Dýr skiptimynt Sighvatur Arnmundsson skrifar 4. júní 2019 07:00 Það fer að verða árviss viðburður á vorin að störf Alþingis komist í uppnám. Staðan núna er raunar óvenju slæm sökum fordæmalauss málþófs mikils minnihluta þingmanna. Tíminn á þingi hefur þess vegna nýst afar illa undanfarnar vikur. Það stefnir því enn einu sinni í það að fjöldi frumvarpa og þingsályktunartillaga verði afgreidd með hraði á lokasprettinum. Starfsáætlun hefur fyrir löngu fallið úr gildi enda átti þingi samkvæmt henni að ljúka á morgun. Þingmönnum er auðvitað engin vorkunn að því að þurfa að vinna eitthvað inn í sumarið eins og aðrir landsmenn. Það er hins vegar ekkert lögmál að staðan þurfi að vera svona hvert einasta vor. Allt of oft koma stór mál frá ríkisstjórnum seint inn í þingið. Með því að bæta úr því væri hægt að dreifa álaginu og vinnunni mun betur yfir árið. Margir nýir þingmenn hafa það á orði að skipulagsleysið í þingstörfunum komi á óvart. Dagskrá þingfunda er oft ákveðin með stuttum fyrirvara sem kemur niður á umræðunum. Sú málþófshefð sem hefur illu heilli skapast hér og fest í sessi er að mörgu leyti afleiðing of mikils meirihlutaræðis. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur ekki mörg vopn í hendi ætli meirihlutinn sér að keyra umdeild mál í gegn á stuttum tíma. Í þeim tilvikum gæti málþóf verið réttlætanlegt upp að einhverju marki. Slíkar aðstæður eru hins vegar ekki uppi varðandi þriðja orkupakkann. Það er mál sem um það bil fimm af hverjum sex þingmönnum vilja afgreiða á þessu þingi og hefur legið fyrir lengi. Eins og mál hafa þróast hér frá því eftir hrun hefur tilgangurinn oft helgað meðalið þegar málþófi hefur verið beitt. Íslenskir stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum hvorki sýnt næga ábyrgð né þroska þegar kemur að beitingu málþófs. Þess vegna er full ástæða til þess að meirihlutinn nýti sér ákvæði þingskapa og stöðvi umræðuna um þriðja orkupakkann. Hingað til hefur enginn viljað stíga það skref af ótta við fordæmið. Fordæmalausar aðstæður réttlæta hins vegar fordæmalausar lausnir. Varla vill meirihlutinn áskilja sér rétt til að taka upp vinnubrögð Miðflokksins ef hann vildi einhvern tímann stoppa eitthvað mál. Traust almennings á Alþingi hefur verið afar lítið allt frá hruni og vex ekki þessa dagana. Tugir mikilvægra mála bíða enn afgreiðslu. Þar er meðal annars að finna breytingar á fjármálaáætlun, fjölmiðlafrumvarp, frumvarp um innflutning á fersku kjöti og sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Allt eru þetta stór mál sem auk fleiri mála krefjast umræðu. Hættan er sú að einhver mikilvæg mál verði notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum um þinglok og önnur verði afgreidd í of miklum flýti. Löggjafarvaldinu fylgir mikil ábyrgð og það fer ekki vel á því að svona vinnubrögð séu orðin venjan. Þessi óþarfa asi hlýtur að koma niður á gæðum lagasetningarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Sighvatur Arnmundsson Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það fer að verða árviss viðburður á vorin að störf Alþingis komist í uppnám. Staðan núna er raunar óvenju slæm sökum fordæmalauss málþófs mikils minnihluta þingmanna. Tíminn á þingi hefur þess vegna nýst afar illa undanfarnar vikur. Það stefnir því enn einu sinni í það að fjöldi frumvarpa og þingsályktunartillaga verði afgreidd með hraði á lokasprettinum. Starfsáætlun hefur fyrir löngu fallið úr gildi enda átti þingi samkvæmt henni að ljúka á morgun. Þingmönnum er auðvitað engin vorkunn að því að þurfa að vinna eitthvað inn í sumarið eins og aðrir landsmenn. Það er hins vegar ekkert lögmál að staðan þurfi að vera svona hvert einasta vor. Allt of oft koma stór mál frá ríkisstjórnum seint inn í þingið. Með því að bæta úr því væri hægt að dreifa álaginu og vinnunni mun betur yfir árið. Margir nýir þingmenn hafa það á orði að skipulagsleysið í þingstörfunum komi á óvart. Dagskrá þingfunda er oft ákveðin með stuttum fyrirvara sem kemur niður á umræðunum. Sú málþófshefð sem hefur illu heilli skapast hér og fest í sessi er að mörgu leyti afleiðing of mikils meirihlutaræðis. Stjórnarandstaðan á hverjum tíma hefur ekki mörg vopn í hendi ætli meirihlutinn sér að keyra umdeild mál í gegn á stuttum tíma. Í þeim tilvikum gæti málþóf verið réttlætanlegt upp að einhverju marki. Slíkar aðstæður eru hins vegar ekki uppi varðandi þriðja orkupakkann. Það er mál sem um það bil fimm af hverjum sex þingmönnum vilja afgreiða á þessu þingi og hefur legið fyrir lengi. Eins og mál hafa þróast hér frá því eftir hrun hefur tilgangurinn oft helgað meðalið þegar málþófi hefur verið beitt. Íslenskir stjórnmálamenn hafa á undanförnum árum hvorki sýnt næga ábyrgð né þroska þegar kemur að beitingu málþófs. Þess vegna er full ástæða til þess að meirihlutinn nýti sér ákvæði þingskapa og stöðvi umræðuna um þriðja orkupakkann. Hingað til hefur enginn viljað stíga það skref af ótta við fordæmið. Fordæmalausar aðstæður réttlæta hins vegar fordæmalausar lausnir. Varla vill meirihlutinn áskilja sér rétt til að taka upp vinnubrögð Miðflokksins ef hann vildi einhvern tímann stoppa eitthvað mál. Traust almennings á Alþingi hefur verið afar lítið allt frá hruni og vex ekki þessa dagana. Tugir mikilvægra mála bíða enn afgreiðslu. Þar er meðal annars að finna breytingar á fjármálaáætlun, fjölmiðlafrumvarp, frumvarp um innflutning á fersku kjöti og sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Allt eru þetta stór mál sem auk fleiri mála krefjast umræðu. Hættan er sú að einhver mikilvæg mál verði notuð sem skiptimynt í samningaviðræðum um þinglok og önnur verði afgreidd í of miklum flýti. Löggjafarvaldinu fylgir mikil ábyrgð og það fer ekki vel á því að svona vinnubrögð séu orðin venjan. Þessi óþarfa asi hlýtur að koma niður á gæðum lagasetningarinnar.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun