Hluta námslána breytt í styrk Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. mars 2019 06:15 Ráðherra gerir ráð fyrir að frumvarpið rati í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní. Fréttablaðið/Stefán „Ég er byrjuð að kynna þessa framtíðarsýn og stóru atriðin í þessu. Svo kemur frumvarp inn í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní þegar við erum búin að kynna þetta og fá viðbrögð. Frumvarpið verður svo lagt fram á haustþingi og ný lög myndu taka gildi 2020,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, um hugmyndir að nýju námslánakerfi. Lilja bendir á að gildandi lög um LÍN séu í grunninn frá 1992 og núverandi stuðningskerfi við námsmenn í rauninni barn síns tíma. Því hafi verið ákveðið að ráðast í grundvallarbreytingar í stað þess að setja plástur á núverandi kerfi. Meðal helstu efnisatriða nýja kerfisins er að þeir námsmenn sem klára nám sitt á tilsettum tíma fá 30 prósent höfuðstóls felldan niður við námslok. Meðal annarra breytinga sem lagðar verða til er að frítekjumark hækkar sem þýðir að námsmenn geta aflað sér meiri tekna án þess að námslán skerðist. Þá verður komið á laggirnar beinum stuðningi við námsmenn sem eiga börn í stað þess að boðið sé upp á aukalán. Verði umræddar breytingar að lögum myndu þær þýða að höfuðstóll námsláns hjá 27 ára einstæðu foreldri á leigumarkaði sem lýkur kennaranámi lækkaði um rúm 40 prósent miðað við núverandi kerfi. Yrði höfuðstóllinn 3,5 milljónir í stað 5,9 milljóna. Hjá pari með tvö börn sem útskrifast 31 og 34 ára úr læknisfræðinámi í Svíþjóð myndu breytingarnar leiða til helmingslækkunar á höfuðstól námslána við námslok. Hjá parinu yrði höfuðstóllinn við námslok 7,6 milljónir í stað 15,3 milljóna. Lilja bendir á að íslenskir námsmenn vinni meira og séu lengur að klára háskólanám heldur en gerist í nágrannalöndum okkar. Þá eigi þeir frekar börn en námsmenn annars staðar. „Við erum að koma með nýtt kerfi til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta kerfi er að norrænni fyrirmynd en engu að síður erum við að taka tillit til aðstæðna hérlendis. Þeir sem hafa verið með börn þegar þeir voru námsmenn fara mun skuldsettari út í lífið og við erum að koma til móts við það,“ segir Lilja. Talið er að fjárhagslegur ábati samfélagsins af því að þessir námsmenn verði fyrr þátttakendur í atvinnulífinu nemi um tíu milljörðum króna á tíu ára tímabili. Lilja segist mjög ánægð með þá vinnu sem fram hafi farið enda hafi helstu lánasérfræðingar þjóðarinnar komið að málum. „Annað sem við erum líka að fást við er brotthvarf úr námi. Við erum auðvitað líka að búa til hvata til þess að það eigi sér ekki stað. Þetta er kerfi sem er að fullu fjármagnað vegna þess að fjárhagsstaða LÍN er mjög góð. Við nýtum þá fjármuni sem eru þar til þess að fjármagna hluta breytinganna,“ segir Lilja. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
„Ég er byrjuð að kynna þessa framtíðarsýn og stóru atriðin í þessu. Svo kemur frumvarp inn í samráðsgáttina í síðasta lagi í júní þegar við erum búin að kynna þetta og fá viðbrögð. Frumvarpið verður svo lagt fram á haustþingi og ný lög myndu taka gildi 2020,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, um hugmyndir að nýju námslánakerfi. Lilja bendir á að gildandi lög um LÍN séu í grunninn frá 1992 og núverandi stuðningskerfi við námsmenn í rauninni barn síns tíma. Því hafi verið ákveðið að ráðast í grundvallarbreytingar í stað þess að setja plástur á núverandi kerfi. Meðal helstu efnisatriða nýja kerfisins er að þeir námsmenn sem klára nám sitt á tilsettum tíma fá 30 prósent höfuðstóls felldan niður við námslok. Meðal annarra breytinga sem lagðar verða til er að frítekjumark hækkar sem þýðir að námsmenn geta aflað sér meiri tekna án þess að námslán skerðist. Þá verður komið á laggirnar beinum stuðningi við námsmenn sem eiga börn í stað þess að boðið sé upp á aukalán. Verði umræddar breytingar að lögum myndu þær þýða að höfuðstóll námsláns hjá 27 ára einstæðu foreldri á leigumarkaði sem lýkur kennaranámi lækkaði um rúm 40 prósent miðað við núverandi kerfi. Yrði höfuðstóllinn 3,5 milljónir í stað 5,9 milljóna. Hjá pari með tvö börn sem útskrifast 31 og 34 ára úr læknisfræðinámi í Svíþjóð myndu breytingarnar leiða til helmingslækkunar á höfuðstól námslána við námslok. Hjá parinu yrði höfuðstóllinn við námslok 7,6 milljónir í stað 15,3 milljóna. Lilja bendir á að íslenskir námsmenn vinni meira og séu lengur að klára háskólanám heldur en gerist í nágrannalöndum okkar. Þá eigi þeir frekar börn en námsmenn annars staðar. „Við erum að koma með nýtt kerfi til að takast á við framtíðaráskoranir. Þetta kerfi er að norrænni fyrirmynd en engu að síður erum við að taka tillit til aðstæðna hérlendis. Þeir sem hafa verið með börn þegar þeir voru námsmenn fara mun skuldsettari út í lífið og við erum að koma til móts við það,“ segir Lilja. Talið er að fjárhagslegur ábati samfélagsins af því að þessir námsmenn verði fyrr þátttakendur í atvinnulífinu nemi um tíu milljörðum króna á tíu ára tímabili. Lilja segist mjög ánægð með þá vinnu sem fram hafi farið enda hafi helstu lánasérfræðingar þjóðarinnar komið að málum. „Annað sem við erum líka að fást við er brotthvarf úr námi. Við erum auðvitað líka að búa til hvata til þess að það eigi sér ekki stað. Þetta er kerfi sem er að fullu fjármagnað vegna þess að fjárhagsstaða LÍN er mjög góð. Við nýtum þá fjármuni sem eru þar til þess að fjármagna hluta breytinganna,“ segir Lilja.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00 Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Veita styrki til kennaranáms í von um betri aðsókn Veita á námsstyrk á meistarastig og bjóða upp á launað starfsnám til að efla kennaranám frá og með haustinu. Ragnar Þór Pétursson, formaður kennarasambands Íslands, segir gríðarstórar breytingar nauðsynlegar eigi að fjölga kennurum. 5. mars 2019 21:00
Kennaranemum á lokaári býðst námsstyrkur og launað starfsnám Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, kynnti í dag fyrstu aðgerðirnar sem ráðist verður í til þess að bregðast við kennaraskorti í landinu. 5. mars 2019 15:18