Rannsaka breska samverkakonu Epstein og fleiri Kjartan Kjartansson skrifar 27. desember 2019 11:57 Ghislaine Maxwell vann lengi fyrir Epstein. Hún hefur verið sökuð um að hafa fundið stúlkur sem hann seldi síðan mansali og misnotaði. Vísir/Getty Bandaríska alríkislögreglan FBI er nú sögð rannsaka Ghislaine Maxwell, breska samverkakonu Jeffrey Epstein, bandarísks auðkýfings sem sakaður var um misnota og selja fjölda stúlkna mansali. Rannsóknin er sögð beinast að einstaklingum sem gætu hafa liðkað fyrir brotum Epstein. Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi í New York í sumar eftir að hann var handtekinn og ákærður fyrir mansal. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að þrátt fyrir að Maxwell, sem vann lengi fyrir Epstein, sæti nú rannsókn þá sé hún ekki sökuð um glæp að svo stöddu. Þá er alríkislögreglan sögð fylgja eftir fjölda ábendinga sem hún fékk frá konum sem höfðu samband við símalínu sem var opnuð eftir að Epstein var handtekinn í júlí. Ekki kemur fram hverjir fleiri eru til rannsóknar en heimildarmenn Reuters segja að FBI hafi engin áform um að taka skýrslu af Andrési prins af Bretlandi. Rannsóknin beinist að þeim sem gerðu Epstein kleift að fremja brot sín og Andrés falli ekki undir þá skilgreiningu. Giuffre segir að hún hafi verið sautján ára gömul þegar Epstein þvingaði hana til samræðis við Andrés prins.AP/Michel Euler Virginia Giuffre fullyrðir að Epstein hafi þvingað sig til að undirgangast misnotkun Andrésar prins og annarra vina hans. Maxwell hefur sakað Giuffre um lygar. Í einkamáli vegna meiðyrða sem Giuffre höfðaði gegn Maxwell vegna þess fullyrti sú fyrrnefnda að Maxwell hefði komið henni í kynni við Epstein á sínum tíma. Andrés prins hefur hafnað allri sök. Hann lét engu að síður af opinberum embættisathöfnum í nóvember í ljósi vináttu hans við Epstein sem hann viðurkenndi að hafi byggst á „slæmri dómgreind“. Heimildarmenn Reuters útiloka ekki að FBI gæti reynt að ná tali af Andrési síðar. Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Biður breskan almenning um að standa með sér Í viðtali sem sýnt verður á BBC í kvöld tjáir Virginia Giuffre sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla 2. desember 2019 19:14 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Bandaríska alríkislögreglan FBI er nú sögð rannsaka Ghislaine Maxwell, breska samverkakonu Jeffrey Epstein, bandarísks auðkýfings sem sakaður var um misnota og selja fjölda stúlkna mansali. Rannsóknin er sögð beinast að einstaklingum sem gætu hafa liðkað fyrir brotum Epstein. Epstein framdi sjálfsvíg í fangelsi í New York í sumar eftir að hann var handtekinn og ákærður fyrir mansal. Reuters-fréttastofan hefur eftir heimildum sínum að þrátt fyrir að Maxwell, sem vann lengi fyrir Epstein, sæti nú rannsókn þá sé hún ekki sökuð um glæp að svo stöddu. Þá er alríkislögreglan sögð fylgja eftir fjölda ábendinga sem hún fékk frá konum sem höfðu samband við símalínu sem var opnuð eftir að Epstein var handtekinn í júlí. Ekki kemur fram hverjir fleiri eru til rannsóknar en heimildarmenn Reuters segja að FBI hafi engin áform um að taka skýrslu af Andrési prins af Bretlandi. Rannsóknin beinist að þeim sem gerðu Epstein kleift að fremja brot sín og Andrés falli ekki undir þá skilgreiningu. Giuffre segir að hún hafi verið sautján ára gömul þegar Epstein þvingaði hana til samræðis við Andrés prins.AP/Michel Euler Virginia Giuffre fullyrðir að Epstein hafi þvingað sig til að undirgangast misnotkun Andrésar prins og annarra vina hans. Maxwell hefur sakað Giuffre um lygar. Í einkamáli vegna meiðyrða sem Giuffre höfðaði gegn Maxwell vegna þess fullyrti sú fyrrnefnda að Maxwell hefði komið henni í kynni við Epstein á sínum tíma. Andrés prins hefur hafnað allri sök. Hann lét engu að síður af opinberum embættisathöfnum í nóvember í ljósi vináttu hans við Epstein sem hann viðurkenndi að hafi byggst á „slæmri dómgreind“. Heimildarmenn Reuters útiloka ekki að FBI gæti reynt að ná tali af Andrési síðar.
Bandaríkin Bretland Mál Jeffrey Epstein Mál Andrésar prins Tengdar fréttir Biður breskan almenning um að standa með sér Í viðtali sem sýnt verður á BBC í kvöld tjáir Virginia Giuffre sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla 2. desember 2019 19:14 Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56 Mest lesið „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Innlent Kynna hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október Sjá meira
Biður breskan almenning um að standa með sér Í viðtali sem sýnt verður á BBC í kvöld tjáir Virginia Giuffre sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla 2. desember 2019 19:14
Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, sagði sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. 1. desember 2019 22:56