Aduriz kom inn á sem varamaður á 88. mínútu. Aðeins mínútu síðar klippti hann boltann glæsilega í netið eftir fyrirgjöf frá Ander Capa. Þetta var fyrsta snerting Aduriz eftir að hann kom inn á. Markið má sjá hér fyrir neðan.
Lionel Messi var ekki með Barcelona í kvöld og Luis Suárez fór meiddur af velli á 37. mínútu. Skömmu áður hafði hann átt skot í stöngina. Rafinha kom inn á fyrir Suárez og hann átti skot í slá á 44. mínútu.
Baskarnir fengu einnig sín færi í fyrri hálfleik en Marc-André ter Stegen varði tvisvar vel í marki gestanna.
Fátt markvert gerðist í seinni hálfleik þangað til Aduriz skoraði markið glæsilega.
Antoine Griezmann og Frenkie de Jong léku báðir sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona í kvöld.
Baskarnir fengu einnig sín færi í fyrri hálfleik en Marc-André ter Stegen varði tvisvar vel í marki gestanna.
Fátt markvert gerðist í seinni hálfleik þangað til Aduriz skoraði markið glæsilega.
Antoine Griezmann og Frenkie de Jong léku báðir sinn fyrsta deildarleik fyrir Barcelona í kvöld.