Jóhann Berg Guðmundsson verður ekki með íslenska landsliðinu þegar það mætir heimsmeisturum Frakka í undankeppni EM 2020 annað kvöld.
Jóhann Berg er meiddur á kálfa og er á leiðinni aftur til Burnley. Þetta kom fram á blaðamannafundi Íslands í dag.
Jóhann Berg var í byrjunarliði Íslands í 0-2 sigrinum á Andorra á föstudaginn en fór af velli undir lok leiks.
Þetta er mikið áfall fyrir íslenska liðið en Jóhann Berg hefur verið fastamaður í því undanfarin ár og átt stóran þátt í velgengni þess.
Fótbolti