Eggert Gunnþór og Ísak Óli fastir á brú á leið í leik gegn Bröndby Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. október 2019 14:54 Eggert Gunnþór Jónsson. Getty/Lars Ronbog Tveir íslenskir knattspyrnumenn og liðsfélagar þeirra lentu í óvæntu ævintýri á leið sinni í bikarleik í Kaupmannahöfn. Íslensku knattspyrnumennirnir Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson eru leikmenn danska liðsins SönderjyskE og áttu að mæta Bröndby í bikarnum í dag klukkan 18.00 að staðartíma. Nú er ljóst að leikurinn hefst ekki á þeim tíma. Leikur Bröndby og SönderjyskE er í sextán liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar en íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson spilar einmitt með Bröndby liðinu. Liðsrúta SönderjyskE liðsins er föst á Stórabeltisbrúin, en það þurfti að loka henni vegna slyss. Fjölmiðlafulltrúi félagsins segir að þeir viti ekkert um framhaldið nema að þeir komist ekki yfir brúna. Stórabeltisbrúin er vegtenging milli dönsku eyjanna Sjálands og Fjóns yfir Stórabelti með viðkomu á smáeyjunni Sprogö. Samkvæmt frétt á bold.dk þá verður brúin lokuð til að minnsta kosti 17.00 og þá á rútan eftir að keyra tæplega tveggja klukkutíma leið til Kaupmannahafnar. Rútan var búin að keyra yfir Litlabeltisbrúin, milli Jótlands og Fjóns, og hún var síðan búin að keyra yfir Fjón. Rútan komst ekki lengra en á miðja Stórabeltisbrúna. Það á að taka SönderjyskE liðið um þrjá klukkutíma að fara þessa leið en það er ljóst að þeir verða mun lengur á leiðinni. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa SönderjyskE þá er áfram stefnan sett að spila leikinn í dag en þá þarf rútan líka að fara að komast sem fyrst af stað. Það er ljóst að leikurinn mun ekki hefjast klukkan 23.00 í kvöld. Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira
Tveir íslenskir knattspyrnumenn og liðsfélagar þeirra lentu í óvæntu ævintýri á leið sinni í bikarleik í Kaupmannahöfn. Íslensku knattspyrnumennirnir Eggert Gunnþór Jónsson og Ísak Óli Ólafsson eru leikmenn danska liðsins SönderjyskE og áttu að mæta Bröndby í bikarnum í dag klukkan 18.00 að staðartíma. Nú er ljóst að leikurinn hefst ekki á þeim tíma. Leikur Bröndby og SönderjyskE er í sextán liða úrslitum dönsku bikarkeppninnar en íslenski landsliðsmaðurinn Hjörtur Hermannsson spilar einmitt með Bröndby liðinu. Liðsrúta SönderjyskE liðsins er föst á Stórabeltisbrúin, en það þurfti að loka henni vegna slyss. Fjölmiðlafulltrúi félagsins segir að þeir viti ekkert um framhaldið nema að þeir komist ekki yfir brúna. Stórabeltisbrúin er vegtenging milli dönsku eyjanna Sjálands og Fjóns yfir Stórabelti með viðkomu á smáeyjunni Sprogö. Samkvæmt frétt á bold.dk þá verður brúin lokuð til að minnsta kosti 17.00 og þá á rútan eftir að keyra tæplega tveggja klukkutíma leið til Kaupmannahafnar. Rútan var búin að keyra yfir Litlabeltisbrúin, milli Jótlands og Fjóns, og hún var síðan búin að keyra yfir Fjón. Rútan komst ekki lengra en á miðja Stórabeltisbrúna. Það á að taka SönderjyskE liðið um þrjá klukkutíma að fara þessa leið en það er ljóst að þeir verða mun lengur á leiðinni. Samkvæmt fjölmiðlafulltrúa SönderjyskE þá er áfram stefnan sett að spila leikinn í dag en þá þarf rútan líka að fara að komast sem fyrst af stað. Það er ljóst að leikurinn mun ekki hefjast klukkan 23.00 í kvöld.
Danski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Sjá meira