Umfjöllun og viðtöl: ÍBV 0-3 Fylkir | Fylkismenn byrja af krafti Einar Kárason skrifar 27. apríl 2019 18:00 Það var vindasamt og kalt þegar Eyjamenn tóku á móti gestunum úr Árbæ á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Miklar breytingar hafa átt sér stað á liði ÍBV frá því á síðasta tímabili og hafa þeir hálf partinn legið undir feldi í vetur og enginn vissi við hverju var að búast. Nýr þjálfari, nýjir leikmenn og nýjar áherslur. Fylkismenn hafa gert vel á markaðnum með Helga Sigurðsson í brúnni og sótt sterka leikmenn í bland við þá sem fyrir voru. Jonathan Glenn byrjaði frammi hjá heimamönnum á meðan nýjasti framherji Fylkismanna, Geoffrey Castillion, sat á bekknum ásamt miðjumanninum Sam Hewson. Leikurinn fór tiltölulega rólega af stað. Menn að fóta sig á hálu grasinu og ljóst var að vindurinn ætlaði sér hlutverk. Fátt var um fín færi fyrstu mínúturnar en Andrés Már Jóhannesson var þó nálægt því að koma gestunum yfir þegar aukaspyrna hans utan af velli hafnaði í þverslánni og boltinn þaðan yfir markið. Eyjamenn vildu svo fá vítaspyrnu eftir um stundarfjórðung þegar boltinn virtist eiga viðkomu í hönd Ásgeirs Eyþórssonar en dómarinn ekki á sama máli. Stuttu síðar átti Víðir Þorvarðarson ágætis tilraun sem Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis, varði vel. Sigurður Arnar Magnússon var svo nálægt því að skora eftir hornspyrnu en varnarmenn gestanna náðu á ótrúlegan hátt að koma boltanum yfir markið. Þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum þurfti miðjumaðurinn öflugi, Emil Ásmundsson, að fara af velli vegna meiðsla. Í hans stað kom Sam Hewson. Sam kom fyrir tímabilið frá Grindavík en hefur verið að glíma við meiðsli í vetur. Innkoma Sam virtist drífa Fylkismenn áfram en þeir tóku yfir það sem eftir lifði hálfleiks. 5 mínútum fyrir hálfleik kom svo fyrsta mark leiksins þegar Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, náði ekki að halda skoti utan af velli. Ásgeir Eyþórsson var fyrstur að átta sig og skoraði af stuttu færi. Þegar komið var í uppbótartíma í fyrri hálfleik tvöfölduðu Árbæingar forustuna þegar Andrés Már tók aukaspyrnu utan af velli. Sigurður Arnar Magnússon, varnarmaður Eyjamanna reis hæst en varð fyrir því óláni að sneiða boltann snyrtilega í fjærhornið á eigin marki. Síðari hálfleikur fór svipað af stað og sá fyrri en heimamenn reyndu að minnka muninn með skotum fyrir utan teig, með goluna í bakið, án þess að trufla Aron Snæ. Eftir klukkutíma leik gerðu gestirnir svo út um leikinn þegar boltinn var lagður út á Sam Hewson sem smellhitti boltann í hornið niðri með beinni rist, óverjandi fyrir Halldór í markinu. Virkilega snoturt mark. Fylkismenn léku síðasta þriðjung leiksins af mikilli fagmennsku og gáfu fá færi á sér. Guðmundur Magnússon kom inn á hjá ÍBV en hann var sjóðandi heitur með liði Fram í Inkasso deildinni síðasta sumar undir stjórn Pedro Hipolito, nýjum þjálfara ÍBV. Hann komst næst því að minnka muninn í tvígang með tveimur sköllum. Sá fyrri fór hárfínt framhjá fjærstönginni á meðan sá síðari var stórkostlega varinn af góðum markverði Fylkismanna, Aroni Snæ. Leikar enduðu því með sannfærandi 0-3 sigri Fylkis á margumræddum erfiðum útivelli í Vestmannaeyjum.Pedro: Ekki ánægður með úrslitin „Við getum horft á þetta frá tveimur sjónarhornum. Út frá úrslitum leiksins sem voru slæm og svo út frá leikmönnum og hvað þeir gerðu,” sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, eftir tapið gegn Fylki í dag. „Þeir sköpuðu nóg til að skora. Fyrstu 40 mínúturnar í fyrri hálfleik voru allar ÍBV. Þá skora þeir fyrsta markið og svo annað. Síðasta spyrnan, aukaspyrnur, föst leikatriði. Vindurinn og veðrið. Þeir nýttu sér það vel.” „Við fengum færin en skoruðum ekki. Þeir fengu færin og þeir skoruðu.” Eyjamenn fóru tveimur mörkum undir inn í hálfleik og eftir stundarfjórðung í þeim síðari skoruðu Fylkismenn þriðja markið. „Þriðja markið drap leikinn. Þeir sýna þá alla þá reynslu sem þeir hafa. Ég er þó stoltur af mínum strákum. Þeir hætta ekki og gefast ekki upp. Við eigum 2-3 færi til að skora í seinni hálfleiknum en skorum ekki. Ef við skoðum leikinn út frá spilamennsku beggja liða áttum við ekki að tapa leiknum.” „Strákarnir fóru eftir því sem við lögðum upp. Það eina sem vantaði var að skora mörkin. Klára færin. Mér fannst þér spila vel og gefast ekki upp. Við gerðum það sem við höfum verið að æfa en það sem við ráðum ekki við er veðrið og og það var erfitt.” „Það eina sem ég er ekki ánægður með eru úrslitin,” sagði Pedro. Helgi Sigurðsson: Frábær leikur „Ég er bara mjög sáttur. Þetta var frábær leikur hjá okkur,” sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis. „Svolítið erfitt fyrsta korterið. Menn að venjast vellinum og vindinum en eftir það þá tókum við yfir og náðum að nýta aukaspyrnur og horn mjög vel í lok fyrri hálfleik sem gaf okkur gott forskot inn í hálfleikinn. Síðan vorum við bara ákveðnir að halda forskotinu og bara bæta við og ekki hleypa þeim nálægt markinu okkar og það tókst mjög vel í seinni hálfleik og þeir áttu lítil sem engin færi.” „Þó maður verði aldrei rólegur því 2-0 er enginn unninn leikur þegar það eru 45 mínútur eftir þá er mjög gott að fá svona og það er mjög gott að fá svona mark rétt fyrir hálfleik. Gefur okkur smá ,,boost” en slær hina út af laginu. „Við vorum ákveðnir í því í seinni hálfleik að vera ekki að brjóta og gefa þeim ekki aukaspyrnur og hornspyrnur. Það tókst nánast 100%. Þeir náðu ekkert að skapa og voru að senda langa bolta sem erfitt er að eiga við með vindinum og hann fauk yfirleitt bara yfir til markmannsins hjá okkur.” Fylkismenn kláruðu leikinn af fagmennsku og gáfu fá færi á sér. „Það var uppleggið. Að halda haus og koma sterkt inn í seinni hálfleikinn og svo fáum við þetta frábæra mark frá Sam sem að róar taugarnar heldur betur. Frábært að sjá hann koma inn ásamt hinum. Þetta Fylkislið er það sterkt að það eru allir á sama bátnum og tilbúnir að róa í sömu átt.” „Við erum með sterkt lið að við teljum og komnir með góðan hóp. Sterkan hóp manna sem er tilbúinn að leggja mikið á sig. Þetta er auðvitað bara einn leikur af 22 en þetta gefur okkur ,,boost” inn í næstu leiki en við verðum að vera fljótir að koma okkur niður því við vitum það að þetta er það jöfn deild að ef að menn eru ekki á tánum í hverjum einasta leik þá fer illa,” sagði Helgi að lokum. Pepsi Max-deild karla
Það var vindasamt og kalt þegar Eyjamenn tóku á móti gestunum úr Árbæ á Hásteinsvelli í Vestmannaeyjum. Miklar breytingar hafa átt sér stað á liði ÍBV frá því á síðasta tímabili og hafa þeir hálf partinn legið undir feldi í vetur og enginn vissi við hverju var að búast. Nýr þjálfari, nýjir leikmenn og nýjar áherslur. Fylkismenn hafa gert vel á markaðnum með Helga Sigurðsson í brúnni og sótt sterka leikmenn í bland við þá sem fyrir voru. Jonathan Glenn byrjaði frammi hjá heimamönnum á meðan nýjasti framherji Fylkismanna, Geoffrey Castillion, sat á bekknum ásamt miðjumanninum Sam Hewson. Leikurinn fór tiltölulega rólega af stað. Menn að fóta sig á hálu grasinu og ljóst var að vindurinn ætlaði sér hlutverk. Fátt var um fín færi fyrstu mínúturnar en Andrés Már Jóhannesson var þó nálægt því að koma gestunum yfir þegar aukaspyrna hans utan af velli hafnaði í þverslánni og boltinn þaðan yfir markið. Eyjamenn vildu svo fá vítaspyrnu eftir um stundarfjórðung þegar boltinn virtist eiga viðkomu í hönd Ásgeirs Eyþórssonar en dómarinn ekki á sama máli. Stuttu síðar átti Víðir Þorvarðarson ágætis tilraun sem Aron Snær Friðriksson, markvörður Fylkis, varði vel. Sigurður Arnar Magnússon var svo nálægt því að skora eftir hornspyrnu en varnarmenn gestanna náðu á ótrúlegan hátt að koma boltanum yfir markið. Þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum þurfti miðjumaðurinn öflugi, Emil Ásmundsson, að fara af velli vegna meiðsla. Í hans stað kom Sam Hewson. Sam kom fyrir tímabilið frá Grindavík en hefur verið að glíma við meiðsli í vetur. Innkoma Sam virtist drífa Fylkismenn áfram en þeir tóku yfir það sem eftir lifði hálfleiks. 5 mínútum fyrir hálfleik kom svo fyrsta mark leiksins þegar Halldór Páll Geirsson, markvörður ÍBV, náði ekki að halda skoti utan af velli. Ásgeir Eyþórsson var fyrstur að átta sig og skoraði af stuttu færi. Þegar komið var í uppbótartíma í fyrri hálfleik tvöfölduðu Árbæingar forustuna þegar Andrés Már tók aukaspyrnu utan af velli. Sigurður Arnar Magnússon, varnarmaður Eyjamanna reis hæst en varð fyrir því óláni að sneiða boltann snyrtilega í fjærhornið á eigin marki. Síðari hálfleikur fór svipað af stað og sá fyrri en heimamenn reyndu að minnka muninn með skotum fyrir utan teig, með goluna í bakið, án þess að trufla Aron Snæ. Eftir klukkutíma leik gerðu gestirnir svo út um leikinn þegar boltinn var lagður út á Sam Hewson sem smellhitti boltann í hornið niðri með beinni rist, óverjandi fyrir Halldór í markinu. Virkilega snoturt mark. Fylkismenn léku síðasta þriðjung leiksins af mikilli fagmennsku og gáfu fá færi á sér. Guðmundur Magnússon kom inn á hjá ÍBV en hann var sjóðandi heitur með liði Fram í Inkasso deildinni síðasta sumar undir stjórn Pedro Hipolito, nýjum þjálfara ÍBV. Hann komst næst því að minnka muninn í tvígang með tveimur sköllum. Sá fyrri fór hárfínt framhjá fjærstönginni á meðan sá síðari var stórkostlega varinn af góðum markverði Fylkismanna, Aroni Snæ. Leikar enduðu því með sannfærandi 0-3 sigri Fylkis á margumræddum erfiðum útivelli í Vestmannaeyjum.Pedro: Ekki ánægður með úrslitin „Við getum horft á þetta frá tveimur sjónarhornum. Út frá úrslitum leiksins sem voru slæm og svo út frá leikmönnum og hvað þeir gerðu,” sagði Pedro Hipolito, þjálfari ÍBV, eftir tapið gegn Fylki í dag. „Þeir sköpuðu nóg til að skora. Fyrstu 40 mínúturnar í fyrri hálfleik voru allar ÍBV. Þá skora þeir fyrsta markið og svo annað. Síðasta spyrnan, aukaspyrnur, föst leikatriði. Vindurinn og veðrið. Þeir nýttu sér það vel.” „Við fengum færin en skoruðum ekki. Þeir fengu færin og þeir skoruðu.” Eyjamenn fóru tveimur mörkum undir inn í hálfleik og eftir stundarfjórðung í þeim síðari skoruðu Fylkismenn þriðja markið. „Þriðja markið drap leikinn. Þeir sýna þá alla þá reynslu sem þeir hafa. Ég er þó stoltur af mínum strákum. Þeir hætta ekki og gefast ekki upp. Við eigum 2-3 færi til að skora í seinni hálfleiknum en skorum ekki. Ef við skoðum leikinn út frá spilamennsku beggja liða áttum við ekki að tapa leiknum.” „Strákarnir fóru eftir því sem við lögðum upp. Það eina sem vantaði var að skora mörkin. Klára færin. Mér fannst þér spila vel og gefast ekki upp. Við gerðum það sem við höfum verið að æfa en það sem við ráðum ekki við er veðrið og og það var erfitt.” „Það eina sem ég er ekki ánægður með eru úrslitin,” sagði Pedro. Helgi Sigurðsson: Frábær leikur „Ég er bara mjög sáttur. Þetta var frábær leikur hjá okkur,” sagði Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis. „Svolítið erfitt fyrsta korterið. Menn að venjast vellinum og vindinum en eftir það þá tókum við yfir og náðum að nýta aukaspyrnur og horn mjög vel í lok fyrri hálfleik sem gaf okkur gott forskot inn í hálfleikinn. Síðan vorum við bara ákveðnir að halda forskotinu og bara bæta við og ekki hleypa þeim nálægt markinu okkar og það tókst mjög vel í seinni hálfleik og þeir áttu lítil sem engin færi.” „Þó maður verði aldrei rólegur því 2-0 er enginn unninn leikur þegar það eru 45 mínútur eftir þá er mjög gott að fá svona og það er mjög gott að fá svona mark rétt fyrir hálfleik. Gefur okkur smá ,,boost” en slær hina út af laginu. „Við vorum ákveðnir í því í seinni hálfleik að vera ekki að brjóta og gefa þeim ekki aukaspyrnur og hornspyrnur. Það tókst nánast 100%. Þeir náðu ekkert að skapa og voru að senda langa bolta sem erfitt er að eiga við með vindinum og hann fauk yfirleitt bara yfir til markmannsins hjá okkur.” Fylkismenn kláruðu leikinn af fagmennsku og gáfu fá færi á sér. „Það var uppleggið. Að halda haus og koma sterkt inn í seinni hálfleikinn og svo fáum við þetta frábæra mark frá Sam sem að róar taugarnar heldur betur. Frábært að sjá hann koma inn ásamt hinum. Þetta Fylkislið er það sterkt að það eru allir á sama bátnum og tilbúnir að róa í sömu átt.” „Við erum með sterkt lið að við teljum og komnir með góðan hóp. Sterkan hóp manna sem er tilbúinn að leggja mikið á sig. Þetta er auðvitað bara einn leikur af 22 en þetta gefur okkur ,,boost” inn í næstu leiki en við verðum að vera fljótir að koma okkur niður því við vitum það að þetta er það jöfn deild að ef að menn eru ekki á tánum í hverjum einasta leik þá fer illa,” sagði Helgi að lokum.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti