Rick Ten Voorde er á förum frá Víkingi R. til Þórs á Akureyri samkvæmt heimildum Fótbolta.net.
Hollendingurinn kom til Víkings fyrir síðasta tímabil. Hann skoraði fjögur mörk í 18 deildarleikjum í fyrra og auk eins marks í tveimur bikarleikjum.
Í sumar hefur Ten Voorde skorað eitt mark í átta leikjum í Pepsi Max-deildinni. Fjögur af fimm deildarmörkum hans fyrir Víking hafa komið úr vítaspyrnum.
Ten Voorde hefur ekkert komið við sögu hjá Víkingi síðan í 2-1 sigrinum á HK 14. júní.
Þór er í 3. sæti Inkasso-deildarinnar með 19 stig, þremur stigum á eftir toppliði Fjölnis.
Úr Víkinni í Þorpið

Tengdar fréttir

Pepsi Max-mörkin: Hættulegur leikur hjá Víkingum sem eiga í hættu að plata sjálfa sig
Víkingur tapaði fyrir FH í lokaleik 12. umferðar Pepsi Max deildar karla í gærkvöld og situr liðið í fallsæti á markatölu. Sérfræðingar Pepsi Max-markanna segja liðið verða að hætta að skýla sér á bakvið góða frammistöðu og fara að ná í stig.