Sýndu stuðning í verki - vertu Regnbogavinur! Daníel E. Arnarsson skrifar 16. ágúst 2019 16:04 Nú standa Hinsegin dagar yfir og fagnar hátíðin tuttugu ára afmæli í ár. Fyrsta hátíðin var haldin árið 1999 í fámenni á Ingólfstorgi og ári síðar fór fyrsta gleðigangan niður Laugarveg, en í dag er þessi hátíð stærsta og fjölmennasta hátíð landsins. Hinsegin dagar hafa engan launaðan starfsmann og er öll hátíðin drifin áfram af sjálfboðaliðum, en það virðist vera ákveðið leiðarstef þegar kemur að baráttu hinsegin fólks að öll vinna sé unnin ókeypis eða fyrir nánast ekkert. Samtökin ’78 voru stofnuð árið 1978 og eru því orðin 41 árs. Samtökin starfa allt árið um kring og eru markmið þeirra og stefna enn þau sömu og við stofnun, að hinsegin fólk njóti fullra félagslegra og lagalegra réttinda og sé sýnilegt í íslensku samfélagi. Samtökin ’78 hafa verið rekin af sjálfboðaliðum nær alla tíð og opinberu fé var ekki að skipta fyrr en fyrir um áratug. Af þessum sökum var lítið svigrúm til þeirra uppbyggingar sem nauðsynleg er félaga- og mannréttindasamtökum á borð við Samtökin ’78. Í dag eru starfsmenn Samtakanna þrír auk sjö ráðgjafa í verktakavinnu. Í samvinnu við Reykjarvíkurborg reka Samtökin einnig félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Þó margt hafi áunnist á undanförnum áratug eru enn mörg verkefni sem vinna þarf í sjálfboðavinnu. Það sem fjármagnað er að hluta með samningum er ráðgjöf til hinsegin fólks, fræðsla til skóla og opinberra stofnanna og hluti starfs félagsmiðstöðvarinnar. Það sem Samtökin þurfa sjálf að fjármagna eru mörg og mikilvæg verkefni, og í raun mun fleiri en samtökin geta nú sinnt. Þau verkefni sem eru vanfjármögnuð eða aðeins fjármögnuð að litlum hluta eru ærin og mörg. Þar má nefna þróun hinsegin vinnustaðastuðuls fyrir fyrirtæki, fræðslustarfsemi innan lögreglunnar, ráðgjöf til hinsegin fólks sem leitar að alþjóðlegri vernd, útgáfa fræðsluefnis og myndefnis, þýðingar á erlendu efni, ráðgjöf í ættleiðingarmálum, lögfræðiráðgjöf, þróun alþjóðastefnu, fjölgun ráðgjafahópa og kynheilbrigðismál. Við viljum efla rannsóknir á stöðu hinsegin fólks, efla listir og menningu hinsegin fólks, skrá og gefa út sögu Samtakanna og hinsegin fólks á Íslandi, styrkja alþjóðastarf og þá sérstaklega við norðurlöndin. Auk alls þessa er allt viðhald húsnæðis og rekstur þess, rekstur félagsheimilis, og fleira, og fleira. Verkefni Samtakanna eru fjölbreytt og oft viðkvæm, því þarf að standa rétt og faglega að verki svo Samtökin geti fjárfest til framtíðar. Það fé sem kemur inn frá hinu opinbera eru bara dropi í hinsegin hafið. Í þessari viku opnuðu Samtökin fyrir skráningar Regnbogavina. Regnbogavinir eru þau sem skrá sig sem mánaðarlegir styrktaraðilar og styrkja þannig Samtökin allt árið um kring. Það er félagasamtökum eins og Samtökunum ‘78 mikilvægt að vera fjárhagslega sjálfstæð og að þurfa ekki einungis að reiða sig á opinbert fé sem bundið er í þjónustusamninga. Það hefur aldrei verið jafneinfalt að styrkja starf Samtakanna ‘78. Allar upplýsingar má finna á forsíðu www.samtokin78.isSýndu stuðning í verki. Vertu Regnbogavinur.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna '78. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Daníel E. Arnarsson Hinsegin Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
