Krefst fimm ára fangelsis yfir sjötugu ömmunni á Akranesi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. apríl 2019 11:27 Ákærða minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra umrætt kvöld. Vínandamagn í blóði hennar mældist 1,95 prómill sem svarar til mun meiri drykkju. Getty Images Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan neitar sök og ber meðal annars fyrir sig minnisleysi. Hana rekur minni til þess að hafa drukkið tvo bjór en vínandamagn í blóði hennar svarar til mun meiri áfengisdrykkju. Konan er ákærð fyrir að hafa stungið tengdason sinn með eldhúshníf með tæplega 20 sentímetra löngu blaði hægra megin við brjóstkassann. Afleiðingarnar voru þær að tengdasonurinn hlaut 3-4 sentímetra breitt stungusár við fjórða og fimmta rifjabil fram hjá brjóstkassa og inn í breiðasta bakvöðvann og olli áverkinn m.a. skaða á tveimur litlum slagæðum með verulegri blæðingu.Áfengi við hönd Tengdasonurinn lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði óttast um líf sitt umrædda nótt og geri enn. Ákærða og tengdasonurinn voru saman á heimilinu þar sem hún aðstoðaði við að gæta barna á meðan móðirin var erlendis. Vínandamagn í blóði mannsins mældist 0,9 svo ljóst er að bæði höfðu áfengi við hönd umrædda nótt. Frásögn þeirra af því sem leiddi til hnífsstungunnar er æði ólík. Lagði verjandi konunnar á það áherslu að óháð öðrum þáttum hefði það ekki getað verið markmið konunnar að bana tengdasyni sínum. Hann segir svo frá að hann hafi verið ósáttur að hún væri að gæta barna svo drukkin. Hann hafi svo farið að sofa en vaknað við að hún væri komin inn í svefnherbergi hans. Þegar hann ætlaði að koma henni út úr herberginu hafi hann fundið fyrir hnífsstungunni.Krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Konan ber sem fyrr segir fyrir sig minnisleysi að nokkur leyti og telur manninn hljóta að hafa skaðað sjálfan sig. Auk kröfu um fimm ára fangelsisdóm að lágmarki liggur fyrir einkaréttarkrafa í málinu af hálfu tengdasonarins á hendur ákærðu upp á þrjár milljónir króna í miskabætur. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna. Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
Saksóknari í hnífsstungumáli krefst þess að sjötug kona verði dæmd í að lágmarki fimm ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps í parhúsi á Akranesi laugardaginn 10. nóvember. Aðalmeðferð í málinu fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Konan neitar sök og ber meðal annars fyrir sig minnisleysi. Hana rekur minni til þess að hafa drukkið tvo bjór en vínandamagn í blóði hennar svarar til mun meiri áfengisdrykkju. Konan er ákærð fyrir að hafa stungið tengdason sinn með eldhúshníf með tæplega 20 sentímetra löngu blaði hægra megin við brjóstkassann. Afleiðingarnar voru þær að tengdasonurinn hlaut 3-4 sentímetra breitt stungusár við fjórða og fimmta rifjabil fram hjá brjóstkassa og inn í breiðasta bakvöðvann og olli áverkinn m.a. skaða á tveimur litlum slagæðum með verulegri blæðingu.Áfengi við hönd Tengdasonurinn lýsti því fyrir dómi í gær að hann hefði óttast um líf sitt umrædda nótt og geri enn. Ákærða og tengdasonurinn voru saman á heimilinu þar sem hún aðstoðaði við að gæta barna á meðan móðirin var erlendis. Vínandamagn í blóði mannsins mældist 0,9 svo ljóst er að bæði höfðu áfengi við hönd umrædda nótt. Frásögn þeirra af því sem leiddi til hnífsstungunnar er æði ólík. Lagði verjandi konunnar á það áherslu að óháð öðrum þáttum hefði það ekki getað verið markmið konunnar að bana tengdasyni sínum. Hann segir svo frá að hann hafi verið ósáttur að hún væri að gæta barna svo drukkin. Hann hafi svo farið að sofa en vaknað við að hún væri komin inn í svefnherbergi hans. Þegar hann ætlaði að koma henni út úr herberginu hafi hann fundið fyrir hnífsstungunni.Krefst þriggja milljóna króna í miskabætur Konan ber sem fyrr segir fyrir sig minnisleysi að nokkur leyti og telur manninn hljóta að hafa skaðað sjálfan sig. Auk kröfu um fimm ára fangelsisdóm að lágmarki liggur fyrir einkaréttarkrafa í málinu af hálfu tengdasonarins á hendur ákærðu upp á þrjár milljónir króna í miskabætur. Reikna má með því að dómur verði kveðinn upp innan fjögurra vikna.
Akranes Dómsmál Tengdar fréttir Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53 Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35 Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Sjá meira
Segir tengdason sinn jafnvel hafa gengið á hnífinn Kona ákærð fyrir að reyna að drepa tengdason sinn á Akranesi. 6. febrúar 2019 17:53
Tengdamamman minnist tveggja bjóra en virðist hafa drukkið margfalt meira Kona á sjötugsaldri sem sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Akranesi í nóvember minnist þess að hafa drukkið tvo bjóra en viti ekki hvort hún hafi drukkið meira. 29. apríl 2019 15:35
Grunuð um að hafa reynt að drepa tengdason sinn og afmá verksummerki Einnig grunuð um að hafa stungið á hjólbarða bíls til að varna því að maðurinn kæmist í burtu. 22. nóvember 2018 16:34