Borg fyrir lifandi eða liðna? Jóhannes Stefánsson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Nú standa fyrir dyrum framkvæmdir á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Framkvæmdirnar hafa verið áformaðar lengi og þær byggingar sem nú eiga að rísa eru að mestu á skipulagi frá árinu 1987. Um er að ræða gamla Landsímahúsið og viðbyggingar þess, sem hafa verið í niðurníðslu um langt skeið. Á undanförnum árum hefur farið fram mjög ítarleg fornleifarannsókn á reitnum. Minjastofnun veitti leyfi fyrir því að rannsaka og fjarlægja þær minjar sem þar fundust. Rannsóknin mun veita skýrari mynd af sögu reitsins, en hefur einnig leitt í ljós að við fyrri framkvæmdir hefur minjum þar verið raskað verulega.Engar minjar eftir á Landsímareitnum Núgildandi skipulag reitsins var samþykkt 2013, með lítilsháttar breytingum í ársbyrjun 2018. Í skipulaginu segir að jarðhæð reitsins, einkum við Austurvöll og Víkurgarð, eigi að vera almannarými, þ.e. veitingastaðir, verslanir og kaffihús. Ætlunin er sú að unnt verði að vera með veitingasölu við vesturhlið Austurvallar og hægt að sitja þar úti á góðviðrisdögum. Hið sama á við um Víkurgarð. Á sama hátt og við Austurvöll er gert ráð fyrir veitingasölu og því að unnt verði að sitja úti í garðinum á góðviðrisdögum. Því miður hefur Víkurgarður ekki verið svæði sem Reykvíkingar eða aðrir hafa viljað sækja. Ekki hefur verið unnt að njóta til fulls þeirrar merku menningar og sögu sem garðurinn hefur að geyma. Þvert á móti hefur svæðið verið óaðlaðandi og verið áningarstaður útigangsmanna árum saman. Eigendur Landsímareitsins hafa átt gott samstarf við Minjastofnun frá því að farið var að undirbúa framkvæmdir þar árið 2015. Allar rannsóknir hafa enda verið með samþykki og eftirliti stofnunarinnar. Það kom því verulega á óvart þegar stofnunin ákvað að skyndifriða tiltekið svæði á Landsímareitnum, en á því svæði er gert ráð fyrir veitingahúsum og hóteli samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, teikningum og byggingarleyfi. Ekki síst var það óvænt vegna þess að á umræddu svæði eru engar minjar, heldur eingöngu möl. Borgin vill lifandi torg Með skyndifriðun á Landsímareitnum vill Minjastofnun koma í veg fyrir að innangengt sé á veitingahæð hótelsins frá Víkurgarði. Staðsetning inngangsins fer þó eftir samþykktum teikningum og deiliskipulagi Reykjavíkurborgar, sem Minjastofnun gerði ekki athugasemdir við. Ástæða þessarar afstöðu er sú að Minjastofnun telur aukna umferð gangandi um Víkurgarð óæskilega. Ekki eigi að skapa götustemningu með útiveitingum í garðinum. Er þó ekki rökstutt hvers vegna. Þessi afstaða fer þvert gegn hugmyndum Reykjavíkurborgar um gera garðinn að aðlaðandi útisvæði fyrir gesti og gangandi, með veitinga- og kaffihúsum sem skapa lifandi götustemningu. Borgin vill að þar séu matar- og jólamarkaðir og iðandi mannlíf, eins og þekkist í þeim borgum sem Íslendingar sækja gjarnan heim. Sögur eru til að segja þær Hugmyndir Minjastofnunar eru gjörólíkar skipulagshugmyndum borgarinnar. Hefur það viðhorf komið fram að þar eigi að takmarka umferð og jafnvel að girða garðinn af með járngirðingu. Í rökstuðningi Minjastofnunar er fundið að því að Víkurgarður sé notaður sem útisvæði fyrir veitingahús og að þar séu staðsettir matarvagnar. Telur Minjastofnun að ef Víkurgarður verði notaður sem líflegt útisvæði fyrir gesti og gangandi sé menningarminjum fórnað. Þarna virðist stillt upp sem andstæðum; auknum fólksfjölda í Víkurgarði annars vegar og virðingu fyrir sögu hans hins vegar. Að mínu viti er þetta hins vegar ekki rétt nálgun. Mannlíf og virðing fyrir sögunni og minjum eru ekki tveir aðskildir hlutir heldur nátengdir. Leiðin til að hefja Víkurgarð til vegs og virðingar er ekki að girða hann af með járnhliði eða reyna að bægja mannlífi frá torginu, heldur þvert á móti með því að gera hann aðlaðandi og vistlegan fyrir borgarbúa og gesti okkar. Í því felst ekki vanvirðing fyrir sögunni eða þeim látnu, heldur einfaldlega sú nálgun að borgin þarf að þróast fyrir þá sem byggja hana hverju sinni. Virðing fyrir minjum felst ekki endilega í því að láta þær liggja óhreyfðar og illa farnar í jörðinni, heldur að rannsaka þær, skoða og gera þær aðgengilegar.Höfundur er framkvæmdastjóri Lindarvatns Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Stefánsson Skipulag Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú standa fyrir dyrum framkvæmdir á Landsímareitnum í miðbæ Reykjavíkur. Framkvæmdirnar hafa verið áformaðar lengi og þær byggingar sem nú eiga að rísa eru að mestu á skipulagi frá árinu 1987. Um er að ræða gamla Landsímahúsið og viðbyggingar þess, sem hafa verið í niðurníðslu um langt skeið. Á undanförnum árum hefur farið fram mjög ítarleg fornleifarannsókn á reitnum. Minjastofnun veitti leyfi fyrir því að rannsaka og fjarlægja þær minjar sem þar fundust. Rannsóknin mun veita skýrari mynd af sögu reitsins, en hefur einnig leitt í ljós að við fyrri framkvæmdir hefur minjum þar verið raskað verulega.Engar minjar eftir á Landsímareitnum Núgildandi skipulag reitsins var samþykkt 2013, með lítilsháttar breytingum í ársbyrjun 2018. Í skipulaginu segir að jarðhæð reitsins, einkum við Austurvöll og Víkurgarð, eigi að vera almannarými, þ.e. veitingastaðir, verslanir og kaffihús. Ætlunin er sú að unnt verði að vera með veitingasölu við vesturhlið Austurvallar og hægt að sitja þar úti á góðviðrisdögum. Hið sama á við um Víkurgarð. Á sama hátt og við Austurvöll er gert ráð fyrir veitingasölu og því að unnt verði að sitja úti í garðinum á góðviðrisdögum. Því miður hefur Víkurgarður ekki verið svæði sem Reykvíkingar eða aðrir hafa viljað sækja. Ekki hefur verið unnt að njóta til fulls þeirrar merku menningar og sögu sem garðurinn hefur að geyma. Þvert á móti hefur svæðið verið óaðlaðandi og verið áningarstaður útigangsmanna árum saman. Eigendur Landsímareitsins hafa átt gott samstarf við Minjastofnun frá því að farið var að undirbúa framkvæmdir þar árið 2015. Allar rannsóknir hafa enda verið með samþykki og eftirliti stofnunarinnar. Það kom því verulega á óvart þegar stofnunin ákvað að skyndifriða tiltekið svæði á Landsímareitnum, en á því svæði er gert ráð fyrir veitingahúsum og hóteli samkvæmt samþykktu deiliskipulagi, teikningum og byggingarleyfi. Ekki síst var það óvænt vegna þess að á umræddu svæði eru engar minjar, heldur eingöngu möl. Borgin vill lifandi torg Með skyndifriðun á Landsímareitnum vill Minjastofnun koma í veg fyrir að innangengt sé á veitingahæð hótelsins frá Víkurgarði. Staðsetning inngangsins fer þó eftir samþykktum teikningum og deiliskipulagi Reykjavíkurborgar, sem Minjastofnun gerði ekki athugasemdir við. Ástæða þessarar afstöðu er sú að Minjastofnun telur aukna umferð gangandi um Víkurgarð óæskilega. Ekki eigi að skapa götustemningu með útiveitingum í garðinum. Er þó ekki rökstutt hvers vegna. Þessi afstaða fer þvert gegn hugmyndum Reykjavíkurborgar um gera garðinn að aðlaðandi útisvæði fyrir gesti og gangandi, með veitinga- og kaffihúsum sem skapa lifandi götustemningu. Borgin vill að þar séu matar- og jólamarkaðir og iðandi mannlíf, eins og þekkist í þeim borgum sem Íslendingar sækja gjarnan heim. Sögur eru til að segja þær Hugmyndir Minjastofnunar eru gjörólíkar skipulagshugmyndum borgarinnar. Hefur það viðhorf komið fram að þar eigi að takmarka umferð og jafnvel að girða garðinn af með járngirðingu. Í rökstuðningi Minjastofnunar er fundið að því að Víkurgarður sé notaður sem útisvæði fyrir veitingahús og að þar séu staðsettir matarvagnar. Telur Minjastofnun að ef Víkurgarður verði notaður sem líflegt útisvæði fyrir gesti og gangandi sé menningarminjum fórnað. Þarna virðist stillt upp sem andstæðum; auknum fólksfjölda í Víkurgarði annars vegar og virðingu fyrir sögu hans hins vegar. Að mínu viti er þetta hins vegar ekki rétt nálgun. Mannlíf og virðing fyrir sögunni og minjum eru ekki tveir aðskildir hlutir heldur nátengdir. Leiðin til að hefja Víkurgarð til vegs og virðingar er ekki að girða hann af með járnhliði eða reyna að bægja mannlífi frá torginu, heldur þvert á móti með því að gera hann aðlaðandi og vistlegan fyrir borgarbúa og gesti okkar. Í því felst ekki vanvirðing fyrir sögunni eða þeim látnu, heldur einfaldlega sú nálgun að borgin þarf að þróast fyrir þá sem byggja hana hverju sinni. Virðing fyrir minjum felst ekki endilega í því að láta þær liggja óhreyfðar og illa farnar í jörðinni, heldur að rannsaka þær, skoða og gera þær aðgengilegar.Höfundur er framkvæmdastjóri Lindarvatns
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun