Holmes, sem hefur aldrei unnið risamót á ferlinum, lék fyrsta hringinn á fimm höggum undir pari. Hann er með eins höggs forystu á Írann Shane Lowry.
Holmes fékk skolla á fyrstu holunni en gerði ekki fleiri mistök á hringnum og fékk alls sex fugla.
A bogey on the 1st but it was red from then on for @JBHolmesgolf. He finishes with a 66 and is the clubhouse leader #TheOpen#NTTDATAWall
Live scoringhttps://t.co/eQjasgPOwfpic.twitter.com/kyOZyicmCL
— The Open (@TheOpen) July 18, 2019
Spánverjinn Jon Rahm var um tíma með forystuna en fór illa að ráði sínu á síðustu fjórum holunum þar sem hann fékk tvo skolla.
Rahm er í 3. sæti á þremur höggum undir pari ásamt 13 öðrum kylfingum. Þeirra á meðal er Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka sem situr á toppi heimslistans.
Sigurvegarinn frá því í fyrra, Ítalinn Francesco Molinari, er í 95. sæti á þremur höggum yfir pari.
Margir stórlaxar náðu sér ekki á strik í dag. Phil Mickelson er á fimm höggum yfir pari og Tiger Woods lék á sjö höggum yfir pari og er á meðal neðstu manna. Heimamaðurinn Rory McIlroy átti afar erfiðan dag og lék á átta höggum yfir pari.
David Duval, sem vann Opna breska fyrir 18 árum, er neðstur en hann lék hringinn í dag á 20 höggum yfir pari. Duval þurfti 13 högg til að klára sjöundu holuna sem er par fimm hola.
Argentínumaðurinn Emiliano Grillo gleymir deginum í dag ekki í bráð en hann fór holu í höggi á 13. holu.
HOLE-IN-ONE! @GrilloEmiliano with the 1st ace at The Open since 2016 #TheOpen
Live coveragehttps://t.co/V5gkRJCUkC … pic.twitter.com/msunSxlDaU
— The Open (@TheOpen) July 18, 2019
Bein útsending frá öðrum hring Opna breska hefst klukkan 05:30 á Stöð 2 Golf í fyrramálið.
A look at the leaderboard after Round 1 of The 148th Open. For all scoring, hole and player statshttps://t.co/eQjasgPOwf#TheOpen#NTTDATAWallpic.twitter.com/NbgEXZRIBA
— The Open (@TheOpen) July 18, 2019