Fékk aðstoð og fór úr kulnun í kraft Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 5. ágúst 2019 19:03 Ung kona sem fékk alvarleg einkenni kulnunar í lífi og starfi segir að það hafi í raun gefið sér tækifæri til að snúa við blaðinu og breyta um lífsstíl. Alltof algengt sé að fólk ætli sér alltof mikið og brenni síðan út. Talið er að ríflega einn af hverjum tíu starfandi einstaklingum upplifi kulnun hér á landi en heildarrannsókn hefur ekki verið gerð á algengi þess. Margir sem finna fyrir slíkum einkennum fara í Virk en um sjötíu til áttatíu prósent þeirra sem fara í endurhæfingu ná sér aftur á strik. Anna Classen er þrjátíu og þriggja ára danskennari og hefur alltaf haft mörg járn í eldinum. Í desember í fyrra var hún í tveimur störfum og tók að sér fjölda verkefna þegar eitthvað gaf sig. „Rosaleg þreyta, minnisleysi, ég var uppgefin og hafði ekki löngun til að gera neitt. Það er svo óþægilegt því manni langaði að njóta lífsins en hafði ekki löngun í neitt. Og svo eru ýmis andleg áföll sem komu í gegnum tíðina sem fóru að leita á mig. Ef maður dílar ekki við þau þá safnast þau upp og þá „krassaru“,“ segir Anna Hún lýsir sér sem hefðbundinni íslenskri konu og segir að hún eigi góða að en hún hafi líka fengið góða aðstoð hjá Virk og til Hugarafli. Hún tók ráðleggingum sérfræðingana eins og að minnka vinnuna og passaði upp á svefninn og hefur sjaldan verið á eins góðum stað. „Maður þarf að passa sig að vera ekki alltaf með notification á eða vera alltaf í símanum, maður þarf að leggja hann frá sér,“ segir Anna. Anna segir hinsvegar ýmislegt jákvætt koma út úr þessu. „Það er hægt að byggja sig upp úr svona veikindum þannig að maður fari úr kulnun í kraft,“ segir hún. Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ung kona sem fékk alvarleg einkenni kulnunar í lífi og starfi segir að það hafi í raun gefið sér tækifæri til að snúa við blaðinu og breyta um lífsstíl. Alltof algengt sé að fólk ætli sér alltof mikið og brenni síðan út. Talið er að ríflega einn af hverjum tíu starfandi einstaklingum upplifi kulnun hér á landi en heildarrannsókn hefur ekki verið gerð á algengi þess. Margir sem finna fyrir slíkum einkennum fara í Virk en um sjötíu til áttatíu prósent þeirra sem fara í endurhæfingu ná sér aftur á strik. Anna Classen er þrjátíu og þriggja ára danskennari og hefur alltaf haft mörg járn í eldinum. Í desember í fyrra var hún í tveimur störfum og tók að sér fjölda verkefna þegar eitthvað gaf sig. „Rosaleg þreyta, minnisleysi, ég var uppgefin og hafði ekki löngun til að gera neitt. Það er svo óþægilegt því manni langaði að njóta lífsins en hafði ekki löngun í neitt. Og svo eru ýmis andleg áföll sem komu í gegnum tíðina sem fóru að leita á mig. Ef maður dílar ekki við þau þá safnast þau upp og þá „krassaru“,“ segir Anna Hún lýsir sér sem hefðbundinni íslenskri konu og segir að hún eigi góða að en hún hafi líka fengið góða aðstoð hjá Virk og til Hugarafli. Hún tók ráðleggingum sérfræðingana eins og að minnka vinnuna og passaði upp á svefninn og hefur sjaldan verið á eins góðum stað. „Maður þarf að passa sig að vera ekki alltaf með notification á eða vera alltaf í símanum, maður þarf að leggja hann frá sér,“ segir Anna. Anna segir hinsvegar ýmislegt jákvætt koma út úr þessu. „Það er hægt að byggja sig upp úr svona veikindum þannig að maður fari úr kulnun í kraft,“ segir hún.
Heilbrigðismál Heilsa Vinnumarkaður Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira