Íbúar Okinawa segja líka „þetta reddast“ Ari Brynjólfsson skrifar 30. október 2019 07:00 Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu, segir awamori hafa fengið góðar viðtökur hér og hugar nú að öðrum Evrópulöndum. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Fjöldi og samsetning ferðamanna, menningin og fjöldi góðra veitingastaða gerir það að verkum að Ísland er fullkominn staður til að prófa vöru sem hefur aldrei komið fyrir augu Vesturlandabúa,“ segir Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu 1429. Undanfarið hefur hann, með hjálp Einars Arnar Sigurdórssonar hjá nýsköpunarfyrirtækinu Quiver, unnið að því að koma awamori á markað í Evrópu, og var fyrsta skrefið að flytja það inn til Íslands. Um er að ræða hrísgrjónabrennivín frá japönsku eldfjallaeyjunni Okinawa. Er það nú selt á nokkrum veitingastöðum í Reykjavík og hafa barþjónar verið fengnir til að útbúa kokteila úr þessu framandi hráefni. „Það sem gerir þetta spennandi er að þetta er ekki nýr vodki eða nýtt gin, þetta er glænýtt hráefni,“ segir Einar Örn. Það má segja að awamori sé eins og eimað sake. Það er erfitt að útskýra bragðið, það er sætt, með dálitlum keim af sveppum og hnetum. „Þetta er elsti eimaði drykkur í Japan, með 600 ára sögu,“ segir Hiroumi. Þess má geta að á öldum áður var það hlutverk karate-meistara að gæta framleiðslunnar. Awamori hefur aldrei áður verið markaðssett utan Asíu. Það þurfti því að byrja á ákveðnum byrjunarreit. „Það þarf að hanna sérstaka flösku, eitthvað einkennandi. Svo að finna nafn sem Vesturlandabúar skilja og einhvers konar markaðssetningu til að fá fólk til að smakka,“ segir Hiroumi. Hefur Einar Örn stýrt þeirri vinnu. Nafnið vísar til konungdæmisins á Okinawa þegar awamori var fyrst eimað og ártalið til sameiningar eyjunnar. Einar Örn er einnig að vinna að fleiri verkefnum tengdum Okinawa. Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingur er fenginn í slík verkefni. „Það var í raun bara tengslanetið sem skilaði mér þangað. Nú er ég að vinna með ferðamálaráði eyjunnar að markaðssetningu,“ segir Einar Örn. Okinawa er rúmlega einn þriðji af stærð Íslands með um tvær milljónir íbúa. „Það er mjög gefandi að vinna með Japönum. Þeir vanda sig mjög vel og hugsa hlutina langt inn í framtíðina, þetta er allt önnur hugsun en á Íslandi og í Bandaríkjunum.“ Einar Örn segir þá eiga þó sameiginleg einkenni með öðrum eyjarskeggjum. „Íbúar Okinawa eiga sérstakt orðatiltæki sem er ekki hægt að þýða öðruvísi en „þetta reddast“.“ Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Fjöldi og samsetning ferðamanna, menningin og fjöldi góðra veitingastaða gerir það að verkum að Ísland er fullkominn staður til að prófa vöru sem hefur aldrei komið fyrir augu Vesturlandabúa,“ segir Hiroumi Keimatsu, forstjóri Ruyukyu 1429. Undanfarið hefur hann, með hjálp Einars Arnar Sigurdórssonar hjá nýsköpunarfyrirtækinu Quiver, unnið að því að koma awamori á markað í Evrópu, og var fyrsta skrefið að flytja það inn til Íslands. Um er að ræða hrísgrjónabrennivín frá japönsku eldfjallaeyjunni Okinawa. Er það nú selt á nokkrum veitingastöðum í Reykjavík og hafa barþjónar verið fengnir til að útbúa kokteila úr þessu framandi hráefni. „Það sem gerir þetta spennandi er að þetta er ekki nýr vodki eða nýtt gin, þetta er glænýtt hráefni,“ segir Einar Örn. Það má segja að awamori sé eins og eimað sake. Það er erfitt að útskýra bragðið, það er sætt, með dálitlum keim af sveppum og hnetum. „Þetta er elsti eimaði drykkur í Japan, með 600 ára sögu,“ segir Hiroumi. Þess má geta að á öldum áður var það hlutverk karate-meistara að gæta framleiðslunnar. Awamori hefur aldrei áður verið markaðssett utan Asíu. Það þurfti því að byrja á ákveðnum byrjunarreit. „Það þarf að hanna sérstaka flösku, eitthvað einkennandi. Svo að finna nafn sem Vesturlandabúar skilja og einhvers konar markaðssetningu til að fá fólk til að smakka,“ segir Hiroumi. Hefur Einar Örn stýrt þeirri vinnu. Nafnið vísar til konungdæmisins á Okinawa þegar awamori var fyrst eimað og ártalið til sameiningar eyjunnar. Einar Örn er einnig að vinna að fleiri verkefnum tengdum Okinawa. Það er ekki á hverjum degi sem Íslendingur er fenginn í slík verkefni. „Það var í raun bara tengslanetið sem skilaði mér þangað. Nú er ég að vinna með ferðamálaráði eyjunnar að markaðssetningu,“ segir Einar Örn. Okinawa er rúmlega einn þriðji af stærð Íslands með um tvær milljónir íbúa. „Það er mjög gefandi að vinna með Japönum. Þeir vanda sig mjög vel og hugsa hlutina langt inn í framtíðina, þetta er allt önnur hugsun en á Íslandi og í Bandaríkjunum.“ Einar Örn segir þá eiga þó sameiginleg einkenni með öðrum eyjarskeggjum. „Íbúar Okinawa eiga sérstakt orðatiltæki sem er ekki hægt að þýða öðruvísi en „þetta reddast“.“
Birtist í Fréttablaðinu Nýsköpun Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira