Almennir kröfuhafar í þrotabú WOW air fá ekki krónu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. ágúst 2019 19:30 Ekki verður tekin afstaða til almennra krafna í þrotabú WOW air þar sem forgangskröfur í þrotabúið eru of háar. Skiptastjóri telur líklegt að ágreiningur um kröfur í búið muni enda fyrir dómstólum. Þetta kom fram á fyrsta skiptafundi WOW air sem var haldinn í dag með helstu kröfuhöfum. Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. „Við fórum yfir það að það er verið að vinna á fullu í kröfuskránni og að afgreiða þessa bunka af forgangskröfum áfram til Ábyrgðarsjóðs launa,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri í þrotabúi WOW air. Á fundinum var kröfuhöfum gerð grein fyrir því að afstaða væri ekki tekin til almennra krafna þar sem forgangskröfur í búið væru það háar. En fást almennar kröfur greiddar að einhverju leyti eða munu forgangskröfur tæma búið? „Mér sýnist staðan vera sú að við eigum í fullu fangi með að greiða upp í forgangskröfur,“ sagði Sveinn Andri. Í skýrslu skiptastjóra kemur fram að fjárfestingafélagið Títan, sem er að fullu í eigu Skúla Mogensen og heldur utan um eignarhlut hans í WOW air, hafi hafnað kröfu skiptastjóra um að endurgreiða þrotabúi flugfélagsins tæpar 108 milljónir. Málið varðar kaup WOW air á hlutaféi sem Títan átti í fraktflutningafélaginu Cargo Express. Samningurinn var gerður í júní í fyrra. Skiptastjórar eru með viðskiptin til skoðunar þar sem WOW air greiddi Títan tæpar 108 milljónir króna þremur mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og sjö vikum fyrir gjaldþrot WOW air. Sveinn segir ágreining vera um einhverjar kröfur sem gæti endað fyrir dómstólum. „Já, alveg án efa. Þetta eru sex þúsund kröfur og forgangskröfurnar eru einnig kröfur utan Skipta. Þarna er ágreiningur um sem vonandi leysist að mestu en ef ekki þá gera lögin ráð fyrir því að skiptastjórar vísi slíkum kröfum til úrlausnar hjá Héraðsdómi ef ekki næst sátt,“ sagði Sveinn Andri. Þá kom það fram á fundinum að þóknun skiptastjóranna tveggja og fulltrúa þeirra nemi 33.3 milljónum króna. Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Ekki verður tekin afstaða til almennra krafna í þrotabú WOW air þar sem forgangskröfur í þrotabúið eru of háar. Skiptastjóri telur líklegt að ágreiningur um kröfur í búið muni enda fyrir dómstólum. Þetta kom fram á fyrsta skiptafundi WOW air sem var haldinn í dag með helstu kröfuhöfum. Eftir að kröfur voru innkallaðar var fyrsti skiptafundur haldinn með helstu kröfuhöfum í dag. „Við fórum yfir það að það er verið að vinna á fullu í kröfuskránni og að afgreiða þessa bunka af forgangskröfum áfram til Ábyrgðarsjóðs launa,“ sagði Sveinn Andri Sveinsson, skiptastjóri í þrotabúi WOW air. Á fundinum var kröfuhöfum gerð grein fyrir því að afstaða væri ekki tekin til almennra krafna þar sem forgangskröfur í búið væru það háar. En fást almennar kröfur greiddar að einhverju leyti eða munu forgangskröfur tæma búið? „Mér sýnist staðan vera sú að við eigum í fullu fangi með að greiða upp í forgangskröfur,“ sagði Sveinn Andri. Í skýrslu skiptastjóra kemur fram að fjárfestingafélagið Títan, sem er að fullu í eigu Skúla Mogensen og heldur utan um eignarhlut hans í WOW air, hafi hafnað kröfu skiptastjóra um að endurgreiða þrotabúi flugfélagsins tæpar 108 milljónir. Málið varðar kaup WOW air á hlutaféi sem Títan átti í fraktflutningafélaginu Cargo Express. Samningurinn var gerður í júní í fyrra. Skiptastjórar eru með viðskiptin til skoðunar þar sem WOW air greiddi Títan tæpar 108 milljónir króna þremur mánuðum fyrir umsaminn gjalddaga og sjö vikum fyrir gjaldþrot WOW air. Sveinn segir ágreining vera um einhverjar kröfur sem gæti endað fyrir dómstólum. „Já, alveg án efa. Þetta eru sex þúsund kröfur og forgangskröfurnar eru einnig kröfur utan Skipta. Þarna er ágreiningur um sem vonandi leysist að mestu en ef ekki þá gera lögin ráð fyrir því að skiptastjórar vísi slíkum kröfum til úrlausnar hjá Héraðsdómi ef ekki næst sátt,“ sagði Sveinn Andri. Þá kom það fram á fundinum að þóknun skiptastjóranna tveggja og fulltrúa þeirra nemi 33.3 milljónum króna.
Gjaldþrot WOW Air Tengdar fréttir Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37 Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Krefja Skúla um tæpar 108 milljónir sem fengust frá WOW sjö vikum fyrir gjaldþrot Um var að ræða arð sem WOW air fékk greiddan frá Cargo Express. 16. ágúst 2019 14:37