Nú standa Hinsegin dagar yfir og fagnar hátíðin tuttugu ára afmæli í ár. Fyrsta hátíðin var haldin árið 1999 í fámenni á Ingólfstorgi og ári síðar fór fyrsta gleðigangan niður Laugarveg, en í dag er þessi hátíð stærsta og fjölmennasta hátíð landsins. Hinsegin dagar hafa engan launaðan starfsmann og er öll hátíðin drifin áfram af sjálfboðaliðum, en það virðist vera ákveðið leiðarstef þegar kemur að baráttu hinsegin fólks að öll vinna sé unnin ókeypis eða fyrir nánast ekkert. Samtökin ’78 voru stofnuð árið 1978 og eru því orðin 41 árs. Samtökin starfa allt árið um kring og eru markmið þeirra og stefna enn þau sömu og við stofnun, að hinsegin fólk njóti fullra félagslegra og lagalegra réttinda og sé sýnilegt í íslensku samfélagi. Samtökin ’78 hafa verið rekin af sjálfboðaliðum nær alla tíð og opinberu fé var ekki að skipta fyrr en fyrir um áratug. Af þessum sökum var lítið svigrúm til þeirra uppbyggingar sem nauðsynleg er félaga- og mannréttindasamtökum á borð við Samtökin ’78. Í dag eru starfsmenn Samtakanna þrír auk sjö ráðgjafa í verktakavinnu. Í samvinnu við Reykjarvíkurborg reka Samtökin einnig félagsmiðstöð fyrir ungmenni. Þó margt hafi áunnist á undanförnum áratug eru enn mörg verkefni sem vinna þarf í sjálfboðavinnu. Það sem fjármagnað er að hluta með samningum er ráðgjöf til hinsegin fólks, fræðsla til skóla og opinberra stofnanna og hluti starfs félagsmiðstöðvarinnar. Það sem Samtökin þurfa sjálf að fjármagna eru mörg og mikilvæg verkefni, og í raun mun fleiri en samtökin geta nú sinnt. Þau verkefni sem eru vanfjármögnuð eða aðeins fjármögnuð að litlum hluta eru ærin og mörg. Þar má nefna þróun hinsegin vinnustaðastuðuls fyrir fyrirtæki, fræðslustarfsemi innan lögreglunnar, ráðgjöf til hinsegin fólks sem leitar að alþjóðlegri vernd, útgáfa fræðsluefnis og myndefnis, þýðingar á erlendu efni, ráðgjöf í ættleiðingarmálum, lögfræðiráðgjöf, þróun alþjóðastefnu, fjölgun ráðgjafahópa og kynheilbrigðismál. Við viljum efla rannsóknir á stöðu hinsegin fólks, efla listir og menningu hinsegin fólks, skrá og gefa út sögu Samtakanna og hinsegin fólks á Íslandi, styrkja alþjóðastarf og þá sérstaklega við norðurlöndin. Auk alls þessa er allt viðhald húsnæðis og rekstur þess, rekstur félagsheimilis, og fleira, og fleira. Verkefni Samtakanna eru fjölbreytt og oft viðkvæm, því þarf að standa rétt og faglega að verki svo Samtökin geti fjárfest til framtíðar. Það fé sem kemur inn frá hinu opinbera eru bara dropi í hinsegin hafið. Í þessari viku opnuðu Samtökin fyrir skráningar Regnbogavina. Regnbogavinir eru þau sem skrá sig sem mánaðarlegir styrktaraðilar og styrkja þannig Samtökin allt árið um kring. Það er félagasamtökum eins og Samtökunum ‘78 mikilvægt að vera fjárhagslega sjálfstæð og að þurfa ekki einungis að reiða sig á opinbert fé sem bundið er í þjónustusamninga. Það hefur aldrei verið jafneinfalt að styrkja starf Samtakanna ‘78. Allar upplýsingar má finna á forsíðu www.samtokin78.isSýndu stuðning í verki. Vertu Regnbogavinur.Höfundur er framkvæmdastjóri Samtakanna '78.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar