Afgreiddi FH fyrir tveimur árum og er enn aðalmaðurinn hjá Maribor Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. júlí 2019 14:00 Tavares í leik Maribor og Liverpool í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu 2017. vísir/getty Í annað sinn á þremur árum mætir Maribor íslensku liði í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur tekur á móti Maribor í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppninnar í kvöld. Seinni leikurinn fer fram í Maribor í Slóveníu eftir viku. Árið 2017 mætti Maribor FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Slóvenska liðið vann báða leikina 1-0 og fór svo alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Brasilíumaðurinn Marco Tavares skoraði í báðum leikjunum gegn FH fyrir tveimur árum. Hann er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára. Tavares hefur leikið með Maribor síðan 2008 og verið fyrirliði liðsins síðan 2009. Hann er leikja- og markahæstur í sögu félagsins og markahæstur í sögu slóvensku úrvalsdeildarinnar. Tavares hefur átta sinnum orðið slóvenskur meistari með Maribor og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá hefur hann átt stóran þátt í þeim góða árangri sem liðið hefur náð í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Frá 2011 hefur Maribor tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og tvisvar sinnum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Tavares hefur tvisvar sinnum verið valinn besti leikmaður slóvensku deildarinnar og þrisvar sinnum verið markakóngur hennar.Tavares í skallaeinvígi við Kristján Flóka Finnbogason í leik FH og Maribor fyrir tveimur árum.vísir/andri marinóMeðal annarra sterkra leikmanna hjá Maribor má nefna Luka Zahović, markakóng slóvensku deildarinnar undanfarin tvö ár. Zahović er sonur Zlatkos Zahović sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Maribor. Zlatko Zahović var frábær leikmaður á sínum tíma, átti sín bestu ár í portúgölsku deildinni og átti stærstan þátt í því Slóvenía komst á EM 2000 og HM 2002. Zahović eldri er markahæstur í sögu slóvenska landsliðsins með 35 mörk. Þrjú þeirra komu á EM 2000. Hann var hins vegar sendur heim af HM 2002 eftir að hafa móðgað landsliðsþjálfarann, Srečko Katanec. Leikur Vals og Maribor hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Vals segir að íslenskt lið muni komast í Meistaradeildina Fyrirliði Valsmanna er kokhraustur fyrir komandi einvígi gegn Slóvenunum í Maribor. 10. júlí 2019 07:00 FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. 26. júlí 2017 20:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik Maribor er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir 0-1 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Slóvenarnir unnu báða leikina 1-0. 2. ágúst 2017 20:45 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira
Í annað sinn á þremur árum mætir Maribor íslensku liði í forkeppni Meistaradeildar Evrópu. Valur tekur á móti Maribor í fyrri leik liðanna í 1. umferð forkeppninnar í kvöld. Seinni leikurinn fer fram í Maribor í Slóveníu eftir viku. Árið 2017 mætti Maribor FH í 2. umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. Slóvenska liðið vann báða leikina 1-0 og fór svo alla leið í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Brasilíumaðurinn Marco Tavares skoraði í báðum leikjunum gegn FH fyrir tveimur árum. Hann er enn í fullu fjöri þrátt fyrir að vera orðinn 35 ára. Tavares hefur leikið með Maribor síðan 2008 og verið fyrirliði liðsins síðan 2009. Hann er leikja- og markahæstur í sögu félagsins og markahæstur í sögu slóvensku úrvalsdeildarinnar. Tavares hefur átta sinnum orðið slóvenskur meistari með Maribor og fjórum sinnum bikarmeistari. Þá hefur hann átt stóran þátt í þeim góða árangri sem liðið hefur náð í Evrópukeppnum á undanförnum árum. Frá 2011 hefur Maribor tvisvar sinnum komist í riðlakeppni Meistaradeildarinnar og tvisvar sinnum í riðlakeppni Evrópudeildarinnar. Tavares hefur tvisvar sinnum verið valinn besti leikmaður slóvensku deildarinnar og þrisvar sinnum verið markakóngur hennar.Tavares í skallaeinvígi við Kristján Flóka Finnbogason í leik FH og Maribor fyrir tveimur árum.vísir/andri marinóMeðal annarra sterkra leikmanna hjá Maribor má nefna Luka Zahović, markakóng slóvensku deildarinnar undanfarin tvö ár. Zahović er sonur Zlatkos Zahović sem er yfirmaður knattspyrnumála hjá Maribor. Zlatko Zahović var frábær leikmaður á sínum tíma, átti sín bestu ár í portúgölsku deildinni og átti stærstan þátt í því Slóvenía komst á EM 2000 og HM 2002. Zahović eldri er markahæstur í sögu slóvenska landsliðsins með 35 mörk. Þrjú þeirra komu á EM 2000. Hann var hins vegar sendur heim af HM 2002 eftir að hafa móðgað landsliðsþjálfarann, Srečko Katanec. Leikur Vals og Maribor hefst klukkan 20:00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Þá verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fyrirliði Vals segir að íslenskt lið muni komast í Meistaradeildina Fyrirliði Valsmanna er kokhraustur fyrir komandi einvígi gegn Slóvenunum í Maribor. 10. júlí 2019 07:00 FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. 26. júlí 2017 20:00 Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik Maribor er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir 0-1 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Slóvenarnir unnu báða leikina 1-0. 2. ágúst 2017 20:45 Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Guardiola allur útklóraður eftir leik Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Fleiri fréttir „Gefur enga mynd af því sem við erum að fara að ganga í gegnum“ Amma Bellinghams fór ekki út úr húsi á meðan EM stóð Svarar Gabriel eftir að hann stal fagninu hans Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira
Fyrirliði Vals segir að íslenskt lið muni komast í Meistaradeildina Fyrirliði Valsmanna er kokhraustur fyrir komandi einvígi gegn Slóvenunum í Maribor. 10. júlí 2019 07:00
FH-ingar töpuðu með minnsta mun út í Slóveníu Íslandsmeistarar FH töpuðu í kvöld fyrri leik sínum á móti slóvenska liðinu NK Maribor í þriðju umferð forkeppni Meistaradeildarinnar. 26. júlí 2017 20:00
Umfjöllun og viðtöl: FH - Maribor 0-1 | Bitlausir FH-ingar úr leik Maribor er komið áfram í umspil um sæti í Evrópudeildinni eftir 0-1 sigur á FH í Kaplakrika í kvöld. Slóvenarnir unnu báða leikina 1-0. 2. ágúst 2017 20:45