaði. Þar af eru um 23 til 26 þúsund einstaklingar sem nýta leiðina til að greiða inn á húsnæðislán en hinir eru að safna fyrir útborgun til íbúðarkaupa. Miðað við það nýta einungis um 15 prósent fólks á vinnumarkaði þessa leið. Frá árinu 2014 höfðu tæplega 56 þúsund einstaklingar einhvern tímann ráðstafað séreignarsparnaði inn á húsnæðislán, samkvæmt upplýsingum frá Ríkisskattstjóra. Ólafur segir að um 120 þúsund einstaklingar greiði í séreign. Um 20 prósent þeirra nýta heimild til að greiða inn á fasteignalán en miðað við það hefur hlutfallið verið tæplega 50 prósent þegar best lét. Samkvæmt greinargerð með lagafrumvarpi sem á að framlengja úrræðið til ársins 2021 hafa Íslendingar nýtt 56 milljarða af séreignarsparnaði sínum til að greiða niður höfuðstól húsnæðislána sinna frá árinu 2014. Fram kom í skýrslu forsætisráðuneytisins um höfuðstólslækkun húsnæðislána sem birt var árið 2013 að tekjur þeirra sem spara í séreignarlífeyrissparnaði væru mun hærri en hinna sem gerðu það ekki. „Tæplega 60 prósent þeirra sem ekki spara eru einhleypir meðan hlutfall einhleypra fasteignaeigenda í hópi þeirra sem spara er 30 prósent,“ segir í skýrslunni. Ríkisskattstjóri hafði ekki til reiðu upplýsingar um hvaða tekjubil það sé sem nýti í minnstum mæli þann möguleika að greiða inn á húsnæðislán. Ólafur segir að skynsamlegt sé fyrir alla aldurshópa að greiða inn á lán eða nýta sér úrræðið til að safna fyrir innborgun á heimilið. Ríkisstjórnin ákvað að framlengja heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði á húsnæðislán til ársins 2021. Ólafur bendir á að þeir sem vilja nýta úrræðið áfram verði sjálfir að sækja um það. „Lífeyrissjóðum er ekki heimilt að gera það fyrir sjóðfélaga,“ segir hann. Í ljósi þess hve lágt hlutfall launamanna safnar séreignarsparnaði vekur Ólafur athygli á að mikið framboð sé af sparnaðarleiðum. „Í boði er að greiða í 74 mismunandi séreignarleiðir hjá 20 vörsluaðilum. Hver og einn ætti að geta valið sér sparnaðarleið sem hentar,“ segir hann.
Birtist í Fréttablaðinu Lífeyrissjóðir Mest lesið Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Sjá meira