Rétt í þessu var að ljúka keppni í svigi karla í undankeppni á HM í Åre. Fjórir íslenskir keppendur tóku þátt og náði einn þeirra, Sturla Snær Snorrason, að vera meðal 25 efstu og komst því beint í aðalkeppnina sem fer fram á morgun.
Sturla Snær var með rásnúmer 25 og eftir fyrri ferðina var hann í 20.sæti. Í þeirri síðari var hann með fimmta besta tímann og endaði að lokum í 12.sæti. Það dugir honum til að tryggja sér sæti í aðalkeppninni í sviginu sem fram fer á morgun.
Sigurður Hauksson endaði í 50.sæti á meðan þeir Gísli Rafn Guðmundsson og Kristinn Logi Auðunsson náðu ekki að klára seinni ferð.
Sturla Snær áfram úr undankeppninni
Smári Jökull Jónsson skrifar

Mest lesið





„Við völdum okkur ekki andstæðinga“
Handbolti

Glórulaus tækling Gylfa Þórs
Íslenski boltinn




Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“
Íslenski boltinn