„Það stóðu öll spjót á mér“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 16. ágúst 2019 14:57 Arnar Þór Jónsson héraðsdómari Vísir/ÞÞ Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. Arnar Þór hefur lýst efasemdum um hvort skynsamlegt sé að innleiða eigi þriðja orkupakkann. Alþingi ætti að íhuga vandlega næstu skref og það liggi fyrir að lögfræðileg óvissa sé uppi, verði hann innleiddur. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið meðbyr á þessum fundi, það stóðu öll spjót á mér,” sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu eftir að hann vék af fundi nefndarinnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, segir í samtali við fréttastofu að henni þyki það verulegt umhugsunarefni, með fullu tilliti til tjáningarfrelsis, að héraðsdómari lýsi svo miklu vantrausti á löggjafarþingið og segi það ekki þora að verja fullveldi Íslands líkt og fram hafi komið í máli hans á fundinum. Af þeim fimm sérfræðingum sem komu fyrir nefndina í morgun var Arnar Þór sá eini sem lýsti slíkum sjónarmiðum. Aðrir boðaðir gestir fundarins voru þeir Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, Margrét Einarsdóttir dósent við lagadeild HR, Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og Skúli Magnússon héraðsdómari. „Hann fjallar um það að auka getu raforkueftirlitsins, fjölga þarf starfsmönnum til að hafa eftirlit með raforkufyrirtækjum, auka neytendavernd og tryggja að kerfisáætlun sé í gangi. Sem reyndar er búið að innleiða hér. Svo fjallar hann um hvernig á að haga reglum ef byggð eru mannvirki sem tengja saman lönd. Það er auðvitað mjög mikilvægt atriði sem hefur fengið mikla athygli hér. Það eru sérstök þingmál sem valda því að það verður ekki gert. Það verður að mínu mati erfiðara að leggja sæstreng án samþykkis allra, og reyndar ómögulegt að mínu mati. En það verður erfiðara, lagalega og fleiri hindranir ef að þessi löggjöf er samþykkt en ef hún er felld,“ sagði Hilmar í samtali við fréttastofu.Fréttin hefur verið uppfærð. Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Til harðra orðaskipta kom á fundi utanríkismálanefndar í morgun þegar Arnar Þór Jónsson héraðsdómari kom fyrir nefndina. Fundurinn var opinn fjölmiðlum en ekki var streymt frá honum á vef Alþingis og hljóð- og myndbandsupptökur ekki leyfðar. Arnar Þór hefur lýst efasemdum um hvort skynsamlegt sé að innleiða eigi þriðja orkupakkann. Alþingi ætti að íhuga vandlega næstu skref og það liggi fyrir að lögfræðileg óvissa sé uppi, verði hann innleiddur. „Ég get ekki sagt að ég hafi fengið meðbyr á þessum fundi, það stóðu öll spjót á mér,” sagði Arnar Þór í samtali við fréttastofu eftir að hann vék af fundi nefndarinnar. Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og varaformaður utanríkismálanefndar, segir í samtali við fréttastofu að henni þyki það verulegt umhugsunarefni, með fullu tilliti til tjáningarfrelsis, að héraðsdómari lýsi svo miklu vantrausti á löggjafarþingið og segi það ekki þora að verja fullveldi Íslands líkt og fram hafi komið í máli hans á fundinum. Af þeim fimm sérfræðingum sem komu fyrir nefndina í morgun var Arnar Þór sá eini sem lýsti slíkum sjónarmiðum. Aðrir boðaðir gestir fundarins voru þeir Hilmar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður, Margrét Einarsdóttir dósent við lagadeild HR, Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari og Skúli Magnússon héraðsdómari. „Hann fjallar um það að auka getu raforkueftirlitsins, fjölga þarf starfsmönnum til að hafa eftirlit með raforkufyrirtækjum, auka neytendavernd og tryggja að kerfisáætlun sé í gangi. Sem reyndar er búið að innleiða hér. Svo fjallar hann um hvernig á að haga reglum ef byggð eru mannvirki sem tengja saman lönd. Það er auðvitað mjög mikilvægt atriði sem hefur fengið mikla athygli hér. Það eru sérstök þingmál sem valda því að það verður ekki gert. Það verður að mínu mati erfiðara að leggja sæstreng án samþykkis allra, og reyndar ómögulegt að mínu mati. En það verður erfiðara, lagalega og fleiri hindranir ef að þessi löggjöf er samþykkt en ef hún er felld,“ sagði Hilmar í samtali við fréttastofu.Fréttin hefur verið uppfærð.
Alþingi Þriðji orkupakkinn Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira