Hætta af glæfraakstri ökuþóra í Norðurfirði Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 10. júlí 2019 06:30 Elín Agla Briem. Fréttablaðið/Stefán Karlsson „Það varð slys þarna í maí þegar það var keyrt á hvolp hérna af bíl sem keyrði mjög hratt og hraðaksturinn var ástæða slyssins,“ segir Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi og hafnarstjóri í Norðurfirði. Hún lagði nýlega fyrir bréf til umræðu á hreppsnefndarfundi í Árneshreppi, þar sem hún gagnrýndi ökuhraða á hafnar- og verslunarsvæðinu í Norðurfirði. „Það er þarna þrjátíu kílómetra hámarkshraði en fólk er að keyra á 60-70 kílómetra hraða. Ég er með barn hérna og það er hér fullt af börnum yfir sumartímann, þetta er bara mikil slysahætta svo ég benti sveitarstjórninni á þetta,“ segir Elín Agla. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir að vel hafi verið tekið í erindi Elínar Öglu og bætir við að hún hafi sjálf gengið beint í málið. „Ég sendi Vegagerðinni bréf strax í kjölfarið á bréfinu frá Elínu Öglu og við erum komin með svör og viðbrögð frá Vegagerðinni varðandi þetta. Því miður gengur þetta oft aðeins hægar en maður myndi vilja en svoleiðis er það, en þetta verður að laga,“ segir Eva. „Það eru allir sammála um þetta, það er öllum umhugað um öryggi og það að koma í veg fyrir svona slysahættu,“ segir Elín Agla, en ekki hefur ríkt mikil samstaða á milli Elínar og Evu í tengslum við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á svæðinu. Svör Vegagerðarinnar verða kynnt á hreppsnefndarfundi í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengust jákvæð viðbrögð við erindinu og hyggst Vegagerðin senda fulltrúa á svæðið til þess að kanna aðstæður og bregðast við. „Þar til það gerist þurfum við sjálf að grípa til aðgerða. Ástandið á Djúpavík er svipað og hér, þar er líka keyrt allt of hratt. Í fyrra var talan þrjátíu máluð á götuna þar en það entist ekki lengi. Slíkt hið sama verður líklega gert hér,“ segir Eva. Aðspurð hvað líklegast væri til árangurs segir Eva að hraðahindranir bæði í Norðurfirði og á Djúpavík myndu hægja á umferð. „Það verður bara að laga þetta, við erum alveg heit fyrir því að þetta verði tekið í gegn. Það er ekki hægt að leika rúllettu með líf fólks hérna í kringum okkur.“ Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
„Það varð slys þarna í maí þegar það var keyrt á hvolp hérna af bíl sem keyrði mjög hratt og hraðaksturinn var ástæða slyssins,“ segir Elín Agla Briem, þjóðmenningarbóndi og hafnarstjóri í Norðurfirði. Hún lagði nýlega fyrir bréf til umræðu á hreppsnefndarfundi í Árneshreppi, þar sem hún gagnrýndi ökuhraða á hafnar- og verslunarsvæðinu í Norðurfirði. „Það er þarna þrjátíu kílómetra hámarkshraði en fólk er að keyra á 60-70 kílómetra hraða. Ég er með barn hérna og það er hér fullt af börnum yfir sumartímann, þetta er bara mikil slysahætta svo ég benti sveitarstjórninni á þetta,“ segir Elín Agla. Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps, segir að vel hafi verið tekið í erindi Elínar Öglu og bætir við að hún hafi sjálf gengið beint í málið. „Ég sendi Vegagerðinni bréf strax í kjölfarið á bréfinu frá Elínu Öglu og við erum komin með svör og viðbrögð frá Vegagerðinni varðandi þetta. Því miður gengur þetta oft aðeins hægar en maður myndi vilja en svoleiðis er það, en þetta verður að laga,“ segir Eva. „Það eru allir sammála um þetta, það er öllum umhugað um öryggi og það að koma í veg fyrir svona slysahættu,“ segir Elín Agla, en ekki hefur ríkt mikil samstaða á milli Elínar og Evu í tengslum við fyrirhugaðar virkjanaframkvæmdir á svæðinu. Svör Vegagerðarinnar verða kynnt á hreppsnefndarfundi í dag en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fengust jákvæð viðbrögð við erindinu og hyggst Vegagerðin senda fulltrúa á svæðið til þess að kanna aðstæður og bregðast við. „Þar til það gerist þurfum við sjálf að grípa til aðgerða. Ástandið á Djúpavík er svipað og hér, þar er líka keyrt allt of hratt. Í fyrra var talan þrjátíu máluð á götuna þar en það entist ekki lengi. Slíkt hið sama verður líklega gert hér,“ segir Eva. Aðspurð hvað líklegast væri til árangurs segir Eva að hraðahindranir bæði í Norðurfirði og á Djúpavík myndu hægja á umferð. „Það verður bara að laga þetta, við erum alveg heit fyrir því að þetta verði tekið í gegn. Það er ekki hægt að leika rúllettu með líf fólks hérna í kringum okkur.“
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira