Formúla 1

Uppgjörsþáttur eftir kappaksturinn dramatíska í Ungverjalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hamilton tekur gúlsopa af kampavíni eftir sigurinn í Ungverjalandi.
Hamilton tekur gúlsopa af kampavíni eftir sigurinn í Ungverjalandi. vísir/getty
Heimsmeistarinn Lewis Hamilton á Mercedes vann dramatískan sigur í ungverska kappakstrinum í gær.



Hamilton og Max Verstappen á Red Bull börðumst um sigurinn á Hungaroring. Verstappen var lengst af með forystuna en Hamilton tók fram úr honum þegar þrír hringir voru eftir.

Með sigrinum náði Hamilton 62 stiga forystu í keppni ökuþóra. Hann er svo gott sem öruggur með sjötta heimsmeistaratitil sinn.

Sebastian Vettel varð þriðji í gær og samherji hans á Ferrari, Charles Leclerc, fjórði. Carlos Sainz á McLaren-Renault endaði í 5. sæti.

Nú tekur við fjögurra vikna sumarfrí en næsta keppni tímabilsins í Formúlu 1 fer fram í Sviss 1. september.

Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Sýnar um Formúlu 1, fóru yfir ungverska kappaksturinn að honum loknum. Uppgjörsþáttinn má sjá hér fyrir neðan.

 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×