Vegagerðin hafi neyðst til að innkalla bankaábyrgð til að tryggja fjárfestingu Sighvatur Jónsson skrifar 30. apríl 2019 19:00 Vegagerðin segist hafa neyðst til að innkalla bankaábyrgð vegna nýsmíði Herjólfs til að tryggja fjárfestingu ríkisins í verkefninu. Skipasmíðastöðin hafi áður í smíðaferlinu framlengt bankaábyrgðir á allra síðustu stundu. Vegagerðin segir það brot á samningi ef Herjólfur verður seldur annað, en talsmaður skipasmíðastöðvarinnar segir að fyrirspurn hafi borist um skipið frá Frakklandi í dag. Vegagerðin hefur greitt skipasmíðastöðinni Crist í Póllandi fyrir smíði nýs Herjólfs í áföngum eftir framvindu verksins. Samningsupphæðin nemur fjórum milljörðum króna. Banki ábyrgist allar greiðslur þannig að Vegagerðin geti fengið peningana til baka ef ekki er staðið við samninga. Bankaábyrgðin átti að renna út á miðnætti í kvöld. Vegagerðin innkallaði ábyrgðina í dag og talsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi taldi það vera ígildi riftunar samnings, þar sem Vegagerðin væri í raun að óska eftir endurgreiðslu á 85 prósenta hluta samningsupphæðarinnar sem hefur verið greiddur. Vegagerðin segist aftur á móti hafa gert þetta til að knýja á um framlengingu bankaábyrgðarinnar. „Í gær vorum við ekki búin að fá neina tryggingu fyrir því að þessi bankaábyrgð yrði framlengd og tíminn að renna út og þá var ekki annað að gera en að hafa samband við bankann og innkalla þessar tryggingar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Snýst þetta þá ekki um að þið séuð að biðja um peningana til baka og hætta við framkvæmdina? „Nei, þetta snýst alls ekki um það. Við vorum einungis að verja fé ríkisins sem við eigum þarna.“Herjólfur í skipasmíðastöð Crist í Póllandi.Mynd/Crist S.A.Bankaábyrgðir framlengdar á síðustu stundu Pólski sendiherrann á Íslandi sagði í gær að fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar hafi rætt við samgönguráðherra um framlengingu bankaábyrgðar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir að það hafi ekki verið komið til framkvæmda. „Við fengum pappírana fyrst í dag. Í gær vissum við ekkert um það að þetta yrði framlengt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Í fimm eða sex skipti hefur þurft að framlengja þessar bankaábyrgðir og það hefur gerst oft á allra síðustu stundu. Þannig að við höfum ekkert í höndunum fyrr en við erum komin með pappírana.“ Bankaábyrgðin var í dag framlengd um 30 daga. Vegagerðin hefur hins vegar ekki afturkallað innköllun ábyrgðarinnar. „Við erum að tala við Pólverjana og við erum að tala við bankann líka um framhaldið. Þannig að við höldum að okkur höndum um sinn. En við höfum svigrúm, bankinn ætlar ekki að innheimta þetta alveg strax af skipasmíðastöðinni. Það er svigrúm til viðræðna og við ætlum að skoða þetta aðeins betur áður en við tökum næstu skref, “ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi sagði í dag að það væri verið að undirbúa að selja nýjan Herjólf. Vegagerðin telur það hins vegar skýrt brot á samningi. Herjólfur Samgöngur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Vegagerðin segist hafa neyðst til að innkalla bankaábyrgð vegna nýsmíði Herjólfs til að tryggja fjárfestingu ríkisins í verkefninu. Skipasmíðastöðin hafi áður í smíðaferlinu framlengt bankaábyrgðir á allra síðustu stundu. Vegagerðin segir það brot á samningi ef Herjólfur verður seldur annað, en talsmaður skipasmíðastöðvarinnar segir að fyrirspurn hafi borist um skipið frá Frakklandi í dag. Vegagerðin hefur greitt skipasmíðastöðinni Crist í Póllandi fyrir smíði nýs Herjólfs í áföngum eftir framvindu verksins. Samningsupphæðin nemur fjórum milljörðum króna. Banki ábyrgist allar greiðslur þannig að Vegagerðin geti fengið peningana til baka ef ekki er staðið við samninga. Bankaábyrgðin átti að renna út á miðnætti í kvöld. Vegagerðin innkallaði ábyrgðina í dag og talsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi taldi það vera ígildi riftunar samnings, þar sem Vegagerðin væri í raun að óska eftir endurgreiðslu á 85 prósenta hluta samningsupphæðarinnar sem hefur verið greiddur. Vegagerðin segist aftur á móti hafa gert þetta til að knýja á um framlengingu bankaábyrgðarinnar. „Í gær vorum við ekki búin að fá neina tryggingu fyrir því að þessi bankaábyrgð yrði framlengd og tíminn að renna út og þá var ekki annað að gera en að hafa samband við bankann og innkalla þessar tryggingar,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar.Snýst þetta þá ekki um að þið séuð að biðja um peningana til baka og hætta við framkvæmdina? „Nei, þetta snýst alls ekki um það. Við vorum einungis að verja fé ríkisins sem við eigum þarna.“Herjólfur í skipasmíðastöð Crist í Póllandi.Mynd/Crist S.A.Bankaábyrgðir framlengdar á síðustu stundu Pólski sendiherrann á Íslandi sagði í gær að fulltrúar skipasmíðastöðvarinnar hafi rætt við samgönguráðherra um framlengingu bankaábyrgðar. G. Pétur Matthíasson hjá Vegagerðinni segir að það hafi ekki verið komið til framkvæmda. „Við fengum pappírana fyrst í dag. Í gær vissum við ekkert um það að þetta yrði framlengt. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta gerist. Í fimm eða sex skipti hefur þurft að framlengja þessar bankaábyrgðir og það hefur gerst oft á allra síðustu stundu. Þannig að við höfum ekkert í höndunum fyrr en við erum komin með pappírana.“ Bankaábyrgðin var í dag framlengd um 30 daga. Vegagerðin hefur hins vegar ekki afturkallað innköllun ábyrgðarinnar. „Við erum að tala við Pólverjana og við erum að tala við bankann líka um framhaldið. Þannig að við höldum að okkur höndum um sinn. En við höfum svigrúm, bankinn ætlar ekki að innheimta þetta alveg strax af skipasmíðastöðinni. Það er svigrúm til viðræðna og við ætlum að skoða þetta aðeins betur áður en við tökum næstu skref, “ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Umboðsmaður skipasmíðastöðvarinnar hér á landi sagði í dag að það væri verið að undirbúa að selja nýjan Herjólf. Vegagerðin telur það hins vegar skýrt brot á samningi.
Herjólfur Samgöngur Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent