Nýir varaforsetar fá tvö mál tengd upptökunum á Klaustri inn á borð til sín Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2019 16:27 Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson voru í dag sjálfkjörin varaforsetar þingsins til þess að fara með Klaustursmálið. Þau Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem í dag voru sjálfkjörin sem nýir varaforsetar þingsins til að fjalla um Klaustursmálið og hvaða farveg það mun fara í, munu fá tvö mál tengd upptökunum á Klaustur Bar inn á borð til sín. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Annars vegar er um að ræða bréf átta þingmanna þar sem þeir óska eftir því að forsætisnefnd fjalli um mögulegt brot þingmannanna sex sem voru á Klaustri á siðareglum þingmanna. Hins vegar er um að ræða annað mál sem tengist upptökunum á Klaustri en í samtali við Vísi vill Steingrímur ekki fara nánar út í það að hverju það mál snýr. „Eins og fram kom og mátti ráða af mínum orðum þá eru tengsl á milli þess máls og Klaustursmálsins með þeim hætti að það varð niðurstaða mín og varaforseta að það væri þá eðlilegast að við segðum okkur þá líka frá því máli,“ segir Steingrímur. Aðspurður hvenær þetta mál kom inn á borð nefndarinnar segir hann það hafa verið öðru hvoru megin við áramót.Tillaga um að taka málið fyrir á grundvelli afbrigða var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta.vísir/vilhelmSkiptir mestu að þingið sjálft hafi talað mjög skýrt í málinu Þingmenn Miðflokksins og óháðu þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason létu stór orð falla á þingi í dag um málsmeðferð Steingríms varðandi það að kjósa nýja varaforseta til þess að fara með Klaustursmálið. Var forseti þingsins meðal annars sakaður um valdníðslu og lögbrot en hann segir engan minnsta vafa leika á því í hans huga að þinginu hafi verið heimilt að kjósa nýja varaforseta. Var það gert á grundvelli afbrigða frá þingsköpum og segir Steingrímur fordæmi fyrir því að beita afbrigðum gagnvart kosningum sem snúa að störfum þingsins. Þannig hafi til dæmis verið kosnir færri varaforsetar en þingsköp kveða á um á grundvelli ákvæðisins og þá séu til gömul fordæmi um að kjósa fleiri í nefndir þingsins, til dæmis til að hleypa litlum flokkum inn í fjárlaganefnd. „En það sem skiptir mestu máli er að salurinn sjálfur, þingið sjálft, hefur bara talað mjög skýrt,“ segir Steingrímur og vísar í það að 45 þingmenn samþykktu að leyfa kjör varaforsetanna nýju á grundvelli afbrigða gegn níu atkvæðum þingmanna Miðflokksins og óháðu þingmannanna.Frá fundi forsætisnefndar fyrr í vetur.vísir/vilhelmHafa samþykkt að gera bréfaskiptin opinber en bíða svara frá þingmönnum Greint var frá því á mbl.is fyrr í dag forsætisnefnd hafi óskað eftir því við þingmenn Miðflokksins að fá að gera bréfaskipti á milli nefndarinnar og þingmannanna vegna Klaustursmálsins opinber. Steingrímur segir að óskir hafi komið frá fjölmiðlum að fá aðgang að þessum bréfaskiptum og að nefndin sé fús til þess að afhenda þau. Hins vegar hafi ekki komið skýr svör frá þingmönnunum við beiðni nefndarinnar og segir Steingrímur að þess vegna sé ekki hægt að veita aðgang að bréfunum. Svör verði að koma frá gagnaðilanum eða allavega upplýsingar um að hann hreyfi ekki við mótmælum. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30 „Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Þau Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem í dag voru sjálfkjörin sem nýir varaforsetar þingsins til að fjalla um Klaustursmálið og hvaða farveg það mun fara í, munu fá tvö mál tengd upptökunum á Klaustur Bar inn á borð til sín. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Annars vegar er um að ræða bréf átta þingmanna þar sem þeir óska eftir því að forsætisnefnd fjalli um mögulegt brot þingmannanna sex sem voru á Klaustri á siðareglum þingmanna. Hins vegar er um að ræða annað mál sem tengist upptökunum á Klaustri en í samtali við Vísi vill Steingrímur ekki fara nánar út í það að hverju það mál snýr. „Eins og fram kom og mátti ráða af mínum orðum þá eru tengsl á milli þess máls og Klaustursmálsins með þeim hætti að það varð niðurstaða mín og varaforseta að það væri þá eðlilegast að við segðum okkur þá líka frá því máli,“ segir Steingrímur. Aðspurður hvenær þetta mál kom inn á borð nefndarinnar segir hann það hafa verið öðru hvoru megin við áramót.Tillaga um að taka málið fyrir á grundvelli afbrigða var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta.vísir/vilhelmSkiptir mestu að þingið sjálft hafi talað mjög skýrt í málinu Þingmenn Miðflokksins og óháðu þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason létu stór orð falla á þingi í dag um málsmeðferð Steingríms varðandi það að kjósa nýja varaforseta til þess að fara með Klaustursmálið. Var forseti þingsins meðal annars sakaður um valdníðslu og lögbrot en hann segir engan minnsta vafa leika á því í hans huga að þinginu hafi verið heimilt að kjósa nýja varaforseta. Var það gert á grundvelli afbrigða frá þingsköpum og segir Steingrímur fordæmi fyrir því að beita afbrigðum gagnvart kosningum sem snúa að störfum þingsins. Þannig hafi til dæmis verið kosnir færri varaforsetar en þingsköp kveða á um á grundvelli ákvæðisins og þá séu til gömul fordæmi um að kjósa fleiri í nefndir þingsins, til dæmis til að hleypa litlum flokkum inn í fjárlaganefnd. „En það sem skiptir mestu máli er að salurinn sjálfur, þingið sjálft, hefur bara talað mjög skýrt,“ segir Steingrímur og vísar í það að 45 þingmenn samþykktu að leyfa kjör varaforsetanna nýju á grundvelli afbrigða gegn níu atkvæðum þingmanna Miðflokksins og óháðu þingmannanna.Frá fundi forsætisnefndar fyrr í vetur.vísir/vilhelmHafa samþykkt að gera bréfaskiptin opinber en bíða svara frá þingmönnum Greint var frá því á mbl.is fyrr í dag forsætisnefnd hafi óskað eftir því við þingmenn Miðflokksins að fá að gera bréfaskipti á milli nefndarinnar og þingmannanna vegna Klaustursmálsins opinber. Steingrímur segir að óskir hafi komið frá fjölmiðlum að fá aðgang að þessum bréfaskiptum og að nefndin sé fús til þess að afhenda þau. Hins vegar hafi ekki komið skýr svör frá þingmönnunum við beiðni nefndarinnar og segir Steingrímur að þess vegna sé ekki hægt að veita aðgang að bréfunum. Svör verði að koma frá gagnaðilanum eða allavega upplýsingar um að hann hreyfi ekki við mótmælum.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30 „Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06
Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30
„Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56