Braut og bramlaði og hótaði ljósmæðrum Sveinn Arnarsson skrifar 30. apríl 2019 06:00 Sjúkrahúsið á Akureyri. Fréttablaðið/Auðunn Héraðssaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að brjótast inn á fæðingardeild sjúkrahússins á Akureyri í mars í fyrra, vopnaður sprautunál og haft í hótunum við ljósmæður sem voru á vakt á sjúkrahúsinu á meðan þær sinntu verðandi mæðrum með sótt. Atvikið var tekið alvarlega af sjúkrahúsinu og aðgangsstýring er nú orðin öflugri. Segir í ákæru að maðurinn hafi brotið rúðu á vesturhlið sjúkrahússins og ruðst inn í húsið í heimildarleysi og unnið miklar skemmdir á innanstokksmunum. Einnig braut hann rúðu á vaktherbergi fæðingardeildarinnar og skemmdi þar tölvubúnað. Á fæðingardeildinni hótaði hann að stinga ljósmæður með sprautunál sem hann hafði meðferðis og sagði sprautuna bera HIV-smit. Krafðist hann þess að ljósmæður létu honum í té morfín af lyfjabirgðum deildarinnar. „Þetta atvik var litið alvarlegum augum hér á sjúkrahúsinu,“ segir Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, forstöðuljósmóðir Sjúkrahússins á Akureyri. „Vinna var hafin við aðgangsstýringu að sjúkrahúsinu á þessum tíma og var þeirri vinnu flýtt í kjölfar þessa atviks. Er það gert til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og skjólstæðinga sjúkrahússins.“ Sá ákærði var ekki í andlegu jafnvægi þegar hann framdi þennan verknað. Atvik sem þessi eru afar óalgeng á sjúkrahúsinu og var strax tekið á þessu máli þar sem breytingum var hrundið í framkvæmd. „Sjúkrahúsið á að vera griðastaður þar sem öryggi fólks er tryggt,“ segir Ingibjörg Hanna. „Það má segja það mildi að enginn hafi beðið skaða af, hvorki skjólstæðingar fæðingardeildarinnar né starfsmenn.“ Málið er einnig litið alvarlegum augum af ákæruvaldinu og er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni líkt og hann hafi ráðist á lögreglumann við embættisstörf. Starfsmenn sjúkrahúsa; hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, njóta verndar líkt og lögreglumenn við störf. Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira
Héraðssaksóknari hefur ákært mann á þrítugsaldri fyrir að brjótast inn á fæðingardeild sjúkrahússins á Akureyri í mars í fyrra, vopnaður sprautunál og haft í hótunum við ljósmæður sem voru á vakt á sjúkrahúsinu á meðan þær sinntu verðandi mæðrum með sótt. Atvikið var tekið alvarlega af sjúkrahúsinu og aðgangsstýring er nú orðin öflugri. Segir í ákæru að maðurinn hafi brotið rúðu á vesturhlið sjúkrahússins og ruðst inn í húsið í heimildarleysi og unnið miklar skemmdir á innanstokksmunum. Einnig braut hann rúðu á vaktherbergi fæðingardeildarinnar og skemmdi þar tölvubúnað. Á fæðingardeildinni hótaði hann að stinga ljósmæður með sprautunál sem hann hafði meðferðis og sagði sprautuna bera HIV-smit. Krafðist hann þess að ljósmæður létu honum í té morfín af lyfjabirgðum deildarinnar. „Þetta atvik var litið alvarlegum augum hér á sjúkrahúsinu,“ segir Ingibjörg Hanna Jónsdóttir, forstöðuljósmóðir Sjúkrahússins á Akureyri. „Vinna var hafin við aðgangsstýringu að sjúkrahúsinu á þessum tíma og var þeirri vinnu flýtt í kjölfar þessa atviks. Er það gert til að tryggja öryggi bæði starfsmanna og skjólstæðinga sjúkrahússins.“ Sá ákærði var ekki í andlegu jafnvægi þegar hann framdi þennan verknað. Atvik sem þessi eru afar óalgeng á sjúkrahúsinu og var strax tekið á þessu máli þar sem breytingum var hrundið í framkvæmd. „Sjúkrahúsið á að vera griðastaður þar sem öryggi fólks er tryggt,“ segir Ingibjörg Hanna. „Það má segja það mildi að enginn hafi beðið skaða af, hvorki skjólstæðingar fæðingardeildarinnar né starfsmenn.“ Málið er einnig litið alvarlegum augum af ákæruvaldinu og er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni líkt og hann hafi ráðist á lögreglumann við embættisstörf. Starfsmenn sjúkrahúsa; hjúkrunarfræðingar, læknar og aðrir heilbrigðisstarfsmenn, njóta verndar líkt og lögreglumenn við störf.
Akureyri Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Sjá meira