Erlent

Yfir 150 flugskeytum skotið yfir landamæri Ísrael og Palestínu

Andri Eysteinsson og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa
Báðar fylkingar skiptust á loftskeytum í dag og gær.
Báðar fylkingar skiptust á loftskeytum í dag og gær. Getty/AnadoluAgency
150 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-ströndinni yfir landamærin til Ísrael í dag, að sögn ísraelska hersins. Árásunum var svarað með mótárásum á Gaza-svæðið samkvæmt fréttum BBC.

Viðvörunarkerfi fóru í gang í suðurhluta Ísrael og voru íbúar svæðisins hvattir til þess að leita skjóls. Tveir slösuðust í árásunum, maður slasaðist í bænum Ashkelon, 10 kílómetrum frá Gaza og eldri kona varð einnig fyrir áverkum í bænum Kiryat Gat. Varnarmálaráðuneyti Ísrael segir að eldflaugavarnarkerfi ríkisins hafi tekist að skjóta niður tugi flugskeyta.

Ísraelski herinn brást við árásunum með gagnárás og varpaði skeytum á 30 staði þar sem talið er að Hamas-liðar hafist við. Yfirvöld í Palestínu segja að 22 ára gamall karlmaður hafi látið lífið í árás ísraelska hersins.

Hópur sem hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni á Ísrael hefur sagt árásina vera svar við ofbeldi Ísraelsstjórnar gegn Palestínumönnum í gær þar sem fjórir Palestínumenn létust sú átök eru sögð hafa verið hefndaraðgerðir vegna árása á ísraelska hermenn þar sem tveir létu lífið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×