Fótbolti

Bayern styrkti stöðuna á toppnum

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Bayern er í sterkri stöðu á toppnum
Bayern er í sterkri stöðu á toppnum vísir/getty
Bayern München styrkti stöðu sína á toppi þýsku Bundesligunnar með sigri á Hannover í dag.

Bayern og Dortmund eru í harðri baráttu um Þýskalandsmeistaratitilinn en með sigrinum í dag komst Bayern í fimm stiga forskot, Dortmund á þó leik til góða.

Robert Lewandowski kom Bayern yfir eftir hálftíma leik og Leon Goretzka tvöfaldaði forskot Bayern rétt fyrir hálfleik.

Jonathas kom inn á í hálfleik í liði Hannover og hann átti áhrifaríkar tíu mínútur. Fyrst skoraði hann mark fyrir Hannover af vítapunktinum á 51. mínútu. Hann fékk gult spald strax á eftir.

Á 55. mínútu fékk hann svo sitt annað gula spjald og var sendur af leikvelli. Gestirnir voru því manni færri í rúman hálftíma.

Franck Ribery skoraði þriðja mark Bayern á 84. mínútu og lauk leiknum með 3-1 sigri Bayern.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×