Nýir varaforsetar fá tvö mál tengd upptökunum á Klaustri inn á borð til sín Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 22. janúar 2019 16:27 Steinunn Þóra Árnadóttir og Haraldur Benediktsson voru í dag sjálfkjörin varaforsetar þingsins til þess að fara með Klaustursmálið. Þau Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem í dag voru sjálfkjörin sem nýir varaforsetar þingsins til að fjalla um Klaustursmálið og hvaða farveg það mun fara í, munu fá tvö mál tengd upptökunum á Klaustur Bar inn á borð til sín. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Annars vegar er um að ræða bréf átta þingmanna þar sem þeir óska eftir því að forsætisnefnd fjalli um mögulegt brot þingmannanna sex sem voru á Klaustri á siðareglum þingmanna. Hins vegar er um að ræða annað mál sem tengist upptökunum á Klaustri en í samtali við Vísi vill Steingrímur ekki fara nánar út í það að hverju það mál snýr. „Eins og fram kom og mátti ráða af mínum orðum þá eru tengsl á milli þess máls og Klaustursmálsins með þeim hætti að það varð niðurstaða mín og varaforseta að það væri þá eðlilegast að við segðum okkur þá líka frá því máli,“ segir Steingrímur. Aðspurður hvenær þetta mál kom inn á borð nefndarinnar segir hann það hafa verið öðru hvoru megin við áramót.Tillaga um að taka málið fyrir á grundvelli afbrigða var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta.vísir/vilhelmSkiptir mestu að þingið sjálft hafi talað mjög skýrt í málinu Þingmenn Miðflokksins og óháðu þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason létu stór orð falla á þingi í dag um málsmeðferð Steingríms varðandi það að kjósa nýja varaforseta til þess að fara með Klaustursmálið. Var forseti þingsins meðal annars sakaður um valdníðslu og lögbrot en hann segir engan minnsta vafa leika á því í hans huga að þinginu hafi verið heimilt að kjósa nýja varaforseta. Var það gert á grundvelli afbrigða frá þingsköpum og segir Steingrímur fordæmi fyrir því að beita afbrigðum gagnvart kosningum sem snúa að störfum þingsins. Þannig hafi til dæmis verið kosnir færri varaforsetar en þingsköp kveða á um á grundvelli ákvæðisins og þá séu til gömul fordæmi um að kjósa fleiri í nefndir þingsins, til dæmis til að hleypa litlum flokkum inn í fjárlaganefnd. „En það sem skiptir mestu máli er að salurinn sjálfur, þingið sjálft, hefur bara talað mjög skýrt,“ segir Steingrímur og vísar í það að 45 þingmenn samþykktu að leyfa kjör varaforsetanna nýju á grundvelli afbrigða gegn níu atkvæðum þingmanna Miðflokksins og óháðu þingmannanna.Frá fundi forsætisnefndar fyrr í vetur.vísir/vilhelmHafa samþykkt að gera bréfaskiptin opinber en bíða svara frá þingmönnum Greint var frá því á mbl.is fyrr í dag forsætisnefnd hafi óskað eftir því við þingmenn Miðflokksins að fá að gera bréfaskipti á milli nefndarinnar og þingmannanna vegna Klaustursmálsins opinber. Steingrímur segir að óskir hafi komið frá fjölmiðlum að fá aðgang að þessum bréfaskiptum og að nefndin sé fús til þess að afhenda þau. Hins vegar hafi ekki komið skýr svör frá þingmönnunum við beiðni nefndarinnar og segir Steingrímur að þess vegna sé ekki hægt að veita aðgang að bréfunum. Svör verði að koma frá gagnaðilanum eða allavega upplýsingar um að hann hreyfi ekki við mótmælum. Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30 „Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna grænu vöruskemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Þau Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður Vinstri grænna, og Haraldur Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem í dag voru sjálfkjörin sem nýir varaforsetar þingsins til að fjalla um Klaustursmálið og hvaða farveg það mun fara í, munu fá tvö mál tengd upptökunum á Klaustur Bar inn á borð til sín. Þetta kom fram í máli Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, á þingfundi í dag. Annars vegar er um að ræða bréf átta þingmanna þar sem þeir óska eftir því að forsætisnefnd fjalli um mögulegt brot þingmannanna sex sem voru á Klaustri á siðareglum þingmanna. Hins vegar er um að ræða annað mál sem tengist upptökunum á Klaustri en í samtali við Vísi vill Steingrímur ekki fara nánar út í það að hverju það mál snýr. „Eins og fram kom og mátti ráða af mínum orðum þá eru tengsl á milli þess máls og Klaustursmálsins með þeim hætti að það varð niðurstaða mín og varaforseta að það væri þá eðlilegast að við segðum okkur þá líka frá því máli,“ segir Steingrímur. Aðspurður hvenær þetta mál kom inn á borð nefndarinnar segir hann það hafa verið öðru hvoru megin við áramót.Tillaga um að taka málið fyrir á grundvelli afbrigða var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta.vísir/vilhelmSkiptir mestu að þingið sjálft hafi talað mjög skýrt í málinu Þingmenn Miðflokksins og óháðu þingmennirnir Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason létu stór orð falla á þingi í dag um málsmeðferð Steingríms varðandi það að kjósa nýja varaforseta til þess að fara með Klaustursmálið. Var forseti þingsins meðal annars sakaður um valdníðslu og lögbrot en hann segir engan minnsta vafa leika á því í hans huga að þinginu hafi verið heimilt að kjósa nýja varaforseta. Var það gert á grundvelli afbrigða frá þingsköpum og segir Steingrímur fordæmi fyrir því að beita afbrigðum gagnvart kosningum sem snúa að störfum þingsins. Þannig hafi til dæmis verið kosnir færri varaforsetar en þingsköp kveða á um á grundvelli ákvæðisins og þá séu til gömul fordæmi um að kjósa fleiri í nefndir þingsins, til dæmis til að hleypa litlum flokkum inn í fjárlaganefnd. „En það sem skiptir mestu máli er að salurinn sjálfur, þingið sjálft, hefur bara talað mjög skýrt,“ segir Steingrímur og vísar í það að 45 þingmenn samþykktu að leyfa kjör varaforsetanna nýju á grundvelli afbrigða gegn níu atkvæðum þingmanna Miðflokksins og óháðu þingmannanna.Frá fundi forsætisnefndar fyrr í vetur.vísir/vilhelmHafa samþykkt að gera bréfaskiptin opinber en bíða svara frá þingmönnum Greint var frá því á mbl.is fyrr í dag forsætisnefnd hafi óskað eftir því við þingmenn Miðflokksins að fá að gera bréfaskipti á milli nefndarinnar og þingmannanna vegna Klaustursmálsins opinber. Steingrímur segir að óskir hafi komið frá fjölmiðlum að fá aðgang að þessum bréfaskiptum og að nefndin sé fús til þess að afhenda þau. Hins vegar hafi ekki komið skýr svör frá þingmönnunum við beiðni nefndarinnar og segir Steingrímur að þess vegna sé ekki hægt að veita aðgang að bréfunum. Svör verði að koma frá gagnaðilanum eða allavega upplýsingar um að hann hreyfi ekki við mótmælum.
Alþingi Upptökur á Klaustur bar Tengdar fréttir Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06 Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30 „Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna grænu vöruskemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Sökuðu forseta Alþingis um valdníðslu og lögbrot Alþingi kaus í dag tvo nýja varaforseta tímabundið til að fara með Klaustursmálið svokallaða þar sem forsætisnefnd þingsins hafði lýst sig vanhæfa til að fara með málið. 22. janúar 2019 15:06
Fullyrðingar Sigmundar um brot á þingskaparlögum standast ekki Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur kosningu nýrrar forsætisnefndar Alþingis til að fjalla um Klaustursmálið stangast á við lög um þingsköp á „víðtækan hátt.“ Til stendur að kjósa forsætisnefndina þegar leitað hefur verið afbrigða eins og skýr heimild er fyrir í þingskaparlögum. 21. janúar 2019 13:30
„Forseti þingsins misnotar stöðu sína sem þingforseti“ Forseti Alþingis segir það hafið yfir allan vafa að þinginu sé heimilt að skipa nýja forsætisnefnd sem á að fjalla um Klaustursmálið. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson telur fyrirkomulagið stangast á við þingskaparlög. Staðan í stjórnmálum var til umræðu á Alþingi í dag á fyrsta þingfundi eftir jólaleyfi. 21. janúar 2019 22:56
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent