Tlaib segir að hún geti ekki hundsað kúgunina sem verið sé að beita í Ísrael.
Henni hafði verið bannað að ferðast til Ísrael í opinberum erindagjörðum en hún hefur opinberlega gagnrýnt stefnu ísraelskra stjórnvalda gagnvart Palestínumönnum. Þá tilkynntu yfirvöld Ísrael í dag að hún fengi að ferðast til landsins í persónulegum tilgangi ef hún samþykkti að hvetja ekki til sniðgöngu á Ísrael á meðan hún væri í landinu.

Sjá einnig: Ísraelar snúa við ákvörðun um aðra þingkonuna
Þingkonurnar tvær hugðust heimsækja Vesturbakkann á sunnudag en ísraelsk stjórnvöld tilkynntu í gær að þær fengju ekki að koma og vísuðu til stuðnings þeirra við sniðgöngu á Ísrael vegna hernámsins á landsvæðum Palestínumanna.