Vinnustöðvun blaðamanna breytir ekki afstöðu SA Kjartan Kjartansson skrifar 30. október 2019 19:52 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA. Vísir/vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vinnustöðvanir sem félagar í Blaðamannafélagi Íslands samþykktu í dag breyti engu um að kröfur blaðamanna séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum svonefndu. Hann segir SA ekki geta teflt þeim í tvísýnu. Afgerandi meirihluti þeirra félagsmanna Blaðamannafélags Íslands (BÍ) sem greiddu atkvæði í dag samþykktu vinnustöðvanir fjóra daga í nóvember. Vinnustöðvanirnar ná til blaða-, frétta- og myndatökumanna hjá Árvakri, Sýn, RÚV og Torgi sem halda úti stærstu fjölmiðlum landsins. Í samtali við Vísi segir Halldór Benjamín að vinnustöðvanirnar breyti engu um að kröfur BÍ séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum við um 95% launafólks á almennum vinnumarkaði fyrr á þessu ári. „Sú launastefna sem birtist í lífskjarasamningum markar launastefnu Samtakanna atvinnulífsins og þessi niðurstaða breytir því í engu,“ segir Halldór Benjamín. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, sagði við Stöð 2 í gærkvöldi að kjör blaðamanna væru hörmuleg og að kröfugerð félagsins væri vel innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra. Halldór Benjamín hafnar þeirri túlkun Hjálmars með öllu. „Ef að sú fullyrðing formanns Blaðamannafélagsins væri á rökum reist væri hann búinn að undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sagt að kröfugerð félagsins gangi ekki lengra en samið hefur verið um við aðra.Vísir/VilhelmGeta ekki teflt lífskjarasamningum í hættu Deila Blaðamannafélagsins og SA er á borði ríkissáttasemjara og segist Halldór Benjamín búast við að boðað verði til fundar öðru hvoru megin við helgina. Verkefnið nú sé að ná samningum og hann sé bjartsýnn að eðlisfari. „Lína Samtaka atvinnulífsins er alveg skýr og hún hefur verið samþykkt, ekki bara af atvinnurekendum heldur af meginþorra alls launafólks á Íslandi. Þeim árangri getum við eðli málsins samkvæmt ekki teflt í tvísýnu með samningum sem sprengja þann ramma,“ segir Halldór Benjamín. Að óbreyttu fara blaða- og myndatökumenn netmiðlanna í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10:00 til 14:00, í átta tíma frá 10:00 til 18:00 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar. Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00 Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir að vinnustöðvanir sem félagar í Blaðamannafélagi Íslands samþykktu í dag breyti engu um að kröfur blaðamanna séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum svonefndu. Hann segir SA ekki geta teflt þeim í tvísýnu. Afgerandi meirihluti þeirra félagsmanna Blaðamannafélags Íslands (BÍ) sem greiddu atkvæði í dag samþykktu vinnustöðvanir fjóra daga í nóvember. Vinnustöðvanirnar ná til blaða-, frétta- og myndatökumanna hjá Árvakri, Sýn, RÚV og Torgi sem halda úti stærstu fjölmiðlum landsins. Í samtali við Vísi segir Halldór Benjamín að vinnustöðvanirnar breyti engu um að kröfur BÍ séu umfram það sem samið var um í lífskjarasamningunum við um 95% launafólks á almennum vinnumarkaði fyrr á þessu ári. „Sú launastefna sem birtist í lífskjarasamningum markar launastefnu Samtakanna atvinnulífsins og þessi niðurstaða breytir því í engu,“ segir Halldór Benjamín. Hjálmar Jónsson, formaður BÍ, sagði við Stöð 2 í gærkvöldi að kjör blaðamanna væru hörmuleg og að kröfugerð félagsins væri vel innan þeirra marka sem samið hafi verið um við aðra. Halldór Benjamín hafnar þeirri túlkun Hjálmars með öllu. „Ef að sú fullyrðing formanns Blaðamannafélagsins væri á rökum reist væri hann búinn að undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins,“ segir hann.Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur sagt að kröfugerð félagsins gangi ekki lengra en samið hefur verið um við aðra.Vísir/VilhelmGeta ekki teflt lífskjarasamningum í hættu Deila Blaðamannafélagsins og SA er á borði ríkissáttasemjara og segist Halldór Benjamín búast við að boðað verði til fundar öðru hvoru megin við helgina. Verkefnið nú sé að ná samningum og hann sé bjartsýnn að eðlisfari. „Lína Samtaka atvinnulífsins er alveg skýr og hún hefur verið samþykkt, ekki bara af atvinnurekendum heldur af meginþorra alls launafólks á Íslandi. Þeim árangri getum við eðli málsins samkvæmt ekki teflt í tvísýnu með samningum sem sprengja þann ramma,“ segir Halldór Benjamín. Að óbreyttu fara blaða- og myndatökumenn netmiðlanna í fjögurra tíma verkfall föstudaginn 8. nóvember frá klukkan 10:00 til 14:00, í átta tíma frá 10:00 til 18:00 15. nóvember og í tólf klukkustundir fimmtudaginn 22. nóvember. Hafi enn ekki náðst samningar fimmtudaginn 28. nóvember leggja blaðamenn á prentútgáfum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins niður störf í einn dag og nær sú vinnustöðvun einnig til ljósmyndara og tökumanna á þessum miðlum.Blaðamenn Vísis eru flestir félagar í Blaðamannafélagi Íslands, þar á meðal sá sem þetta skrifar.
Fjölmiðlar Kjaramál Verkföll 2019 Tengdar fréttir Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08 Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00 Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Blaðamenn greiða atkvæði um verkfallsaðgerðir Blaða- og fréttamenn og myndatökumenn á fjölmiðlum sem eiga aðild að Samtökum atvinnulífsins greiða atkvæði á morgun um boðun verkfalla sem hefjast hinn 8. nóvember hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. 29. október 2019 12:08
Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00
Mikill meirihluti blaðamanna samþykkti verkfallsaðgerðir Félagar í Blaðamannafélagi Íslands sem vinna hjá miðlum Árvakurs, Ríkisútvarpsins, Sýnar og Torgs samþykktu boðun verkfallsaðgerða í dag með 83,2 prósenta atkvæða 30. október 2019 19:30