Fyrsta skjálftakastið fékk kanslarinn á fundi með Volodymyr Zelensky, forseta Úkraínu, í Berlín í síðasta mánuði. Aðeins viku síðar sást hún skjálfa á ný á viðburði í Berlín þegar nýr dómsmálaráðherra Þýskalands var kynntur.
Sjá einnig: Kanslarinn nötraði aftur í Berlín
Í kjölfarið vöknuðu áhyggjur af heilsufari Merkel en talsmaður hennar fullyrti að hún væri við góða heilsu. Í fyrra skiptið hafi hún aðeins þurft nokkur vatnsglös og þá hafi henni liðið betur.
Þegar blaðamenn spurðu Merkel hvort hún hefði kíkt til læknis sagði hún áhyggjur vera óþarfar, hún hefði skilning á því að fólk væri áhyggjufullt en það væri ekkert stórvægilegt að. Hún hefði það gott og væri sannfærð um að rétt eins og áður myndi skjálftinn líða hjá.
Myndband af skjálftakastinu má sjá í spilaranum hér að neðan.