Vonast til að geta boðið út Teigsskógarleið fyrir árslok Kristján Már Unnarsson skrifar 22. janúar 2019 20:00 Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri. Stöð 2/Sigurjón Ólason. Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag með þremur atkvæðum gegn tveimur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Hér má sjá leiðirnar tvær sem tekist var á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Grafík/Hlynur Magnússon.Á endanum stóð valið á milli ÞH-leiðar um Teigsskóg og R-leiðar um Reykhóla. Niðurstaðan var sú að karlarnir í hreppsnefndinni, þeir Ingimar Ingimarsson oddviti og Karl Kristjánsson, kusu R-leið og urðu undir, en konurnar þrjár, þær Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir, mynduðu meirihluta um Teigsskógarleið.Hreppsnefndarmenn koma af fundi samgönguráðherra í gær. Fremst er Ingimar Ingimarsson en síðan koma Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík fylgdust menn spenntir með fréttum að vestan og vegamálastjóri segir að þar gleðjist menn yfir því að geta haldið áfram með verkefnið. „Við bara erum ánægð með það. Það er gríðarlega mikilvægt að ná að leggja þennan Vestfjarðaveg fyrir Vestfirðinga alla og ég bara vona að auðnan verði með þeim þannig að það takist,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Bergþóra segir næstu skref þau að Reykhólahreppur klári aðalskipulagið, sem Skipulagsstofnun þurfi svo að staðfesta. Hún vonist til að Vegagerðin geti sótt um framkvæmdaleyfi eftir 14-16 vikur og að hugsanlegum kærumálum vegna þess verði lokið fyrir áramót. „Við gætum þá, ef Guð lofar og allt gengur vel, byrjað framkvæmdir, - eða boðið þetta út í lok ársins og byrjað framkvæmdir á vormánuðum 2020. Það væri það sem við sæjum þá fyrir okkur.“ Brú kemur yfir Þorskafjörð innanverðan, samkvæmt ÞH-leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Þetta er eitt stærsta verkið á samgönguáætlun næstu fimm ára upp á nærri sjö milljarða króna. Teigsskógarleiðin felur í sér um 20 kílómetra styttingu Vestfjarðavegar. Gert er ráð fyrir að þrír firðir verði brúaðir; Þorskafjörður, Djúpifjörður og Gufufjörður. En hvenær verður vegurinn tilbúinn? „2023 circa. Og þá erum við bara að gefa okkur að hlutirnir gangi vel,“ svarar Bergþóra vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
Vegamálastjóri vonast til að geta boðið út sjö milljarða króna framkvæmdir við Vestfjarðaveg um Teigsskóg fyrir árslok eftir að hreppsnefnd Reykhólahrepps samþykkti þá veglínu í dag með þremur atkvæðum gegn tveimur. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2.Hér má sjá leiðirnar tvær sem tekist var á um fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar.Grafík/Hlynur Magnússon.Á endanum stóð valið á milli ÞH-leiðar um Teigsskóg og R-leiðar um Reykhóla. Niðurstaðan var sú að karlarnir í hreppsnefndinni, þeir Ingimar Ingimarsson oddviti og Karl Kristjánsson, kusu R-leið og urðu undir, en konurnar þrjár, þær Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir, mynduðu meirihluta um Teigsskógarleið.Hreppsnefndarmenn koma af fundi samgönguráðherra í gær. Fremst er Ingimar Ingimarsson en síðan koma Árný Huld Haraldsdóttir, Embla Dögg Jóhannsdóttir og Jóhanna Ösp Einarsdóttir.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í höfuðstöðvum Vegagerðarinnar í Reykjavík fylgdust menn spenntir með fréttum að vestan og vegamálastjóri segir að þar gleðjist menn yfir því að geta haldið áfram með verkefnið. „Við bara erum ánægð með það. Það er gríðarlega mikilvægt að ná að leggja þennan Vestfjarðaveg fyrir Vestfirðinga alla og ég bara vona að auðnan verði með þeim þannig að það takist,“ segir Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri.Veglína yfir Djúpafjörð, milli Gróness og Hallsteinsness, samkvæmt Þ-H leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Bergþóra segir næstu skref þau að Reykhólahreppur klári aðalskipulagið, sem Skipulagsstofnun þurfi svo að staðfesta. Hún vonist til að Vegagerðin geti sótt um framkvæmdaleyfi eftir 14-16 vikur og að hugsanlegum kærumálum vegna þess verði lokið fyrir áramót. „Við gætum þá, ef Guð lofar og allt gengur vel, byrjað framkvæmdir, - eða boðið þetta út í lok ársins og byrjað framkvæmdir á vormánuðum 2020. Það væri það sem við sæjum þá fyrir okkur.“ Brú kemur yfir Þorskafjörð innanverðan, samkvæmt ÞH-leið um Teigsskóg.Grafík/Vegagerðin.Þetta er eitt stærsta verkið á samgönguáætlun næstu fimm ára upp á nærri sjö milljarða króna. Teigsskógarleiðin felur í sér um 20 kílómetra styttingu Vestfjarðavegar. Gert er ráð fyrir að þrír firðir verði brúaðir; Þorskafjörður, Djúpifjörður og Gufufjörður. En hvenær verður vegurinn tilbúinn? „2023 circa. Og þá erum við bara að gefa okkur að hlutirnir gangi vel,“ svarar Bergþóra vegamálastjóri. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Reykhólahreppur Samgöngur Teigsskógur Tengdar fréttir Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30 Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15 Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00 Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15 Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Fleiri fréttir Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Sjá meira
Segir óskiljanlegt að Teigsskógur hafi ekki verið tekinn eignarnámi Þetta segir Kjartan Gunnarsson lögmaður, sem sjálfur hefur mátt þola eignarnám, en hann hefur sem jarðeigandi á Rauðasandi kynnst vel þeim aðstæðum sem Vestfirðingar búa við í vegamálum. 23. október 2017 18:30
Minna rask á Teigsskógi og stærri brýr yfir firði Vegagerðin hefur breytt hönnun vegar um Teigsskóg í nokkrum vegamiklum atriðum til að draga úr raski á skóglendi og hleypa sjávarföllum betur í gegn. 9. mars 2018 21:15
Samgönguráðherra efast um að fjármunir fáist í R-leiðina Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra efast um að nægir fjármunir fáist í svokallaða R-leið Vestfjarðavegar. Sveitarstjórn Reykhólahrepps hyggst taka ákvörðun um veglínu á morgun. 21. janúar 2019 20:00
Alveg sama hvar vegurinn kemur, bara að þeir byrji Bændur í Gufudalssveit eru opnir fyrir öðrum lausnum í stað vegar um Teigsskóg, bæði jarðgöngum og þverun Þorskafjarðar með sjávarfallavirkjun. 11. desember 2017 22:15