Apple Watch nákvæmast heilsuúra sem skrá oft kolrangar vegalengdir hlaupara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2019 12:12 Apple úrin eru talin hvað nákvæmust þegar kemur að skráðri hlaupavegalengd. Justin Sullivan/Getty Rannsókn neytendavöktunarsíðunnar Which? frá Bretlandi hefur leitt í ljós að heilsuúr hinna ýmsu tæknifyrirtækja geta verið mjög mistæk þegar kemur að því að halda utan um hlaupaárangur. Heilsuúr eru tegund snjallúra sem gerir notendum kleift að halda utan um heilsutengdan árangur sinn, svo sem hjartslátt meðan á æfingu stendur, fitubrennslu og hlaupna vegalengd. Rannsókn Which? hefur þó sýnt fram á að heilsuúr sem þessi eru misnákvæm þegar kemur að mælingu þeirrar vegalengdar sem notendur hlaupa hverju sinni. Mælingin var framkvæmd þannig að rannsakendur hlupu maraþon, 42,2 kílómetra, og fylgdust með því hvenær úrin skráðu að maraþoni væri lokið. Alls voru 118 mismunandi heilsuúr (e. fitness trackers) prófuð. Mesti munurinn á mældri og raunverulegri vegalengd var hjá Garmin-úrinu Vivosmart 4, en hlaupa þurfti auka 17,3 kílómetra til þess að fá heilt maraþon skráð. Því voru hlaupnir rúmlega 59 kílómetrar í stað 42,2. Samkvæmt rannsókninni er Apple Watch úrið hvað nákvæmast en skeikaði þó um 1% umfram raunverulega lengd maraþonsins. Því þarf að hlaupa um 420 metrum lengra en raunverulegt maraþon er til þess að fá maraþon skráð í tækið. Meðal annarra úra sem kröfðust lengri vegalengdar en maraþon eru í raun voru Samsung Gear S2, um 16 kílómetrar, og Xiaomi Amazfit Bip, um 13 kílómetrar. Aðeins þurfti að hlaupa rétt rúma 30 kílómetra til þess að Huawei Watch 2 Sport úrið skráði að hlaupið hefði verið heilt maraþon. Apple Bretland Heilsa Huawei Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Rannsókn neytendavöktunarsíðunnar Which? frá Bretlandi hefur leitt í ljós að heilsuúr hinna ýmsu tæknifyrirtækja geta verið mjög mistæk þegar kemur að því að halda utan um hlaupaárangur. Heilsuúr eru tegund snjallúra sem gerir notendum kleift að halda utan um heilsutengdan árangur sinn, svo sem hjartslátt meðan á æfingu stendur, fitubrennslu og hlaupna vegalengd. Rannsókn Which? hefur þó sýnt fram á að heilsuúr sem þessi eru misnákvæm þegar kemur að mælingu þeirrar vegalengdar sem notendur hlaupa hverju sinni. Mælingin var framkvæmd þannig að rannsakendur hlupu maraþon, 42,2 kílómetra, og fylgdust með því hvenær úrin skráðu að maraþoni væri lokið. Alls voru 118 mismunandi heilsuúr (e. fitness trackers) prófuð. Mesti munurinn á mældri og raunverulegri vegalengd var hjá Garmin-úrinu Vivosmart 4, en hlaupa þurfti auka 17,3 kílómetra til þess að fá heilt maraþon skráð. Því voru hlaupnir rúmlega 59 kílómetrar í stað 42,2. Samkvæmt rannsókninni er Apple Watch úrið hvað nákvæmast en skeikaði þó um 1% umfram raunverulega lengd maraþonsins. Því þarf að hlaupa um 420 metrum lengra en raunverulegt maraþon er til þess að fá maraþon skráð í tækið. Meðal annarra úra sem kröfðust lengri vegalengdar en maraþon eru í raun voru Samsung Gear S2, um 16 kílómetrar, og Xiaomi Amazfit Bip, um 13 kílómetrar. Aðeins þurfti að hlaupa rétt rúma 30 kílómetra til þess að Huawei Watch 2 Sport úrið skráði að hlaupið hefði verið heilt maraþon.
Apple Bretland Heilsa Huawei Mest lesið Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Verð enn lægst í Prís Neytendur „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira