Kjöt af sjúkum pólskum kúm selt til annarra Evrópuríkja Samúel Karl Ólason skrifar 31. janúar 2019 15:45 Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar. Um það bil tvö og hálft tonn af nautakjöti af sjúkum kúm sem slátrað var með ólöglegum hætti í Póllandi var selt til ellefu Evrópuríkja. Matvælastofnun Póllands segir kjötið einnig hafa verið selt í Póllandi en það hafi allt verið innkallað. Þar að auki var það selt til Eistlands, Finnlands, Frakklands, Litháen, Rúmeníu, Portúgal, Slóvakíu, Spánar, Svíþjóðar, Ungverjalands og Þýskalands. Upp komst um slátrunina vegna leynilegra upptaka sjónvarpstöðvarinn TVN í Póllandi. Upptökurnar sýna að veikum kúm var slátrað án þess að dýralæknir væri viðstaddur, eins og lög segi til um að þurfi að vera. Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar og þurfti að draga þær inn í sláturhúsið.Þrátt fyrir það stóð á umbúðum kjötsins að framleiðsla þess hefði fylgt lögum og reglum. Sláturhúsinu hefur verið lokað, samkvæmt BBC, en ekki áður en kjötið var flutt á brott. Yfirvöld í Póllandi segja að um skýran brotavilja hafi verið að ræða enda hafi slátrunin farið fram að nóttu til svo eftirlitsaðilar kæmust ekki á snoðir um hana. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að verið sé að vinna í því að elta kjötið uppi og eyða því. Yfirvöld í Svíþjóð segja hluta kjötsins hafa verið seldan til fjögurra fyrirtækja þar í landi. Um 250 kíló enduðu í Finnlandi og er verið að kanna hvort það hafi verið selt í búðum. Málið þykir minna á atvik árið 2013 þegar í ljós kom að hrossakjöt hafði verið blandað við Nautakjöt í massavís og það selt víða um Evrópu. Árið 2015 var hollenskur maður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins.Innan Evrópusambandsins er upprunalandi kjötvara skylt að tryggja að skoðun kjöts fari fram áður en það er flutt úr landi. Þá segja reglur einnig til um að skoða þurfi dýr bæði áður og eftir að þeim er slátrað í viðurvist dýralækna. Yfirvöld í Póllandi ætla að setja upp eftirlitsmyndavélar í sláturhúsum og fjölga eftirlitsmönnum í kjölfar umfjöllunar TVN. Þá hefur lögreglan sett rannsókn á lagnirnar sem beinist gegn tveimur fyrirtækjum sem sögð eru hafa komið að slátruninni. Dýr Evrópusambandið Pólland Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Um það bil tvö og hálft tonn af nautakjöti af sjúkum kúm sem slátrað var með ólöglegum hætti í Póllandi var selt til ellefu Evrópuríkja. Matvælastofnun Póllands segir kjötið einnig hafa verið selt í Póllandi en það hafi allt verið innkallað. Þar að auki var það selt til Eistlands, Finnlands, Frakklands, Litháen, Rúmeníu, Portúgal, Slóvakíu, Spánar, Svíþjóðar, Ungverjalands og Þýskalands. Upp komst um slátrunina vegna leynilegra upptaka sjónvarpstöðvarinn TVN í Póllandi. Upptökurnar sýna að veikum kúm var slátrað án þess að dýralæknir væri viðstaddur, eins og lög segi til um að þurfi að vera. Kýrnar voru það veikar að þær gátu ekki staðið í lappirnar og þurfti að draga þær inn í sláturhúsið.Þrátt fyrir það stóð á umbúðum kjötsins að framleiðsla þess hefði fylgt lögum og reglum. Sláturhúsinu hefur verið lokað, samkvæmt BBC, en ekki áður en kjötið var flutt á brott. Yfirvöld í Póllandi segja að um skýran brotavilja hafi verið að ræða enda hafi slátrunin farið fram að nóttu til svo eftirlitsaðilar kæmust ekki á snoðir um hana. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins segir að verið sé að vinna í því að elta kjötið uppi og eyða því. Yfirvöld í Svíþjóð segja hluta kjötsins hafa verið seldan til fjögurra fyrirtækja þar í landi. Um 250 kíló enduðu í Finnlandi og er verið að kanna hvort það hafi verið selt í búðum. Málið þykir minna á atvik árið 2013 þegar í ljós kom að hrossakjöt hafði verið blandað við Nautakjöt í massavís og það selt víða um Evrópu. Árið 2015 var hollenskur maður dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi vegna málsins.Innan Evrópusambandsins er upprunalandi kjötvara skylt að tryggja að skoðun kjöts fari fram áður en það er flutt úr landi. Þá segja reglur einnig til um að skoða þurfi dýr bæði áður og eftir að þeim er slátrað í viðurvist dýralækna. Yfirvöld í Póllandi ætla að setja upp eftirlitsmyndavélar í sláturhúsum og fjölga eftirlitsmönnum í kjölfar umfjöllunar TVN. Þá hefur lögreglan sett rannsókn á lagnirnar sem beinist gegn tveimur fyrirtækjum sem sögð eru hafa komið að slátruninni.
Dýr Evrópusambandið Pólland Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira