Þáttaliðurinn Random Generator tekur reglulega á sig nýjar myndir í þætti Fallons en alltaf snýst hann um það að Fallon og gestur hans ýta á hnapp sem gefur þeim einhver handahófskennd tilmæli (sem öll hafa sama þemað) og þarf að fara eftir tilmælunum. Oft á tíðum þarf að herma eftir einhverjum frægum einstaklingi eins vel og hægt er.
Í þætti gærdagsins kepptust Fallon og Travolta við að herma sem best eftir… Travolta sjálfum. Þeir reyndu meðal annars við að herma eftir persónu Travolta í Grease og Pulp Fiction.
Hér má sjá klippu af keppninni.