Öðruvísi matarsóun á sér stað í sumarfríinu Birna Dröfn Jónasdóttir og Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júlí 2019 07:00 Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari hefur látið sig matarsóun varða um árabil og hefur sem dæmi gert fjölda myndskeiða og haldið matreiðslunámskeið þar sem hún fer yfir ýmis atriði til að koma í veg fyrir matarsóun. Í viðhorfskönnun sem framkvæmd var í fyrra kom fram að algengasta ástæða þess að fólk henti mat var að maturinn væri útrunninn, eða um 67,3 prósent. Næstalgengasta ástæða matarsóunar er skemmdur matur eða gæði matar ónóg, eða 56,3 prósent. Of mikill matur gerður eða of stór skammtur er þriðja veigamesta ástæðan, eða 42,4 prósent. Dóra segir í samtali við Fréttablaðið að gott sé að hafa matarsóunina í huga þegar ferðalög eru í vændum. Bæði sé gott að undirbúa sig með því að borða það sem er til og jafnvel elda súpur og kássur úr því sem til er og frysta. Þá sé gott að nýta það sem er til fyrir, þegar farið er í bústað eða útilegu. Þá geti einnig skipt verulegu máli að passa skammtastærðir. „Þegar fólk fer í sumarfrí þá fer rútínan út um gluggann og þá fer að myndast öðruvísi sóun,“ segir Dóra. Hún segir að í fyrsta lagi sé mikilvægt að fara vel yfir ísskápinn áður en farið er í ferðalag. „Nokkrum dögum áður er gott að byrja markvisst að borða úr honum þannig að það sé ekkert skilið eftir sem skemmist. Eins er gott að tala við nágranna, ættingja og vini hvort þau séu ekki til í aukamjólkurfernu eða eitthvað slíkt sem maður tekur ekki með sér í fríið,“ segir Dóra. Hún mælir með því að nýta grænmeti í súpur eða kássur daginn áður en farið er til útlanda og frysta svo afganginn. „Þá er maður líka búinn að vinna sér inn fyrstu dagana þegar maður kemur til baka,“ segir Dóra og hlær. Hún mælir með því að þegar farið er í sumarbústað og útilegu sé tekið með það sem er til, eins og sinnep og kokteilsósa og annað sem yfirleitt er til á flestum heimilum og oft notað í bústaðnum.Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari„Taka það með í bústaðinn, og heim aftur. Ekki skilja það eftir í leigubústað vegna þess að því er hent. Þegar maður kemur í bústað og finnur matvöru sem maður kannski veit ekki hversu gömul er eða hvernig var geymd þá notar maður hana ekki,“ segir Dóra. Hún segir að í útilegunni sé auðvitað skortur á góðu geymslu- og kæliplássi og því sé mikilvægt að gæta að skammtastærðum. „Ekki vera með of stórar einingar og vera með plan. Það getur hreinlega borgað sig að áætla hversu oft þið borðið morgunmat og hádegismat og svo kannski hvort eða hvenær það er farið út að borða. Þannig að maður sé ekki að taka of mikið með sér,“ segir Dóra. Hún segir einnig mikilvægt þegar maður er á ferðalagi að muna að kaupa vörur sem lokast vel og geymast vel. „Það er gott að vera með box með sér,“ segir Dóra. Hún segir að hún reyni að nýta það sem til er og sé ekkert endilega að kaupa ný box. Það sé vel hægt að endurnýta mikið af plast- og glerumbúðum sem maturinn er seldur í. „Það borgar sig að kíkja á merkingar á plastboxum. Þau eru merkt með hnífapörum séu þau ætluð matvælum og snjókorni ef þau mega fara í frysti, því ekki þolir allt plast frost,“ segir Dóra. Hún segir mikilvægt að hafa hugfast að sama hversu lítið það er, þá skipti allt sem við gerum máli. „Allt sem við gerum skiptir máli, lítið og stórt, og allt sem er gert er betra en ekkert. En það er gott að vera meðvitaður þegar maður er á ferðalagi að henda ekki öllu. Vissulega er þetta oft flóknara. Maður er á nýjum stað og veit ekki alveg hvernig hlutirnir virka. Fyrst og fremst snýst þetta um að vera ekki að kaupa of mikið, vera með plan og nota heilbrigða skynsemi. Svo er þetta líka svo gott fyrir budduna, það kostar að sóa mat,“ segir Dóra. Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Fá heimili og fyrirtæki til að mæla matarsóun Gríðarlegu magni af matvælum er sóað á hverjum degi. Gert er ráð fyrir að Reykvíkingar hendi mat að andvirði 4,5 milljörðum árlega. Á þessu ári verður leitað til heimila og fyrirtækja til að kanna magn matarúrgangs. Hægt er að koma í veg fyrir matarsóun með góðri skipulagningu ásamt því að fylgjast betur með hvað er til í ísskápnum. 18. júlí 2019 04:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari hefur látið sig matarsóun varða um árabil og hefur sem dæmi gert fjölda myndskeiða og haldið matreiðslunámskeið þar sem hún fer yfir ýmis atriði til að koma í veg fyrir matarsóun. Í viðhorfskönnun sem framkvæmd var í fyrra kom fram að algengasta ástæða þess að fólk henti mat var að maturinn væri útrunninn, eða um 67,3 prósent. Næstalgengasta ástæða matarsóunar er skemmdur matur eða gæði matar ónóg, eða 56,3 prósent. Of mikill matur gerður eða of stór skammtur er þriðja veigamesta ástæðan, eða 42,4 prósent. Dóra segir í samtali við Fréttablaðið að gott sé að hafa matarsóunina í huga þegar ferðalög eru í vændum. Bæði sé gott að undirbúa sig með því að borða það sem er til og jafnvel elda súpur og kássur úr því sem til er og frysta. Þá sé gott að nýta það sem er til fyrir, þegar farið er í bústað eða útilegu. Þá geti einnig skipt verulegu máli að passa skammtastærðir. „Þegar fólk fer í sumarfrí þá fer rútínan út um gluggann og þá fer að myndast öðruvísi sóun,“ segir Dóra. Hún segir að í fyrsta lagi sé mikilvægt að fara vel yfir ísskápinn áður en farið er í ferðalag. „Nokkrum dögum áður er gott að byrja markvisst að borða úr honum þannig að það sé ekkert skilið eftir sem skemmist. Eins er gott að tala við nágranna, ættingja og vini hvort þau séu ekki til í aukamjólkurfernu eða eitthvað slíkt sem maður tekur ekki með sér í fríið,“ segir Dóra. Hún mælir með því að nýta grænmeti í súpur eða kássur daginn áður en farið er til útlanda og frysta svo afganginn. „Þá er maður líka búinn að vinna sér inn fyrstu dagana þegar maður kemur til baka,“ segir Dóra og hlær. Hún mælir með því að þegar farið er í sumarbústað og útilegu sé tekið með það sem er til, eins og sinnep og kokteilsósa og annað sem yfirleitt er til á flestum heimilum og oft notað í bústaðnum.Dóra Svavarsdóttir matreiðslumeistari„Taka það með í bústaðinn, og heim aftur. Ekki skilja það eftir í leigubústað vegna þess að því er hent. Þegar maður kemur í bústað og finnur matvöru sem maður kannski veit ekki hversu gömul er eða hvernig var geymd þá notar maður hana ekki,“ segir Dóra. Hún segir að í útilegunni sé auðvitað skortur á góðu geymslu- og kæliplássi og því sé mikilvægt að gæta að skammtastærðum. „Ekki vera með of stórar einingar og vera með plan. Það getur hreinlega borgað sig að áætla hversu oft þið borðið morgunmat og hádegismat og svo kannski hvort eða hvenær það er farið út að borða. Þannig að maður sé ekki að taka of mikið með sér,“ segir Dóra. Hún segir einnig mikilvægt þegar maður er á ferðalagi að muna að kaupa vörur sem lokast vel og geymast vel. „Það er gott að vera með box með sér,“ segir Dóra. Hún segir að hún reyni að nýta það sem til er og sé ekkert endilega að kaupa ný box. Það sé vel hægt að endurnýta mikið af plast- og glerumbúðum sem maturinn er seldur í. „Það borgar sig að kíkja á merkingar á plastboxum. Þau eru merkt með hnífapörum séu þau ætluð matvælum og snjókorni ef þau mega fara í frysti, því ekki þolir allt plast frost,“ segir Dóra. Hún segir mikilvægt að hafa hugfast að sama hversu lítið það er, þá skipti allt sem við gerum máli. „Allt sem við gerum skiptir máli, lítið og stórt, og allt sem er gert er betra en ekkert. En það er gott að vera meðvitaður þegar maður er á ferðalagi að henda ekki öllu. Vissulega er þetta oft flóknara. Maður er á nýjum stað og veit ekki alveg hvernig hlutirnir virka. Fyrst og fremst snýst þetta um að vera ekki að kaupa of mikið, vera með plan og nota heilbrigða skynsemi. Svo er þetta líka svo gott fyrir budduna, það kostar að sóa mat,“ segir Dóra.
Birtist í Fréttablaðinu Matur Umhverfismál Tengdar fréttir Fá heimili og fyrirtæki til að mæla matarsóun Gríðarlegu magni af matvælum er sóað á hverjum degi. Gert er ráð fyrir að Reykvíkingar hendi mat að andvirði 4,5 milljörðum árlega. Á þessu ári verður leitað til heimila og fyrirtækja til að kanna magn matarúrgangs. Hægt er að koma í veg fyrir matarsóun með góðri skipulagningu ásamt því að fylgjast betur með hvað er til í ísskápnum. 18. júlí 2019 04:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Fá heimili og fyrirtæki til að mæla matarsóun Gríðarlegu magni af matvælum er sóað á hverjum degi. Gert er ráð fyrir að Reykvíkingar hendi mat að andvirði 4,5 milljörðum árlega. Á þessu ári verður leitað til heimila og fyrirtækja til að kanna magn matarúrgangs. Hægt er að koma í veg fyrir matarsóun með góðri skipulagningu ásamt því að fylgjast betur með hvað er til í ísskápnum. 18. júlí 2019 04:00