Leiðtogaráð ESB frestar ákvörðun um aðgerðir í loftslagsmálum Andri Eysteinsson skrifar 22. mars 2019 22:15 Emmanuel Macron var einn stuðningsmanna tillögunnar, hann var svekktur að leikslokum. Getty/Jean Catuffe Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. Síðastliðna tvo daga hafa leiðtogar ESB ríkjanna fundað í Brussel, höfuðborg Belgíu. Fyrri dagur fundahaldanna fór að mestu í umræður um samband Bretlands og Evrópu en áætlað var að Brexit færi fram 29. mars næstkomandi. Fundarmenn samþykktu þó að veita Bretum aukinn frest til að ganga frá samningum áður en að útgöngunni kemur.Losun gróðurhúsalofttegunda hætt eftir 31 ár Í dag komust fundarmenn yfir fleiri málefni en Brexit. Þar á meðal ræddu leiðtogarnir um loftslagsmál. Lögð var fram tillaga um að losun gróðurhúsalofttegunda í ESB ríkjum yrði alfarið hætt fyrir árið 2050. Ýmis ríki, þar á meðal Frakkland, Spánn og Holland, stóðu fyrir tillögunni en ríki á borð við Þýskaland, Pólland og Tékkland voru treg til að samþykkja. Eftir þónokkrar viðræður var því ákveðið að fresta umræðunni og taka hana aftur á dagskrá á fundi leiðtoganna næsta sumar.ESB svarar ekki kalli ungu kynslóðarinnar „Við erum ekki að standa við skilmála Parísarsamkomulagsins frá 2015,“ sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, við þurfum að ranka við okkur en það höfum við enn ekki gert“ Macron sagði ríkin ekki heldur svara ákalli ungu kynslóðanna sem tekið hafa upp á því að efna til verkfalla fyrir umhverfið. Sebastian Mang, ráðgjafi hjá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace sagði Evrópusambandið vera að lulla þegar komi að umhverfisverndarmálum og líkti framgöngu leiðtogana við slórandi mann sem sparkar áldós á undan sér eftir götunni. Mang minntist einnig á verkföll ungs fólks víða um heim gegn loftslagsbreytingum, Mang sagði unga fólkið „fatta hvað málið snýst um“ Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Leiðtogaráð Evrópusambandsins ákváðu á fundi sínum í dag að fresta því að taka ákvörðun um loftslagsaðgerðir sambandsins. Uppi eru á teningunum plön um að losun gróðurhúsalofttegunda verði alfarið hætt í ESB-ríkjunum árið 2050. Síðastliðna tvo daga hafa leiðtogar ESB ríkjanna fundað í Brussel, höfuðborg Belgíu. Fyrri dagur fundahaldanna fór að mestu í umræður um samband Bretlands og Evrópu en áætlað var að Brexit færi fram 29. mars næstkomandi. Fundarmenn samþykktu þó að veita Bretum aukinn frest til að ganga frá samningum áður en að útgöngunni kemur.Losun gróðurhúsalofttegunda hætt eftir 31 ár Í dag komust fundarmenn yfir fleiri málefni en Brexit. Þar á meðal ræddu leiðtogarnir um loftslagsmál. Lögð var fram tillaga um að losun gróðurhúsalofttegunda í ESB ríkjum yrði alfarið hætt fyrir árið 2050. Ýmis ríki, þar á meðal Frakkland, Spánn og Holland, stóðu fyrir tillögunni en ríki á borð við Þýskaland, Pólland og Tékkland voru treg til að samþykkja. Eftir þónokkrar viðræður var því ákveðið að fresta umræðunni og taka hana aftur á dagskrá á fundi leiðtoganna næsta sumar.ESB svarar ekki kalli ungu kynslóðarinnar „Við erum ekki að standa við skilmála Parísarsamkomulagsins frá 2015,“ sagði Emmanuel Macron, Frakklandsforseti, við þurfum að ranka við okkur en það höfum við enn ekki gert“ Macron sagði ríkin ekki heldur svara ákalli ungu kynslóðanna sem tekið hafa upp á því að efna til verkfalla fyrir umhverfið. Sebastian Mang, ráðgjafi hjá umhverfisverndarsamtökunum Greenpeace sagði Evrópusambandið vera að lulla þegar komi að umhverfisverndarmálum og líkti framgöngu leiðtogana við slórandi mann sem sparkar áldós á undan sér eftir götunni. Mang minntist einnig á verkföll ungs fólks víða um heim gegn loftslagsbreytingum, Mang sagði unga fólkið „fatta hvað málið snýst um“
Evrópusambandið Loftslagsmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira