Stjórn Strætó bs. tók þá ákvörðun á fundi í nóvember að breyta gjaldskrá fyrirtækisins. Er það samkvæmt tilkynningu í takt við almenna verðlagsþróun.
Með breytingunum mun gjaldskráin hækka að meðaltali um 2,3 prósent. Almennt staðgreiðslugjald og stakt fargjald í appinu verður 480 kr. eftir breytingu. Afsláttar staðgreiðslugjald hækkar um 5 kr. og verður 240 kr.
Frekari upplýsingar um nýju gjaldskránna má nálgast á vef Strætó.

