Isavia afhendir ALC vélina og fjarlægir vinnuvélar Sighvatur Jónsson skrifar 18. júlí 2019 11:04 Vinnuvélar hafa verið fjarlægðar en þeim var komið fyrir við Airbus farþegaþotu ALC þegar hún var kyrrsett við gjaldþrot WOW air í lok mars. Mynd/Oddur Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið tekið fyrir hjá embættinu í morgun. Isavia hafi samþykkt að afhenda vélina í samræmi við dómsúrskurð og því þurfi sýslumaður ekki að koma frekar að málinu. Héraðsdómur úrskurðaði í gær að Isavia væri óheimilt að halda farþegaþotu sem ALC leigði til WOW air. Isavia kyrrsetti vélina vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air við Isavia. Flugvélaleigan ALC hefur greitt 87 milljóna króna kröfur sem snýr eingöngu að notkun þotunnar og er heimilt að fljúga henni frá Íslandi.Kapphlaup við tímann Eftir rúmlega þriggja mánaða deilur um vélina er óhætt að segja að hafið sé kapphlaup við tímann. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og vísaði til þess við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni í morgun. Sýslumaður varð ekki við ósk Isavia um frestun þar sem úrskurður héraðsdóms tekur á því að réttaráhrifum verði ekki frestað þó kært sé til æðra dómstigs. Í morgun voru vinnuvélar fjarlægðar sem var komið fyrir við þotuna þegar hún var kyrrsett. Áður en vélin tekur á loft verður meðal annars að skila inn flugáætlun til flugstjórnarmiðstöðvar Isavia. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott á morgun eða laugardag. Það geti þó tafist um nokkra daga.Farþegaþota er ekki eins og bíll þar sem þú sest upp í og setur svissinn á og kúplar gírnum frá og allt það. „Það tekur tíma að koma henni í það stand að flugmálayfirvöld hér votti það að hún sé flughæf sem kallað er og það er eftir forskrift frá framleiðanda vélarinnar,“ segir Oddur. Hann segir að unnið hafi verið eftir áætlun fyrstu 90 dagana sem vélin var kyrrsett til að viðhalda flughæfi hennar. Eftir það hafi önnur áætlun tekið gildi sem geti haft þau áhrif að það taki nokkra daga að uppfylla skilyrði flugmálayfirvalda um að fljúga vélinni á ný. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, telur kæru Isavia til Landsréttar engu breyta. Líklegt verður að teljast að Landsréttur fjalli um málið eftir að vél ALC verður farin af landi brott. Fréttin hefur verið uppfærð. Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Isavia hefur samþykkt að láta Airbus farþegaþotu bandarísku flugvélaleigunnar ALC af hendi í samræmi við úrskurð héraðsdóms í gær. Lögmaður ALC segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott strax á morgun. Ásdís Ármannsdóttir, sýslumaður á Suðurnesjum, segir í samtali við fréttastofu að málið hafi verið tekið fyrir hjá embættinu í morgun. Isavia hafi samþykkt að afhenda vélina í samræmi við dómsúrskurð og því þurfi sýslumaður ekki að koma frekar að málinu. Héraðsdómur úrskurðaði í gær að Isavia væri óheimilt að halda farþegaþotu sem ALC leigði til WOW air. Isavia kyrrsetti vélina vegna tveggja milljarða króna skuldar WOW air við Isavia. Flugvélaleigan ALC hefur greitt 87 milljóna króna kröfur sem snýr eingöngu að notkun þotunnar og er heimilt að fljúga henni frá Íslandi.Kapphlaup við tímann Eftir rúmlega þriggja mánaða deilur um vélina er óhætt að segja að hafið sé kapphlaup við tímann. Isavia hefur kært úrskurð héraðsdóms til Landsréttar og vísaði til þess við fyrirtöku málsins hjá sýslumanni í morgun. Sýslumaður varð ekki við ósk Isavia um frestun þar sem úrskurður héraðsdóms tekur á því að réttaráhrifum verði ekki frestað þó kært sé til æðra dómstigs. Í morgun voru vinnuvélar fjarlægðar sem var komið fyrir við þotuna þegar hún var kyrrsett. Áður en vélin tekur á loft verður meðal annars að skila inn flugáætlun til flugstjórnarmiðstöðvar Isavia. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, segir stefnt að því að fljúga vélinni af landi brott á morgun eða laugardag. Það geti þó tafist um nokkra daga.Farþegaþota er ekki eins og bíll þar sem þú sest upp í og setur svissinn á og kúplar gírnum frá og allt það. „Það tekur tíma að koma henni í það stand að flugmálayfirvöld hér votti það að hún sé flughæf sem kallað er og það er eftir forskrift frá framleiðanda vélarinnar,“ segir Oddur. Hann segir að unnið hafi verið eftir áætlun fyrstu 90 dagana sem vélin var kyrrsett til að viðhalda flughæfi hennar. Eftir það hafi önnur áætlun tekið gildi sem geti haft þau áhrif að það taki nokkra daga að uppfylla skilyrði flugmálayfirvalda um að fljúga vélinni á ný. Oddur Ástráðsson, lögmaður ALC, telur kæru Isavia til Landsréttar engu breyta. Líklegt verður að teljast að Landsréttur fjalli um málið eftir að vél ALC verður farin af landi brott. Fréttin hefur verið uppfærð.
Deilur ISAVIA og ALC Dómsmál Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur WOW Air Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira