Af ribböldum, ölkum og aumingjum Jakob Bjarnar skrifar 17. nóvember 2019 13:07 Stefán Máni heldur sínu striki og er að ná fantagóðum tökum á viðfangsefni sínu. Fréttablaðið/Arnþór Stefán Máni er forvitnilegur höfundur. Ég held ég hafi lesið megnið af því sem frá honum hefur komið í gegnum tíðina en hann vakti athygli strax í kringum aldamót með bókum sem lofuðu verulega góðu; sérstaklega finnst mér Ísrael; saga af manni, gott verk en hún kom út árið 2002. Þá strax sýndi Stefán Máni einn sinn helsta styrk þann sem er að lýsa umhverfi og aðstæðum af mikilli nákvæmni en um leið á afar lifandi máta sem heldur lesandanum vel við efnið og færir hann nær sögusviðinu. Þetta er ekki öllum rithöfundum gefið, langt í frá. Svo er það árið 2006 að Stefán Máni vendir sínu kvæði í kross og fer að skrifa spennubækur. Ekki hina norrænu samfélagslegu glæpasögu heldur er þetta nokkuð sem má kalla trylli þar sem höfundur steypir sér á bólakaf í undirheimana. Tryllir en ekki dæmigerður krimmi Fyrsta bókin af þessu tagi er Svartur á leik sem var meira að segja kynnt sem svo að höfundur hafi kannað sérstaklega hinn skuggalega geira sem sögusviðið tekur til. En það verður að segjast að öllu líkara er að um einhvers konar hliðarveruleika eða goðsagnaheim sé að ræða fremur en að frásögnin hafi yfir sér raunsæislegan blæ. Því var ekki nokkur leið að meta bókina sem svo að þarna sé veruleiki afhjúpaður sem hinn íslenski broddborgari þekkir aðeins af afspurn; heim eiturlyfja og ofbeldis. Ekki að hann sé ekki örugglega þarna einhvers staðar en hér má ef til vill um kenna persónusköpuninni sem jaðrar við að mega heita næf – skuggalegir og yfirskilvitlegir karakterar nánast eins og úr Marvel-mynd. Þá kemur hliðarskref með Túrista sem Stefán Máni hefði ef til vill betur sleppt, einskonar stílæfingar með frásagnarhátt. Segið okkur sögu og það gerir Stefán Máni því svo komu þær með látum bækur sem gera Stefán Mána einstakan höfund í íslenskum bókmenntum: Skipið, Ódáðahraun, Hyldýpi, Feigð, Húsið… Grimmd. og hann hefur haldið sínu striki með þennan söguheim sinn og stórkarlalega frásagnarmáta fram til þessa dags. (Stefán hefur einnig sent frá sér barna- og unglingabækur.) Nýjasta bókin heitir Aðventa og er hún til marks um að Stefán Máni hefur náð fantagóðum tökum á viðfangsefni sínu. Ég held að segja megi með góðri samvisku að hér sé um að ræða eina hans bestu bók – hún er raunsæislegri en fyrri bækur hans þessarar tegundar. Sem gæti reynst eftirsóknarvert í huga höfundar að því leyti til að lesandanum veitist þannig auðveldara að tengjast söguefninu þó vissulega sé eftir sem áður fjallað um svaðamenni, vesalinga og nokkur ólíkindi. Ef til vill er höfundur að teygja sig meira í átt til hinnar raunsæislegu glæpasögu með þessari bók þó ekki sé til að dreifa því sem dregur hana fram: Hver er sá seki? Beinskeyttari en fyrri bækur Fléttað er inn í söguna málefnum líðandi stundar og gæti til dæmis einhverjum hnikt við því sem persónur segja um innflytjendamál, sem er ágætt. Við förum ekki að rugla saman höfundi og persónum eins og handritshöfundar sjónvarpsþáttanna Ófærð beygðu sig undir eftir að fram kom glórulaus gagnrýni sem sneri að orðfæri íslenskra rauðhálsa og nýnasista; að það hafi ekki verið nógu réttþenkjandi?! Líkt er sem Stefán Máni hafi notið betri ritstjórnar en oft áður hvort sem það er nú markviss yfirlestur eða hann hafi beitt sjálfan sig harðari sjálfsgagnrýni, verið grimmari með skærin því Aðventa er knappari en margar fyrri bóka hans og beinskeyttari. Þó ekki sé hægt að kvarta undan því að ekki sé hraði í frásögn í fyrri bókum. Stefán Máni er sem fyrr meistari umhverfislýsinganna; að bregða upp mynd af öllum aðstæðum áreynslulaust og samtölin, sem hafa verið hans Akkilesarhæll, eru miklu þjálli og betri en ég hef áður séð frá honum. Þessi bókaflokkur með Hörð Grímsson, hinn skyggna og tröllvaxna lögreglumann sem aðalpersónu, nú við að missa tök á drykkjunni, eru stórkarlalegar strákabókmenntir. Þær einu sinnar tegundar á Íslandi. Sem er nokkurs um vert. Þó kannski megi heita ólíklegt að sú tegund falli í kramið meðal þeirra sem um véla með listamannalaun, þar er einsleitari hjörð við garðann, gerir hún það hjá þessum lesanda hér sem reif í sig bókina sér til mikillar ánægju. Niðurstaða: Meðan Hörður Grímsson er að missa tökin á drykkjunni er Stefán Máni að ná fullkomnum tökum á viðfangsefni sínu; strákabók eins og þær gerast bestar og fyrir það ber að þakka. Bókmenntir Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Stefán Máni er forvitnilegur höfundur. Ég held ég hafi lesið megnið af því sem frá honum hefur komið í gegnum tíðina en hann vakti athygli strax í kringum aldamót með bókum sem lofuðu verulega góðu; sérstaklega finnst mér Ísrael; saga af manni, gott verk en hún kom út árið 2002. Þá strax sýndi Stefán Máni einn sinn helsta styrk þann sem er að lýsa umhverfi og aðstæðum af mikilli nákvæmni en um leið á afar lifandi máta sem heldur lesandanum vel við efnið og færir hann nær sögusviðinu. Þetta er ekki öllum rithöfundum gefið, langt í frá. Svo er það árið 2006 að Stefán Máni vendir sínu kvæði í kross og fer að skrifa spennubækur. Ekki hina norrænu samfélagslegu glæpasögu heldur er þetta nokkuð sem má kalla trylli þar sem höfundur steypir sér á bólakaf í undirheimana. Tryllir en ekki dæmigerður krimmi Fyrsta bókin af þessu tagi er Svartur á leik sem var meira að segja kynnt sem svo að höfundur hafi kannað sérstaklega hinn skuggalega geira sem sögusviðið tekur til. En það verður að segjast að öllu líkara er að um einhvers konar hliðarveruleika eða goðsagnaheim sé að ræða fremur en að frásögnin hafi yfir sér raunsæislegan blæ. Því var ekki nokkur leið að meta bókina sem svo að þarna sé veruleiki afhjúpaður sem hinn íslenski broddborgari þekkir aðeins af afspurn; heim eiturlyfja og ofbeldis. Ekki að hann sé ekki örugglega þarna einhvers staðar en hér má ef til vill um kenna persónusköpuninni sem jaðrar við að mega heita næf – skuggalegir og yfirskilvitlegir karakterar nánast eins og úr Marvel-mynd. Þá kemur hliðarskref með Túrista sem Stefán Máni hefði ef til vill betur sleppt, einskonar stílæfingar með frásagnarhátt. Segið okkur sögu og það gerir Stefán Máni því svo komu þær með látum bækur sem gera Stefán Mána einstakan höfund í íslenskum bókmenntum: Skipið, Ódáðahraun, Hyldýpi, Feigð, Húsið… Grimmd. og hann hefur haldið sínu striki með þennan söguheim sinn og stórkarlalega frásagnarmáta fram til þessa dags. (Stefán hefur einnig sent frá sér barna- og unglingabækur.) Nýjasta bókin heitir Aðventa og er hún til marks um að Stefán Máni hefur náð fantagóðum tökum á viðfangsefni sínu. Ég held að segja megi með góðri samvisku að hér sé um að ræða eina hans bestu bók – hún er raunsæislegri en fyrri bækur hans þessarar tegundar. Sem gæti reynst eftirsóknarvert í huga höfundar að því leyti til að lesandanum veitist þannig auðveldara að tengjast söguefninu þó vissulega sé eftir sem áður fjallað um svaðamenni, vesalinga og nokkur ólíkindi. Ef til vill er höfundur að teygja sig meira í átt til hinnar raunsæislegu glæpasögu með þessari bók þó ekki sé til að dreifa því sem dregur hana fram: Hver er sá seki? Beinskeyttari en fyrri bækur Fléttað er inn í söguna málefnum líðandi stundar og gæti til dæmis einhverjum hnikt við því sem persónur segja um innflytjendamál, sem er ágætt. Við förum ekki að rugla saman höfundi og persónum eins og handritshöfundar sjónvarpsþáttanna Ófærð beygðu sig undir eftir að fram kom glórulaus gagnrýni sem sneri að orðfæri íslenskra rauðhálsa og nýnasista; að það hafi ekki verið nógu réttþenkjandi?! Líkt er sem Stefán Máni hafi notið betri ritstjórnar en oft áður hvort sem það er nú markviss yfirlestur eða hann hafi beitt sjálfan sig harðari sjálfsgagnrýni, verið grimmari með skærin því Aðventa er knappari en margar fyrri bóka hans og beinskeyttari. Þó ekki sé hægt að kvarta undan því að ekki sé hraði í frásögn í fyrri bókum. Stefán Máni er sem fyrr meistari umhverfislýsinganna; að bregða upp mynd af öllum aðstæðum áreynslulaust og samtölin, sem hafa verið hans Akkilesarhæll, eru miklu þjálli og betri en ég hef áður séð frá honum. Þessi bókaflokkur með Hörð Grímsson, hinn skyggna og tröllvaxna lögreglumann sem aðalpersónu, nú við að missa tök á drykkjunni, eru stórkarlalegar strákabókmenntir. Þær einu sinnar tegundar á Íslandi. Sem er nokkurs um vert. Þó kannski megi heita ólíklegt að sú tegund falli í kramið meðal þeirra sem um véla með listamannalaun, þar er einsleitari hjörð við garðann, gerir hún það hjá þessum lesanda hér sem reif í sig bókina sér til mikillar ánægju. Niðurstaða: Meðan Hörður Grímsson er að missa tökin á drykkjunni er Stefán Máni að ná fullkomnum tökum á viðfangsefni sínu; strákabók eins og þær gerast bestar og fyrir það ber að þakka.
Bókmenntir Menning Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira