Formaður Rafiðnaðarsambands Íslands fundaði með Samtökum atvinnulífsins í dag. Fundinum var slitið skömmu fyrir kvöldfréttir. Formaður sambandsins segir að enn sé langt í land þó að viðræður hafi heilt yfir ekki verið árangurslausar. Viðræður munu halda áfram á morgun þar sem reynt verður til þrautar að ná samkomulagi.
Ef ekkert samkomulag næst eftir morgundaginn hvað gerist þá?
„Ef ekkert samkomulag næst á morgun munum við hefja atkvæðagreiðslur um einhverjar aðgerðir hjá iðnaðarmönnum. Það er því verið að reyna til þrautar á morgun eins og við getum að ná samningum,“ sagði Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands.
Hvernig er hljóðið í iðnaðarmönnum?
„Hljóðið er þungt, það er óþreyja. Menn ertu orðnir pirraðir á þeirri stöðu sem uppi er. Menn hins vegar vilja gera það sem er hægt til að klára þessi mál. En það þarf auðvitað tvo aðila til svo að það gangi,“ sagði Kristján Þórður.
Undirbúa verkfallsaðgerðir á mánudag náist samningar ekki á morgun

Tengdar fréttir

Fara í atkvæðagreiðslur um verkföll ef fundahöld helgarinnar skila ekki árangri
Iðnaðarmenn og Samtök atvinnulífsins munu funda stíft um helgina í húsakynnum ríkissáttasemjara til þess að landa nýjum kjarasamningi.