Handbolti

ÍBV og Fram byrja á sigrum | Markaþurrð í Eyjum en markaveisla á Akureyri

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ragnheiður var markahæst í liði Fram í dag.
Ragnheiður var markahæst í liði Fram í dag. Vísir/Bára
ÍBV marði Aftureldingu í Eyjum 

ÍBV lenti í stökustu vandræðum með nýliða Aftureldingar í fyrsta leik liðanna í Olís deild kvenna. Það verður seint sagt að sóknarleikur liðanna hafi verið upp á marga fiska en gestirnir gáfu ekki tommu eftir og voru á endanum mjög nálægt því að ná í stig í Vestmannaeyjum í dag.  

Nýliðarnir voru raunar yfir þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 8-6 Aftureldingu í vil. Í þeim síðari komust ÍBV snemma yfir, 10-9, og létu þá forystu ekki af hendi. Á endanum lauk leiknum með tveggja marka sigri ÍBV, lokatölur 15-13.

Markahæst hjá ÍBV var Ásta Björt Júlíusdóttir með þrjú mörk. Hjá Aftureldingu skoruðu þær Kristín Arndís Ólafsdóttir, Silja Ísberg og Roberta Ivanauskaite þrjú mörk hvor. 



Öruggt hjá Fram á Akureyri

Fyrir norðan voru öllu meiri læti en Fram vann þar öruggan níu marka sigur á KA/Þór í miklum markaleik. Fram náði snemma forystunni á Akureyri og lét hana aldrei af hendi.

Hægt og rólega varð munurinn alltaf meiri og meiri en í hálfleik munaði sex mörkum á liðunum, staðan þá 18-12 Fram í vil.

Í síðari hálfleik var meira af því sama upp á teningnum en bæði lið hættu að spila vörn. Fór það svo að fram vann með níu marka mun, lokatölur 39-28.

Martha Hermannsdóttir var markahæst í liði KA/Þór með 8 mörk á meðan Ragnheiður Júlíusdóttir gerði 10 mörk í liði Fram.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×