Arnar Þór Viðarsson var í dag ráðinn sem yfirmaður knattspyrnusviðs hjá KSÍ.
Staðið hefur til að ráða í þessa stöðu hjá KSÍ lengi en nú er ljóst að Arnar mun sinna þessari nýju stöðu næstu árin.
„Ég þakka Guðna og Klöru traustið sem mér er sýnt. Mikið talað um starfið og aðdragandinn langur,“ sagði Arnar Þór á fundi KSÍ í dag.
Hann fór svo yfir það út á hvað starfið gengur en hann mun halda áfram að sinna starfi þjálfari U21 árs liðs karla samhliða þessu starfi.
Rætt verður við Arnar Þór í kvöldfréttum Stöðvar 2.
