Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Kjartan Kjartansson skrifar 22. mars 2019 18:23 Verðlaunahafar frá vinstri: Ragnheiður Linnet, Þórður Snær Júlíusson, Aðalheiður Ámundadóttir og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir sem tók við verðlaunum fyrir hönd blaðmanna Stundarinnar. Vísir/Þórir Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins fyrir bók sína „Kaupthinking“ þegar þau voru afhent í dag. Blaðamenn Stundarinnar fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins vegna umfjöllunar sinnar um jarðnæði í eigu innlendra og erlendra auðmanna. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að umfjöllun Þórðar Snæs í bókinni dragi upp skýra mynd af ósæmilegu háttalagi lykilbankamanna sem leiddu Kaupþing frá einkavæðingu að falli árið 2008. Umfjöllunin sé afrakstur áralangrar rannsóknar Þórðar Snæs á bankanum og víðtækrar heimildarvinnu úr bæði opinberum og óopinberum gögnum. Vinna hans eigi sér fáar hliðstæður. Þeir Freyr Rögnvaldsson og Steindór Grétar Jónsson, blaðamenn Stundarinnar, fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllunina „Landið sem auðmenn eiga“. Ragnheiður Linnet hlaut verðlaun fyrir viðtal ársins sem hún tók við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju plastbarkaþegans Andermariam Beyene. Hann var fyrsti maðurinn sem gervibarki var græddur í árið 2011 en hann lést þremur árum síðar. Viðtalið birtist í tímaritinu Mannlífi. Verðlaun fyrir umfjöllun ársins féllu í skaut Aðalheiðar Ámundadóttur, blaðamann Fréttablaðsins, vegna frétta hennar og fréttaskýringa um forsögu, endurupptöku og eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála. Fjölmiðlar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, hlaut blaðamannaverðlaun ársins fyrir bók sína „Kaupthinking“ þegar þau voru afhent í dag. Blaðamenn Stundarinnar fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins vegna umfjöllunar sinnar um jarðnæði í eigu innlendra og erlendra auðmanna. Í rökstuðningi dómnefndar kemur fram að umfjöllun Þórðar Snæs í bókinni dragi upp skýra mynd af ósæmilegu háttalagi lykilbankamanna sem leiddu Kaupþing frá einkavæðingu að falli árið 2008. Umfjöllunin sé afrakstur áralangrar rannsóknar Þórðar Snæs á bankanum og víðtækrar heimildarvinnu úr bæði opinberum og óopinberum gögnum. Vinna hans eigi sér fáar hliðstæður. Þeir Freyr Rögnvaldsson og Steindór Grétar Jónsson, blaðamenn Stundarinnar, fengu verðlaun fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir umfjöllunina „Landið sem auðmenn eiga“. Ragnheiður Linnet hlaut verðlaun fyrir viðtal ársins sem hún tók við Merhawit Baryamikael Tesfaslase, ekkju plastbarkaþegans Andermariam Beyene. Hann var fyrsti maðurinn sem gervibarki var græddur í árið 2011 en hann lést þremur árum síðar. Viðtalið birtist í tímaritinu Mannlífi. Verðlaun fyrir umfjöllun ársins féllu í skaut Aðalheiðar Ámundadóttur, blaðamann Fréttablaðsins, vegna frétta hennar og fréttaskýringa um forsögu, endurupptöku og eftirmála Guðmundar- og Geirfinnsmála.
Fjölmiðlar Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira